Actavis segir upp 33 starfsmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2019 16:46 Höfuðstöðvar Actavis í Hafnarfirði. Þrjátíu og þremur starfsmönnum Actavis verður sagt upp á næstu mánuðum. Fyrstu uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin en öðrum verður dreift yfir árið. Starfsmönnum var greint frá þessum fyrirætlunum í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Actavis á Íslandi, Sigfúsar Arnar Guðmundssonar, má rekja uppsagnirnar til skipulagsbreytinga hjá móðurfélagi Actavis, ísraelska samheitalyfjafyrirtækisins Teva. Alls munu 11 starfsmenn á þróunarsviði Actavis missa vinnuna og taka uppsagnir þeirra gildi þann 1. maí næstkomandi. Hinar uppsagnirnar 22, sem eru á skráningarsviði fyrirtækisins, dreifast hins vegar yfir árið að sögn Sigfúsar. Hann segir að Teva hafi ráðist í margvíslegar breytingar á starfsemi sinni á undanförnum árum, til að mynda með sameiningum skrifstofa og annars konar hagræðingaraðgerðum. Vísir greindi þannig frá því í lok árs 2017 að Teva hefði í hyggju að segja upp um 14 þúsund manns, næstum fjórðungi starfsmanna sinna. Aðgerðunum var ætlað að rétta slæman rekstur félagsins af. Skuldabyrði Teva, sem er stærsti seljandi samheitalyfja í heiminum, hafði þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis, og þar með lyfjasölufyrirtækisins Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Rúmt ár er síðan að Teva lagði niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. Við það misstu 30 manns vinnuna. Lyf Vinnumarkaður Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Kaupa lyfjaverksmiðju Actavis á Íslandi Kaup Coripharma og hóps fjárfesta á lyfjafyrirtækinu Actavis í Hafnarfirði og húsnæði þess við Reykjavíkurveg 76 voru undirrituð í gær. 1. júní 2018 05:55 Um þrjátíu missa störf sín hjá Actavis Starfsfólki Actavis hér á landi var tilkynnt í gær að Teva, móðurfélag Actavis, ætlar að leggja niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. 9. mars 2018 16:13 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þrjátíu og þremur starfsmönnum Actavis verður sagt upp á næstu mánuðum. Fyrstu uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin en öðrum verður dreift yfir árið. Starfsmönnum var greint frá þessum fyrirætlunum í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Actavis á Íslandi, Sigfúsar Arnar Guðmundssonar, má rekja uppsagnirnar til skipulagsbreytinga hjá móðurfélagi Actavis, ísraelska samheitalyfjafyrirtækisins Teva. Alls munu 11 starfsmenn á þróunarsviði Actavis missa vinnuna og taka uppsagnir þeirra gildi þann 1. maí næstkomandi. Hinar uppsagnirnar 22, sem eru á skráningarsviði fyrirtækisins, dreifast hins vegar yfir árið að sögn Sigfúsar. Hann segir að Teva hafi ráðist í margvíslegar breytingar á starfsemi sinni á undanförnum árum, til að mynda með sameiningum skrifstofa og annars konar hagræðingaraðgerðum. Vísir greindi þannig frá því í lok árs 2017 að Teva hefði í hyggju að segja upp um 14 þúsund manns, næstum fjórðungi starfsmanna sinna. Aðgerðunum var ætlað að rétta slæman rekstur félagsins af. Skuldabyrði Teva, sem er stærsti seljandi samheitalyfja í heiminum, hafði þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis, og þar með lyfjasölufyrirtækisins Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Rúmt ár er síðan að Teva lagði niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. Við það misstu 30 manns vinnuna.
Lyf Vinnumarkaður Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Kaupa lyfjaverksmiðju Actavis á Íslandi Kaup Coripharma og hóps fjárfesta á lyfjafyrirtækinu Actavis í Hafnarfirði og húsnæði þess við Reykjavíkurveg 76 voru undirrituð í gær. 1. júní 2018 05:55 Um þrjátíu missa störf sín hjá Actavis Starfsfólki Actavis hér á landi var tilkynnt í gær að Teva, móðurfélag Actavis, ætlar að leggja niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. 9. mars 2018 16:13 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33
Kaupa lyfjaverksmiðju Actavis á Íslandi Kaup Coripharma og hóps fjárfesta á lyfjafyrirtækinu Actavis í Hafnarfirði og húsnæði þess við Reykjavíkurveg 76 voru undirrituð í gær. 1. júní 2018 05:55
Um þrjátíu missa störf sín hjá Actavis Starfsfólki Actavis hér á landi var tilkynnt í gær að Teva, móðurfélag Actavis, ætlar að leggja niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. 9. mars 2018 16:13