Núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómari tókust á fyrir dómi Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2018 15:00 Jón Steinar sagði dómara vilja þagga niður í eina aðhaldinu með störfum þeirra þegar hann ávarpaði Héraðsdóm Reykjaness í gær. Vísir/Vilhelm Tekist var á um hvort að ásökun Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, um að fyrrverandi starfssystkini hans hafi framið dómsmorð á vini hans hafi verið gildisdómur eða ærumeiðandi staðhæfing um refsiverða háttsemi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Benedikt Bogason, hæstaréttardómari, stefndi Jóni Steinari fyrir ummæli í bók þess síðarnefnda sem kom út í fyrra. Hann telur að fullyrðingar Jóns Steinars í bókinni um að dómarar við Hæstarétt, þar á meðal hann sjálfur, hafi framið dómsmorð á Baldri Guðlaugssyni, vini Jóns Steinars til fjölda ára, hafi verið ærumeiðandi. Stefnan var tekin fyrir í gær en Benedikt var ekki sjálfur viðstaddur málflutninginn. Lögmaður hans taldi fullyrðingar Jóns Steinars hafa beinst persónulega að Benedikt og að í þeim hafi falist staðhæfing um saknæmt athæfi. Hann krefst ómerkingar á fimm ummælum um dómsmorð og tveggja milljóna króna í bætur. Lögmaður Jóns Steinars lagði áherslu á að ekki mætti þagga niður í honum sem hæfasta gagnrýnanda íslensks dómskerfis. Sem slíkur nyti hann rýmra tjáningarfrelsis en flestir aðrir til að tjá sig um störf Hæstaréttar. „Benedikt Bogason hæstaréttardómari skiptir mig engu máli og hefur aldrei gert það. Dómsvaldið í landinu skiptir mig hins vegar máli,“ sagði Jón Steinar þegar hann ávarpaði réttinn.Enginn vafi um merkingu „dómsmorðs“ Forsaga málsins er sú að Hæstiréttur staðfesti sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Baldri, sem hafði verið ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins þegar efnahagshrunið dundi á, vegna innherjasvika árið 2011. Jón Steinar var þá hæstaréttardómari sjálfur en lét af störfum ári síðar. Jón Steinar fjallaði um mál Baldurs í bók sinni „Með lognið í fanginu“ sem kom út í fyrra og fullyrti að hæstaréttardómararnir hefðu fellt dóm sem þeir vissu eða hlytu að hafa vitað að stæðist ekki hlutlausa dómaframkvæmd. Sagði hann dóminn yfir Baldri falla vel að skilgreiningunni á dómsmorði. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Benedikts, hafnaði rökum Jóns Steinars að gagnrýni hans hafi ekki beinst að Benedikt persónulega heldur að Hæstarétti sem stofnun. Í kafla bókarinnar þar sem fjallað væri um dóminn yfir Baldri væri fjallað um dómarana sjálfa og Benedikt nafngreindur sérstaklega. Einnig vísaði Vilhjálmur á bug skýringum Jóns Steinars og Gests Jónssonar, lögmanns hans, á hvaða skilning ætti að leggja í hugtakið „dómsmorð“. Jón Steinar hafi sjálfur skilgreint hugtakið í bókinni og þar með hvernig lesendur bókarinnar ættu að skilja það. Samkvæmt skilgreiningu norsks lögmanns sem Jón Steinar vitnaði til í bókinni felur dómsmorð í sér að lögmál um vandaðan málarekstur sé brotinn til að komast megi að rangri niðurstöðu. Verknaðurinn leiði til óverðskuldaðrar refsingar saklauss manns. Jón Steinar skrifaði að sú lýsing ætti vel við um dóminn yfir Baldri. „Það leikur því enginn vafi á því hvernig ber að skilja þetta hugtak,“ sagði Vilhjálmur.Vilhjálmur, lögmaður Benedikts, ýjaði að því að Jón Steinar hafi gripið til gífuryrða í bók sinni þar sem honum hafi fundist lögfræðileg gagnrýni sín ekki fá nægilega mikla athygli.Vísir/VilhelmTilgangurinn að koma höggi á Benedikt Vilhjálmur taldi að í þessari orðnotkun fælist ásökun um refsiverða háttsemi af hálfu Benedikts sem engar sönnur hefðu verið færðar á að ættu við rök að styðjast. Jón Steinar hafi sakað hann um að komast að rangri niðurstöðu og dæmt saklausan mann í fangelsi af ásetningi. Átaldi hann Jón Steinar fyrir að láta þess ekki getið að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ekki tekið mál Baldurs til efnismeðferðar þegar hann reyndi að skjóta því þangað. „Það sýnir að tilgangurinn með skrifunum var fyrst og fremst að koma höggi á stefnandann en ekki að fjalla með hlutlægum og fræðilegum hætti um málið,“ sagði Vilhjálmur. Gagnrýndi Vilhjálmur einnig að Jón Steinar hafi gefið bók sína út á ensku með sömu eða svipuðum ærumeiðingum og í íslensku útgáfunum eftir að honum hafði verið stefnt. „Brotaásetningurinn verður varla mikið meiri, virðulegur dómur,“ sagði lögmaður Benedikts. Ekki að skrifa um Benedikt heldur Hæstarétt sem stofnun Rauði þráðurinn í vörn Gests fyrir hönd Jóns Steinars var að rökstutt mat hans á dómnum yfir Baldri hafi verið gildisdómur en ekki staðhæfing um staðreynd og að Jón Steinar væri einstaklega hæfur til þess að gagnrýna dómskerfið í krafti reynslu sinnar og þekkingar. Varaði Gestur við því að þagga niður í gagnrýni hans. Þannig lýsti lögmaðurinn skjólstæðingi sínum þannig að enginn annar núlifandi Íslendingur hefði tjáð sig meira um dómsmál á opinberum vettvangi. Gagnrýni hans hafi almennt verið hvöss en alltaf studd lögfræðingum rökum. Jón Steinar hafi verið langkunnasti gagnrýnandi dómskerfisins eftir hrun. Hann búi yfir þekkingu og reynslu sem engir eða fáir aðrir hafi. Gagnrýni Jóns Steinars á dóminn yfir Baldri hafi verið 23 blaðsíður af lögfræðilegum rökstuðningi. Því fari fjarri að um upphrópanir eða sleggjudóma hafi verið að ræða. Gagnrýnin hafi ekki beinst að Benedikt persónulega sem hafi aðeins verið nafngreindur í lok kaflans þegar nefnt var hverjir skipuðu meirihluta Hæstaréttar sem sakfelldi Baldur. „Það er ekki verið að skrifa um persónuna Benedikt Bogason heldur stofnunina sem á í hlut, sjálfan Hæstarétt Íslands,“ sagði Gestur. Gestur fullyrti að ljóst væri að orð Jóns Steinars um dómsmorð hefðu verið í samræmi við almenna lögfræðilega notkun á orðinu á Íslandi og erlendis. Ummælin hafi falið í sér gildisdóm sem ekki þurfi sönnunar við. Jón Steinar hafi hvergi sakað Benedikt um refsiverða háttsemi.Gestur (t.v.) og Jón Steinar (t.h.) hafa báðir verið gagnrýnir á meðferð íslenskra dómstóla á málum sem tengjast efnahagshruninu.Vísir/VilhelmKælingaráhrif á gagnrýni á dómstóla Þá sagði Gestur að engu máli skipti hvort að Jón Steinar og Baldur hafi verið vinir. Málið hafi snúist um grundvallarreglur sakamálalöggjafar. Jón Steinar hafi rökstutt ítarlega hvers vegna hann taldi dóminn hafa verið réttarmorð yfir Baldri og að sú gagnrýni hafi átt erindi við almenning þar sem hún hafi verið sett fram með málefnalegum hætti. Vilhjálmur hafði í sinni ræðu rifjað upp að Jón Steinar hafði sem hæstaréttardómari reynt að hafa áhrif á aðra dómara við réttinn sem fjölluðu um mál Baldurs þrátt fyrir að hann hafi verið vanhæfur til þess sjálfur. Gestur sagði að þau samskipti hefðu enga þýðingu fyrir meiðyrðamál Benedikts gegn Jóni Steinari og sagði tilgang Vilhjálms með því að draga þau inn í málið þann einan að sverta persónu skjólstæðings síns. Jón Steinar hafi sérstaklega rúmt tjáningarfrelsi um störf Hæstaréttar, ekki síst eftir efnahagshrunið. Hann hafi varað við því að dómarar létu þrýsting samfélagsins um sakfellingar hafa áhrif á sig. Þörf væri á mikilli þekkingu á lögum til að setja fram málefnalega gagnrýni á störf Hæstaréttar. Því mætti ekki binda hendur þeirra fáu sem hefðu getu og þekkingu til að setja fram slíka gagnrýni. Varaði Gestur við því að stefna hæstaréttardómara gegn þekktum gagnrýnanda í hrunsmálum væri til þess fallin að hafa kælingaráhrif á gagnrýna umfjöllun um störf dómstóla. Frjáls tjáning um verklag dómara væri eina raunverulega aðhaldið með þeim þar sem dómarar séu skipaðir ótímabundið og ekki séð hefði fyrir því að draga þá til ábyrgðar fyrir mistökum í starfi. Gerði Gestur að því skóna að erfitt væri að tryggja skjólstæðingi sínum réttláta málsmeðferð þegar niðurstöður dómsmálsins væri háð endurskoðunarvaldi stefnandans Benedikts. Gagnrýndi hann einnig skaðabótakröfu Benedikts sem væri algerlega úr takti við réttarþróun í tjáningarfrelsismálum. Benti hann á að krafa Benedikts væri um tífalt hærri en í öðrum meiðyrðamálum og mun hærri en bætur sem fórnarlömbum í alvarlegum nauðgunarmálum væru dæmdar.Benedikt Bogason hæstaréttardómari var ekki viðstaddur málflutninginn í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.Vísir/ValliSegir dómara vilja þagga niður í aðhaldinu Jón Steinar lagði ekki fram aðilaskýrslu í málinu nema varðandi tilraunir hans til að hafa áhrif á dómara í Hæstarétti í máli Baldurs. Eftir málflutning lögmannanna óskaði hann hins vegar eftir því að fá á að kveða sér hljóðs. Sagðist hann hafa ákveðið að hætta sem hæstaréttardómari á sínum tíma til að endurheimta málfrelsi sitt og geta fjallað um starfsemi réttarins með gagnrýnum hætti. Hann væri tilbúinn að draga til baka og jafnvel biðjast afsökunar á því sem hann hefði sagt ef einhver gæti sýnt fram á að það stæðist ekki. Rifjaði hann upp mál Baldurs og fullyrti að hann hefði verið dæmdur fyrir annað en hann var ákærður fyrir. Ekki hefði verið hægt að kalla það gáleysi dómaranna. Augljóst væri að notkun hans á orðinu dómsmorð hefði verið réttlætanleg. Ræddi hann einnig um mikilvægi aðhalds með gjörðum dómara sem þyrftu annars aldrei að svara til neinnar ábyrgðar. Gagnrýni eins og hann sjálfur hefði sett fram væri eina raunverulega aðhaldið. Núna bæðu dómarar hins vegar um vernd fyrir því, að eina aðhaldið væri þaggað niður.Baldur Guðlaugsson (t.v.) í útgáfuhófi fyrir bók Jóns Steinars í fyrra. Hæstiréttur dæmdi hann í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik í hruninu árið 2011.Vísir/Anton BrinkJón Steinar verði að bera ábyrgð á eigin vali Vilhjálmur, verjandi Benedikts, tók undir að skoðanir Jóns Steinar sem hann lýsti í bókinni ættu að ákveðnu marki erindi við almenning og að hann gerði ekki athugasemdir við rök hans. Jóni Steinari hafi verið fullfrjálst að rita bókina og halda skoðunum sínum á lofti. Tjáningarfrelsinu fylgdi hins vegar sú skylda að með því væri ekki brotið gegn réttindum annarra. Jón Steinar og lögmaður hans hafi lagt fram skýringar á merkingu orðsins dómsmorð. Þær hafi hins vegar ekki komið fram í bókinni heldur tiltekin skilgreining sem Jón Steinar hafi valið að kynna lesendum og tengja við dóminn yfir Baldri. „Hefði skilgreiningin ekki verið í bókinni stæðum við hugsanlega ekki hér í dag,“ sagði Vilhjálmur. Jón Steinar hafi hins vegar kosið þá skilgreiningu af fúsum og frjálsum vilja og hann yrði að bera ábyrgð á því fyrir lögum. Ýjaði Vilhjálmur að því að Jóni Steinari hafi fundist lögfræðilegar athugasemdir sínar ekki hljóta nægilega mikla athygli og því hafi hann ákveðið að gefa í og fara inn á brautir sem ekki væru varðar með tjáningarfrelsinu. Þannig hafi ummælin um dómsmorð mögulega verið sett fram til að vekja athygli, hugsanlega af fjárhagslegum hvötum til að selja bókina. Tengdar fréttir Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02 Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni. 13. febrúar 2018 15:52 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tekist var á um hvort að ásökun Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, um að fyrrverandi starfssystkini hans hafi framið dómsmorð á vini hans hafi verið gildisdómur eða ærumeiðandi staðhæfing um refsiverða háttsemi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Benedikt Bogason, hæstaréttardómari, stefndi Jóni Steinari fyrir ummæli í bók þess síðarnefnda sem kom út í fyrra. Hann telur að fullyrðingar Jóns Steinars í bókinni um að dómarar við Hæstarétt, þar á meðal hann sjálfur, hafi framið dómsmorð á Baldri Guðlaugssyni, vini Jóns Steinars til fjölda ára, hafi verið ærumeiðandi. Stefnan var tekin fyrir í gær en Benedikt var ekki sjálfur viðstaddur málflutninginn. Lögmaður hans taldi fullyrðingar Jóns Steinars hafa beinst persónulega að Benedikt og að í þeim hafi falist staðhæfing um saknæmt athæfi. Hann krefst ómerkingar á fimm ummælum um dómsmorð og tveggja milljóna króna í bætur. Lögmaður Jóns Steinars lagði áherslu á að ekki mætti þagga niður í honum sem hæfasta gagnrýnanda íslensks dómskerfis. Sem slíkur nyti hann rýmra tjáningarfrelsis en flestir aðrir til að tjá sig um störf Hæstaréttar. „Benedikt Bogason hæstaréttardómari skiptir mig engu máli og hefur aldrei gert það. Dómsvaldið í landinu skiptir mig hins vegar máli,“ sagði Jón Steinar þegar hann ávarpaði réttinn.Enginn vafi um merkingu „dómsmorðs“ Forsaga málsins er sú að Hæstiréttur staðfesti sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Baldri, sem hafði verið ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins þegar efnahagshrunið dundi á, vegna innherjasvika árið 2011. Jón Steinar var þá hæstaréttardómari sjálfur en lét af störfum ári síðar. Jón Steinar fjallaði um mál Baldurs í bók sinni „Með lognið í fanginu“ sem kom út í fyrra og fullyrti að hæstaréttardómararnir hefðu fellt dóm sem þeir vissu eða hlytu að hafa vitað að stæðist ekki hlutlausa dómaframkvæmd. Sagði hann dóminn yfir Baldri falla vel að skilgreiningunni á dómsmorði. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Benedikts, hafnaði rökum Jóns Steinars að gagnrýni hans hafi ekki beinst að Benedikt persónulega heldur að Hæstarétti sem stofnun. Í kafla bókarinnar þar sem fjallað væri um dóminn yfir Baldri væri fjallað um dómarana sjálfa og Benedikt nafngreindur sérstaklega. Einnig vísaði Vilhjálmur á bug skýringum Jóns Steinars og Gests Jónssonar, lögmanns hans, á hvaða skilning ætti að leggja í hugtakið „dómsmorð“. Jón Steinar hafi sjálfur skilgreint hugtakið í bókinni og þar með hvernig lesendur bókarinnar ættu að skilja það. Samkvæmt skilgreiningu norsks lögmanns sem Jón Steinar vitnaði til í bókinni felur dómsmorð í sér að lögmál um vandaðan málarekstur sé brotinn til að komast megi að rangri niðurstöðu. Verknaðurinn leiði til óverðskuldaðrar refsingar saklauss manns. Jón Steinar skrifaði að sú lýsing ætti vel við um dóminn yfir Baldri. „Það leikur því enginn vafi á því hvernig ber að skilja þetta hugtak,“ sagði Vilhjálmur.Vilhjálmur, lögmaður Benedikts, ýjaði að því að Jón Steinar hafi gripið til gífuryrða í bók sinni þar sem honum hafi fundist lögfræðileg gagnrýni sín ekki fá nægilega mikla athygli.Vísir/VilhelmTilgangurinn að koma höggi á Benedikt Vilhjálmur taldi að í þessari orðnotkun fælist ásökun um refsiverða háttsemi af hálfu Benedikts sem engar sönnur hefðu verið færðar á að ættu við rök að styðjast. Jón Steinar hafi sakað hann um að komast að rangri niðurstöðu og dæmt saklausan mann í fangelsi af ásetningi. Átaldi hann Jón Steinar fyrir að láta þess ekki getið að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ekki tekið mál Baldurs til efnismeðferðar þegar hann reyndi að skjóta því þangað. „Það sýnir að tilgangurinn með skrifunum var fyrst og fremst að koma höggi á stefnandann en ekki að fjalla með hlutlægum og fræðilegum hætti um málið,“ sagði Vilhjálmur. Gagnrýndi Vilhjálmur einnig að Jón Steinar hafi gefið bók sína út á ensku með sömu eða svipuðum ærumeiðingum og í íslensku útgáfunum eftir að honum hafði verið stefnt. „Brotaásetningurinn verður varla mikið meiri, virðulegur dómur,“ sagði lögmaður Benedikts. Ekki að skrifa um Benedikt heldur Hæstarétt sem stofnun Rauði þráðurinn í vörn Gests fyrir hönd Jóns Steinars var að rökstutt mat hans á dómnum yfir Baldri hafi verið gildisdómur en ekki staðhæfing um staðreynd og að Jón Steinar væri einstaklega hæfur til þess að gagnrýna dómskerfið í krafti reynslu sinnar og þekkingar. Varaði Gestur við því að þagga niður í gagnrýni hans. Þannig lýsti lögmaðurinn skjólstæðingi sínum þannig að enginn annar núlifandi Íslendingur hefði tjáð sig meira um dómsmál á opinberum vettvangi. Gagnrýni hans hafi almennt verið hvöss en alltaf studd lögfræðingum rökum. Jón Steinar hafi verið langkunnasti gagnrýnandi dómskerfisins eftir hrun. Hann búi yfir þekkingu og reynslu sem engir eða fáir aðrir hafi. Gagnrýni Jóns Steinars á dóminn yfir Baldri hafi verið 23 blaðsíður af lögfræðilegum rökstuðningi. Því fari fjarri að um upphrópanir eða sleggjudóma hafi verið að ræða. Gagnrýnin hafi ekki beinst að Benedikt persónulega sem hafi aðeins verið nafngreindur í lok kaflans þegar nefnt var hverjir skipuðu meirihluta Hæstaréttar sem sakfelldi Baldur. „Það er ekki verið að skrifa um persónuna Benedikt Bogason heldur stofnunina sem á í hlut, sjálfan Hæstarétt Íslands,“ sagði Gestur. Gestur fullyrti að ljóst væri að orð Jóns Steinars um dómsmorð hefðu verið í samræmi við almenna lögfræðilega notkun á orðinu á Íslandi og erlendis. Ummælin hafi falið í sér gildisdóm sem ekki þurfi sönnunar við. Jón Steinar hafi hvergi sakað Benedikt um refsiverða háttsemi.Gestur (t.v.) og Jón Steinar (t.h.) hafa báðir verið gagnrýnir á meðferð íslenskra dómstóla á málum sem tengjast efnahagshruninu.Vísir/VilhelmKælingaráhrif á gagnrýni á dómstóla Þá sagði Gestur að engu máli skipti hvort að Jón Steinar og Baldur hafi verið vinir. Málið hafi snúist um grundvallarreglur sakamálalöggjafar. Jón Steinar hafi rökstutt ítarlega hvers vegna hann taldi dóminn hafa verið réttarmorð yfir Baldri og að sú gagnrýni hafi átt erindi við almenning þar sem hún hafi verið sett fram með málefnalegum hætti. Vilhjálmur hafði í sinni ræðu rifjað upp að Jón Steinar hafði sem hæstaréttardómari reynt að hafa áhrif á aðra dómara við réttinn sem fjölluðu um mál Baldurs þrátt fyrir að hann hafi verið vanhæfur til þess sjálfur. Gestur sagði að þau samskipti hefðu enga þýðingu fyrir meiðyrðamál Benedikts gegn Jóni Steinari og sagði tilgang Vilhjálms með því að draga þau inn í málið þann einan að sverta persónu skjólstæðings síns. Jón Steinar hafi sérstaklega rúmt tjáningarfrelsi um störf Hæstaréttar, ekki síst eftir efnahagshrunið. Hann hafi varað við því að dómarar létu þrýsting samfélagsins um sakfellingar hafa áhrif á sig. Þörf væri á mikilli þekkingu á lögum til að setja fram málefnalega gagnrýni á störf Hæstaréttar. Því mætti ekki binda hendur þeirra fáu sem hefðu getu og þekkingu til að setja fram slíka gagnrýni. Varaði Gestur við því að stefna hæstaréttardómara gegn þekktum gagnrýnanda í hrunsmálum væri til þess fallin að hafa kælingaráhrif á gagnrýna umfjöllun um störf dómstóla. Frjáls tjáning um verklag dómara væri eina raunverulega aðhaldið með þeim þar sem dómarar séu skipaðir ótímabundið og ekki séð hefði fyrir því að draga þá til ábyrgðar fyrir mistökum í starfi. Gerði Gestur að því skóna að erfitt væri að tryggja skjólstæðingi sínum réttláta málsmeðferð þegar niðurstöður dómsmálsins væri háð endurskoðunarvaldi stefnandans Benedikts. Gagnrýndi hann einnig skaðabótakröfu Benedikts sem væri algerlega úr takti við réttarþróun í tjáningarfrelsismálum. Benti hann á að krafa Benedikts væri um tífalt hærri en í öðrum meiðyrðamálum og mun hærri en bætur sem fórnarlömbum í alvarlegum nauðgunarmálum væru dæmdar.Benedikt Bogason hæstaréttardómari var ekki viðstaddur málflutninginn í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.Vísir/ValliSegir dómara vilja þagga niður í aðhaldinu Jón Steinar lagði ekki fram aðilaskýrslu í málinu nema varðandi tilraunir hans til að hafa áhrif á dómara í Hæstarétti í máli Baldurs. Eftir málflutning lögmannanna óskaði hann hins vegar eftir því að fá á að kveða sér hljóðs. Sagðist hann hafa ákveðið að hætta sem hæstaréttardómari á sínum tíma til að endurheimta málfrelsi sitt og geta fjallað um starfsemi réttarins með gagnrýnum hætti. Hann væri tilbúinn að draga til baka og jafnvel biðjast afsökunar á því sem hann hefði sagt ef einhver gæti sýnt fram á að það stæðist ekki. Rifjaði hann upp mál Baldurs og fullyrti að hann hefði verið dæmdur fyrir annað en hann var ákærður fyrir. Ekki hefði verið hægt að kalla það gáleysi dómaranna. Augljóst væri að notkun hans á orðinu dómsmorð hefði verið réttlætanleg. Ræddi hann einnig um mikilvægi aðhalds með gjörðum dómara sem þyrftu annars aldrei að svara til neinnar ábyrgðar. Gagnrýni eins og hann sjálfur hefði sett fram væri eina raunverulega aðhaldið. Núna bæðu dómarar hins vegar um vernd fyrir því, að eina aðhaldið væri þaggað niður.Baldur Guðlaugsson (t.v.) í útgáfuhófi fyrir bók Jóns Steinars í fyrra. Hæstiréttur dæmdi hann í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik í hruninu árið 2011.Vísir/Anton BrinkJón Steinar verði að bera ábyrgð á eigin vali Vilhjálmur, verjandi Benedikts, tók undir að skoðanir Jóns Steinar sem hann lýsti í bókinni ættu að ákveðnu marki erindi við almenning og að hann gerði ekki athugasemdir við rök hans. Jóni Steinari hafi verið fullfrjálst að rita bókina og halda skoðunum sínum á lofti. Tjáningarfrelsinu fylgdi hins vegar sú skylda að með því væri ekki brotið gegn réttindum annarra. Jón Steinar og lögmaður hans hafi lagt fram skýringar á merkingu orðsins dómsmorð. Þær hafi hins vegar ekki komið fram í bókinni heldur tiltekin skilgreining sem Jón Steinar hafi valið að kynna lesendum og tengja við dóminn yfir Baldri. „Hefði skilgreiningin ekki verið í bókinni stæðum við hugsanlega ekki hér í dag,“ sagði Vilhjálmur. Jón Steinar hafi hins vegar kosið þá skilgreiningu af fúsum og frjálsum vilja og hann yrði að bera ábyrgð á því fyrir lögum. Ýjaði Vilhjálmur að því að Jóni Steinari hafi fundist lögfræðilegar athugasemdir sínar ekki hljóta nægilega mikla athygli og því hafi hann ákveðið að gefa í og fara inn á brautir sem ekki væru varðar með tjáningarfrelsinu. Þannig hafi ummælin um dómsmorð mögulega verið sett fram til að vekja athygli, hugsanlega af fjárhagslegum hvötum til að selja bókina.
Tengdar fréttir Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02 Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni. 13. febrúar 2018 15:52 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02
Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08
Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni. 13. febrúar 2018 15:52
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30