Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir kvikmynd um Kokkál Sylvía Hall skrifar 15. febrúar 2020 09:57 Dóri DNA, Kristín Eysteinsdóttir og Steinarr Logi Nesheim. Aðsend Kristín Eysteindóttir mun leikstýra kvikmynd sem byggir á bókinni Kokkáll eftir Dóra DNA. Bókin kom út á síðasta ári en hún sló rækilega í gegn og sat til að mynda í fimmtánda sæti bóksölulistans fyrir síðasta ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Í vikunni var greint frá því að Kristín hefði óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári fyrr en áætlað var, en Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að vera í starfinu þangað til sumarið 2021. Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið ráðin Borgarleikhússstjóri og mun Kristín vinna með henni til þess að koma henni inn í starfið. Sjá einnig: Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Í tölvupósti þar sem Kristín tilkynnti samstarfsfólki ákvörðun sína sagðist hún standa frammi fyrir því einstaka tækifæri að leikstýra kvikmynd. Verkefnið væri á byrjunarstigi en hana hefði alltaf dreymt um slíkt tækifæri. Í fréttatilkynningu Kristín hafa heillast af bókinni strax við fyrsta lestur. Sagan væri sterk samtímasaga sem hentaði vel fyrir kvikmyndaformið. Hún setti sig í samband við Dóra sjálfan og segir hann það hafa verið augljóst að hún brann langmest fyrir verkefninu. Hún sjái bókina skýrt fyrir sér sem kvikmynd, jafnvel skýrara en hann sjálfur, og hann treysti hennar mati. Hann hafi lengi verið aðdáandi hennar og hann hafi mikla trú á henni. „Ég ýmist grét eða hló þegar ég las hana og þessar vel skrifuðu og djúpu persónur voru mér ofarlega í huga löngu eftir að ég lauk við bókina. Þessar kraftmiklu persónur og kringumstæður henta mjög vel fyrir kvikmyndaformið,“ segir Kristín sem mun sjálf koma að þróun handritsins strax í upphafi. Framleiðslufyrirtækið Polarama mun framleiða myndina og verður nú hafist handa við að færa söguna yfir í kvikmyndaformið. Steinarr Logi Nesheim, framleiðandi myndarinnar, segist sannfærður um að sagan sé ekki bundin við reynsluheim Íslendinga og þau ætli sér að framleiða kvikmynd sem eigi heima á alþjóðamarkaði. Bíó og sjónvarp Leikhús Tengdar fréttir Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15 Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra, sem auglýst var til umsóknar þann 16. janúar síðastliðinn. 5. febrúar 2020 10:29 Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Fleiri fréttir Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Sjá meira
Kristín Eysteindóttir mun leikstýra kvikmynd sem byggir á bókinni Kokkáll eftir Dóra DNA. Bókin kom út á síðasta ári en hún sló rækilega í gegn og sat til að mynda í fimmtánda sæti bóksölulistans fyrir síðasta ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Í vikunni var greint frá því að Kristín hefði óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári fyrr en áætlað var, en Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að vera í starfinu þangað til sumarið 2021. Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið ráðin Borgarleikhússstjóri og mun Kristín vinna með henni til þess að koma henni inn í starfið. Sjá einnig: Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Í tölvupósti þar sem Kristín tilkynnti samstarfsfólki ákvörðun sína sagðist hún standa frammi fyrir því einstaka tækifæri að leikstýra kvikmynd. Verkefnið væri á byrjunarstigi en hana hefði alltaf dreymt um slíkt tækifæri. Í fréttatilkynningu Kristín hafa heillast af bókinni strax við fyrsta lestur. Sagan væri sterk samtímasaga sem hentaði vel fyrir kvikmyndaformið. Hún setti sig í samband við Dóra sjálfan og segir hann það hafa verið augljóst að hún brann langmest fyrir verkefninu. Hún sjái bókina skýrt fyrir sér sem kvikmynd, jafnvel skýrara en hann sjálfur, og hann treysti hennar mati. Hann hafi lengi verið aðdáandi hennar og hann hafi mikla trú á henni. „Ég ýmist grét eða hló þegar ég las hana og þessar vel skrifuðu og djúpu persónur voru mér ofarlega í huga löngu eftir að ég lauk við bókina. Þessar kraftmiklu persónur og kringumstæður henta mjög vel fyrir kvikmyndaformið,“ segir Kristín sem mun sjálf koma að þróun handritsins strax í upphafi. Framleiðslufyrirtækið Polarama mun framleiða myndina og verður nú hafist handa við að færa söguna yfir í kvikmyndaformið. Steinarr Logi Nesheim, framleiðandi myndarinnar, segist sannfærður um að sagan sé ekki bundin við reynsluheim Íslendinga og þau ætli sér að framleiða kvikmynd sem eigi heima á alþjóðamarkaði.
Bíó og sjónvarp Leikhús Tengdar fréttir Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15 Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra, sem auglýst var til umsóknar þann 16. janúar síðastliðinn. 5. febrúar 2020 10:29 Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Fleiri fréttir Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Sjá meira
Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32
Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15
Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra, sem auglýst var til umsóknar þann 16. janúar síðastliðinn. 5. febrúar 2020 10:29
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið