Í lífshættu eftir grófa líkamsárás í gærkvöldi: Lögregla hefur áhyggjur af þróuninni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. apríl 2020 18:30 Fjórir eru í haldi lögreglu vegna meintra árása vísir/jóhannk Karlmaður á fimmtugsaldri er nú í lífshættu með mikla höfuðáverka eftir grófa líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi. Þá er unglingspiltur á spítala eftir að hafa verið stunginn tvisvar í lífshættulegri árás í gær. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af fjölda alvarlegra mála og segir ekki útilokað að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. Fjórir eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna meintra árása sem eiga það sameiginlegt að vera mjög alvarlegar og lífshættulegar. „Síðasti sólarhringur hefur verið okkur frekar erfiður. Annars vegar er það atvik þar sem að er ráðist að ungum pilti og hann er stunginn með hníf tveimur stungum og viðkomandi var fluttur á sjúkrahús,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ungi maðurinn, sem er 17 ára, er nú á batavegi en árásin sem átti sér stað í Breiðholti. Ungur maður er í haldi vegna málsins og hafa yfirheyrslur farið fram í dag. Þá var ráðist á karlmann á sextugsaldri á heimili hans í Kópavogi í gærkvöldi. „Og honum veittir lífshættulegir áverkar og eins og staðan er núna er viðkomandi ennþá í lífshættu. Við erum með þrjá einstaklinga í haldi tengt þeirri rannsókn og það hafa yfirheyrslur verið í gangi í allan dag og vinna í málinu, bæði tæknivinna og annað. Bæði þessi mál eru þess eðlis að ég útiloka bara alls ekki að það verði farið fram á gæsluvarðhald. Mér finnst það frekar líklegt miðað við hvernig þetta lítur út,“ segir Karl Steinar. Hann geti þó ekki gefið það upp að svo stöddu hve margir verðir leiddir fyrir dómara. Það muni skýrast með kvöldinu. Karl Steinar segir að síðustu vikur hafi óvenju mikið af alvarlegum árásum átt sér stað. Hann útilokar ekki að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ segir Karl Steinar. Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Tvær alvarlegar líkamsárásir á borði lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 09:55 Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 11:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er nú í lífshættu með mikla höfuðáverka eftir grófa líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi. Þá er unglingspiltur á spítala eftir að hafa verið stunginn tvisvar í lífshættulegri árás í gær. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af fjölda alvarlegra mála og segir ekki útilokað að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. Fjórir eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna meintra árása sem eiga það sameiginlegt að vera mjög alvarlegar og lífshættulegar. „Síðasti sólarhringur hefur verið okkur frekar erfiður. Annars vegar er það atvik þar sem að er ráðist að ungum pilti og hann er stunginn með hníf tveimur stungum og viðkomandi var fluttur á sjúkrahús,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ungi maðurinn, sem er 17 ára, er nú á batavegi en árásin sem átti sér stað í Breiðholti. Ungur maður er í haldi vegna málsins og hafa yfirheyrslur farið fram í dag. Þá var ráðist á karlmann á sextugsaldri á heimili hans í Kópavogi í gærkvöldi. „Og honum veittir lífshættulegir áverkar og eins og staðan er núna er viðkomandi ennþá í lífshættu. Við erum með þrjá einstaklinga í haldi tengt þeirri rannsókn og það hafa yfirheyrslur verið í gangi í allan dag og vinna í málinu, bæði tæknivinna og annað. Bæði þessi mál eru þess eðlis að ég útiloka bara alls ekki að það verði farið fram á gæsluvarðhald. Mér finnst það frekar líklegt miðað við hvernig þetta lítur út,“ segir Karl Steinar. Hann geti þó ekki gefið það upp að svo stöddu hve margir verðir leiddir fyrir dómara. Það muni skýrast með kvöldinu. Karl Steinar segir að síðustu vikur hafi óvenju mikið af alvarlegum árásum átt sér stað. Hann útilokar ekki að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ segir Karl Steinar.
Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Tvær alvarlegar líkamsárásir á borði lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 09:55 Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 11:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Tvær alvarlegar líkamsárásir á borði lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 09:55
Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. 24. apríl 2020 11:30