Erlent

"Við öskruðum og báðum til Guðs að bjarga lífi okkar "

Bonnie Kate var stödd í kvikmyndahúsinu í Aurora þegar James Holmes hóf skothríð með þeim afleiðingum að 12 létu lífið og fimmtíu og átta særðust, þar af sjö alvarlega.
Bonnie Kate var stödd í kvikmyndahúsinu í Aurora þegar James Holmes hóf skothríð með þeim afleiðingum að 12 létu lífið og fimmtíu og átta særðust, þar af sjö alvarlega. mynd/stöð 2
Einn þeirra sem komst lífs af í skotárásinni í Aurora í Colorado í síðustu viku segist hafa lagst á bæn þegar vígamaðurinn James Holmes hóf skothríð í kvikmyndahúsinu.

Bonnie Kate var stödd í kvikmyndahúsinu í Aurora þegar James Holmes hóf skothríð með þeim afleiðingum að 12 létu lífið og fimmtíu og átta særðust, þar af sjö alvarlega.

Bonnie særðist í skotárásinni en er nú á batavegi.

„Við hnipruðum okkur saman bak við sæti, héldumst í hendur og báðum: "Drottinn, verndaðu okkur. Bjargaðu okkur." Svo fann ég fyrir miklu höggi á annan fótlegginn á mér þegar við földum okkur bak við sætin. Ég greip ég í Elizabeth og ríghélt mér í hana. Við öskruðum og báðum til Guðs að bjarga lífi okkar og hann gerði það. Ég er enn hér. Ég get hreyft tærnar og held fætinum," segir Bonnie.

Gordon Cowden, fimmtíu og eins árs, fjölskyldufaðir var einn þeirra sem lét lífið í árásinni en hann var borinn til grafar í dag.

„Þetta var frábær athöfn. Minningu hans var haldið á lofti. Þetta var erfitt en gott," segir Anna Skarbowski, fjölskylduvinur.

Barack Obama bandaríkjaforseti, minntist fórnarlambanna í ræðu sem hann hélt í New Orleans í gær.

„Við finnum til sorgar þegar við hugsum til fórnarlambanna í fjöldamorðunum í Aurora. Við biðjum fyrir þeim sem féllu og við biðjum fyrir ástvinum þeirra. Við biðjum fyrir þeim sem eru að ná sér aftur, hugrakkir og með von í hjarta. Við biðjum einnig fyrir þeim sem falla í valinn í ofbeldisaðgerðum sem þjaka samfélög okkar í fjölmörgum borgum víðs vegar um landið daglega," sagði Obama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×