Rússneskir rannsakendur komnir á slysstað Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2015 14:01 Forsætisráðherra Egyptalands, Sherif Ismail, kannar hér aðstæður á slysstaðnum í Hassan. vísir/ap Lík þeirra sem létust þegar farþegaþota sem stefndi á St. Pétursborg hrapaði skömmu eftir flugtak frá sumarleyfisstað í Egyptalandi í gær verða flutt til Rússlands á næstunni. Rússneskir rannsakendur komu á slysstaðinn á Sínaí-skaga í dag. Af þeim 224 sem voru um borði í Metrojet Airbus A321-200 vélinni hefur líkum 163 þeirra verið flogið til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, þar sem þeim hefur verið komið fyrir í líkhúsi. Að sögn egypskra stjórnvalda munu flutningar á líkunum áfram til Rússlands hefjast seinni partinn í dag.Sjá einnig: Allir farþegar vélarinnar létu lífið Þrír ráðherrar rússnesku ríkisstjórnarinnar hafa ferðast um slysstaðinn í dag og munu þeir einnig yfirfara gögn úr svarta kassa vélarinnar, sem og að hlýða á upptökur úr flugstjórnarklefanum.Hér að neðan má sjá umfjöllun ABC fréttastofunnar um slysið og ástandið á flugvellinum í St. Pétursborg þangað sem för vélarinnar var heitið.„Búið er að ná flugritanum úr vélinni og greining er hafin á því hvað gerðist og hvað leiddi til hrapsins,“ sagði Mohammed Abdel-Rahman hjá egypsku flugmálastofnuninni í samtali við ABC. „Öll umræða fram að því eru getgátur“ Allir farþegar vélarinnar létust er hún brotlenti á Sínaí-skaga. Af farþegum vélarinnar voru 214 þeirra frá Rússlandi og þrír frá Úkraínu.Sjá einnig: Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnarBrak úr vélinni hefur fundist, en hún hvarf af ratsjám í 9.500 metra hæð, 23 mínútum eftir flugtak. Um var að ræða A-321 Aribus flugvél frá flugfélaginu Kogalymavia, eða Metrojet. Slysið er það mannskæðasta í sögu Rússlands, sem og Sovétríkjanna og hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands vegna hrapsins. Fjölmörg flugfélög hafa hætt að fljúga yfir Sínaí-skaga, þeirra á meðal Emirates, Lufthansa og Air France, meðan á rannsókn málsins stendur. Að sögn fyrrum eiginkonu annars flugmannanna hafði hann rætt opinskátt við dóttur sína um áhyggjurnar sem hann hefði af öryggisbúnaði vélarinnar sem hrapaði. „Hann kvartaði aftur, fyrir flugið, yfir „tæknilegu ástandi“ vélarinnar sem hann hefði viljað að væri í betra horfi,“ sagði Natalya Trukhacev í samtali við rússneska fjölmiðla. Tengdar fréttir Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Lík þeirra sem létust þegar farþegaþota sem stefndi á St. Pétursborg hrapaði skömmu eftir flugtak frá sumarleyfisstað í Egyptalandi í gær verða flutt til Rússlands á næstunni. Rússneskir rannsakendur komu á slysstaðinn á Sínaí-skaga í dag. Af þeim 224 sem voru um borði í Metrojet Airbus A321-200 vélinni hefur líkum 163 þeirra verið flogið til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, þar sem þeim hefur verið komið fyrir í líkhúsi. Að sögn egypskra stjórnvalda munu flutningar á líkunum áfram til Rússlands hefjast seinni partinn í dag.Sjá einnig: Allir farþegar vélarinnar létu lífið Þrír ráðherrar rússnesku ríkisstjórnarinnar hafa ferðast um slysstaðinn í dag og munu þeir einnig yfirfara gögn úr svarta kassa vélarinnar, sem og að hlýða á upptökur úr flugstjórnarklefanum.Hér að neðan má sjá umfjöllun ABC fréttastofunnar um slysið og ástandið á flugvellinum í St. Pétursborg þangað sem för vélarinnar var heitið.„Búið er að ná flugritanum úr vélinni og greining er hafin á því hvað gerðist og hvað leiddi til hrapsins,“ sagði Mohammed Abdel-Rahman hjá egypsku flugmálastofnuninni í samtali við ABC. „Öll umræða fram að því eru getgátur“ Allir farþegar vélarinnar létust er hún brotlenti á Sínaí-skaga. Af farþegum vélarinnar voru 214 þeirra frá Rússlandi og þrír frá Úkraínu.Sjá einnig: Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnarBrak úr vélinni hefur fundist, en hún hvarf af ratsjám í 9.500 metra hæð, 23 mínútum eftir flugtak. Um var að ræða A-321 Aribus flugvél frá flugfélaginu Kogalymavia, eða Metrojet. Slysið er það mannskæðasta í sögu Rússlands, sem og Sovétríkjanna og hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands vegna hrapsins. Fjölmörg flugfélög hafa hætt að fljúga yfir Sínaí-skaga, þeirra á meðal Emirates, Lufthansa og Air France, meðan á rannsókn málsins stendur. Að sögn fyrrum eiginkonu annars flugmannanna hafði hann rætt opinskátt við dóttur sína um áhyggjurnar sem hann hefði af öryggisbúnaði vélarinnar sem hrapaði. „Hann kvartaði aftur, fyrir flugið, yfir „tæknilegu ástandi“ vélarinnar sem hann hefði viljað að væri í betra horfi,“ sagði Natalya Trukhacev í samtali við rússneska fjölmiðla.
Tengdar fréttir Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22
Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46