Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 44,44 prósent í einum viðskiptum upp á rúmar fjögur hundruð krónur í Kauphöllinni í dag og stendur það nú í hálfri krónu á hlut. Þá féll gengi bréfa í Bakkavör um 4,35 prósent og Össuri um 3,84 prósent. Gengi bréfa í Færeyjabanka lækkaði um eitt prósent og í Icelandair Group um 0,86 prósent.
Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Straumi um 3,43 prósent eftir nærri tuttugu prósenta fall í gær. Sömuleiðis hækkaði gengi bréfa Marel Food Systems um 2,5 prósent og Century Aluminum um 11,63 prósent.
Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 0,8 prósent og endaði í 273 stigum en nýja vísitalan lækkaði um 0,29 prósent og endaði í 797 stigum. Vísitölurnar hafa aldrei verið lægri.