Fótbolti

Atletico marði Girona og Piatek hættir ekki að skora á Ítalíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Piatek fagnar marki sínu í kvöld.
Piatek fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty
Það var fyrirliðinn Diego Godin sem tryggði Atletico Madrid 1-0 sigur á Girona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Það tók Madrídinga langan tíma að brjóta niður varnarmúr gestana en sigurmarkið skoraði Godin með skalla eftir hornspyrnu stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Atletico er í öðru sætinu, nú með 62 stig, en Barcelona er á toppnum með 69 stig. Real Madrid er í þriðja sætinu með 57 stig en bæði Real og Barcelona eiga leik til góða.

AC Milan og Udinese gerðu 1-1 jafntefli í ítalska boltanum. Krzysztof Piatek heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Milan og skoraði hann sjöunda deildarmark sitt er hann kom Milan yfir á 44. mínútu.

Það var svo maðurinn með flotta nafnið, Kevin Lasagna, sem jafnaði metin fyrir Udinese á 65. mínútu. Milan er í fjórða sætinu með 52 stig, fjórum stigum á undan Lazio, en Udinese er í fimmtánda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×