Rússneskir rannsakendur komnir á slysstað Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2015 14:01 Forsætisráðherra Egyptalands, Sherif Ismail, kannar hér aðstæður á slysstaðnum í Hassan. vísir/ap Lík þeirra sem létust þegar farþegaþota sem stefndi á St. Pétursborg hrapaði skömmu eftir flugtak frá sumarleyfisstað í Egyptalandi í gær verða flutt til Rússlands á næstunni. Rússneskir rannsakendur komu á slysstaðinn á Sínaí-skaga í dag. Af þeim 224 sem voru um borði í Metrojet Airbus A321-200 vélinni hefur líkum 163 þeirra verið flogið til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, þar sem þeim hefur verið komið fyrir í líkhúsi. Að sögn egypskra stjórnvalda munu flutningar á líkunum áfram til Rússlands hefjast seinni partinn í dag.Sjá einnig: Allir farþegar vélarinnar létu lífið Þrír ráðherrar rússnesku ríkisstjórnarinnar hafa ferðast um slysstaðinn í dag og munu þeir einnig yfirfara gögn úr svarta kassa vélarinnar, sem og að hlýða á upptökur úr flugstjórnarklefanum.Hér að neðan má sjá umfjöllun ABC fréttastofunnar um slysið og ástandið á flugvellinum í St. Pétursborg þangað sem för vélarinnar var heitið.„Búið er að ná flugritanum úr vélinni og greining er hafin á því hvað gerðist og hvað leiddi til hrapsins,“ sagði Mohammed Abdel-Rahman hjá egypsku flugmálastofnuninni í samtali við ABC. „Öll umræða fram að því eru getgátur“ Allir farþegar vélarinnar létust er hún brotlenti á Sínaí-skaga. Af farþegum vélarinnar voru 214 þeirra frá Rússlandi og þrír frá Úkraínu.Sjá einnig: Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnarBrak úr vélinni hefur fundist, en hún hvarf af ratsjám í 9.500 metra hæð, 23 mínútum eftir flugtak. Um var að ræða A-321 Aribus flugvél frá flugfélaginu Kogalymavia, eða Metrojet. Slysið er það mannskæðasta í sögu Rússlands, sem og Sovétríkjanna og hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands vegna hrapsins. Fjölmörg flugfélög hafa hætt að fljúga yfir Sínaí-skaga, þeirra á meðal Emirates, Lufthansa og Air France, meðan á rannsókn málsins stendur. Að sögn fyrrum eiginkonu annars flugmannanna hafði hann rætt opinskátt við dóttur sína um áhyggjurnar sem hann hefði af öryggisbúnaði vélarinnar sem hrapaði. „Hann kvartaði aftur, fyrir flugið, yfir „tæknilegu ástandi“ vélarinnar sem hann hefði viljað að væri í betra horfi,“ sagði Natalya Trukhacev í samtali við rússneska fjölmiðla. Tengdar fréttir Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Sjá meira
Lík þeirra sem létust þegar farþegaþota sem stefndi á St. Pétursborg hrapaði skömmu eftir flugtak frá sumarleyfisstað í Egyptalandi í gær verða flutt til Rússlands á næstunni. Rússneskir rannsakendur komu á slysstaðinn á Sínaí-skaga í dag. Af þeim 224 sem voru um borði í Metrojet Airbus A321-200 vélinni hefur líkum 163 þeirra verið flogið til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, þar sem þeim hefur verið komið fyrir í líkhúsi. Að sögn egypskra stjórnvalda munu flutningar á líkunum áfram til Rússlands hefjast seinni partinn í dag.Sjá einnig: Allir farþegar vélarinnar létu lífið Þrír ráðherrar rússnesku ríkisstjórnarinnar hafa ferðast um slysstaðinn í dag og munu þeir einnig yfirfara gögn úr svarta kassa vélarinnar, sem og að hlýða á upptökur úr flugstjórnarklefanum.Hér að neðan má sjá umfjöllun ABC fréttastofunnar um slysið og ástandið á flugvellinum í St. Pétursborg þangað sem för vélarinnar var heitið.„Búið er að ná flugritanum úr vélinni og greining er hafin á því hvað gerðist og hvað leiddi til hrapsins,“ sagði Mohammed Abdel-Rahman hjá egypsku flugmálastofnuninni í samtali við ABC. „Öll umræða fram að því eru getgátur“ Allir farþegar vélarinnar létust er hún brotlenti á Sínaí-skaga. Af farþegum vélarinnar voru 214 þeirra frá Rússlandi og þrír frá Úkraínu.Sjá einnig: Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnarBrak úr vélinni hefur fundist, en hún hvarf af ratsjám í 9.500 metra hæð, 23 mínútum eftir flugtak. Um var að ræða A-321 Aribus flugvél frá flugfélaginu Kogalymavia, eða Metrojet. Slysið er það mannskæðasta í sögu Rússlands, sem og Sovétríkjanna og hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands vegna hrapsins. Fjölmörg flugfélög hafa hætt að fljúga yfir Sínaí-skaga, þeirra á meðal Emirates, Lufthansa og Air France, meðan á rannsókn málsins stendur. Að sögn fyrrum eiginkonu annars flugmannanna hafði hann rætt opinskátt við dóttur sína um áhyggjurnar sem hann hefði af öryggisbúnaði vélarinnar sem hrapaði. „Hann kvartaði aftur, fyrir flugið, yfir „tæknilegu ástandi“ vélarinnar sem hann hefði viljað að væri í betra horfi,“ sagði Natalya Trukhacev í samtali við rússneska fjölmiðla.
Tengdar fréttir Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Sjá meira
Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22
Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46