Erlent

Andlát vegna veirunnar orðin 200.000 talsins

Andri Eysteinsson skrifar
Frá rannsóknarstofu í Brasilíu.
Frá rannsóknarstofu í Brasilíu. EPA/Sebastiao Moreira

Dauðsföll af völdum kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum er nú orðin yfir 200.000 talsins samkvæmt nýjum tölum sem Johns Hopkins háskólinn í Baltimore hefur tekið saman.

Alls hafa um 2,8 milljónir manna greinst með veiruna síðan að faraldurinn hófst í lok síðasta árs. Flest staðfest tilfelli er að finna í Bandaríkjunum en þar hafa tæp 925 þúsund smit greinst í fólki. Þar á eftir koma Evrópuþjóðirnar Spánn (223 þúsund), Ítalía (195 þúsund) og Frakkland 159 þúsund).

Flest dauðsföll hafa einnig orðið í Bandaríkjunum, alls 52,782 þar hefur New York borg orðið verst úti en yfir 16.000 borgarbúa hafa látist af völdum veirunnar. Að Bandaríkjunum undanskildum hafa flestir látist á Ítalíu, (26 þúsund) á Spáni (23 þúsund) og í Frakklandi (22 þúsund).

Hér á landi hafa alls 1790 smitast af kórónuveirunni og tíu hafa látist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×