Erlent

Enn á ný gýs Turrialba

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þessi mynd var tekin þegar Turrialba gaus fyrr á þessu ári.
Þessi mynd var tekin þegar Turrialba gaus fyrr á þessu ári. vísir/afp
Eldfjallið Turrialba í Costa Rica byrjaði enn á ný að gjósa um helgina en þetta er í fjórða sinn á árinu sem eldsumbrot verða í fjallinu.

Þykkt öskuský steig til himins og nokkra kíló steinhnullungar úr fjallinu fundust í allt að fjögur hundruð metra  fjarlægð frá Turrialba sem stendur um fimmtíu kílómetra austan við höfuðborgina San Jose.

Að sögn þarlendra miðla hafa gosin í Turralba að undanförnu verið stutt en það sem hófst á föstudag stóð yfir í um tuttugu mínútur. Nánast stöðug virkni hefur verið í fjallinu undanfarin 5 ár.

Væringarnar sem nú standa yfir eru taldar hafa byrjað þann 10. október síðastliðinn og mörkuðust af töluverðri skjálftavirkni sem leiddi svo til öskugoss þann 16. sama mánaðar. Eldsumbrot hófust svo af alvöru þann 23. október og hafa staðið yfir með hléum allar götur síðan.

Stjórnvöld á eyjunni hafa lokað fyrir alla umferð ferðamanna í tveggja kílómetra radíus við fjallið. Einungis sérfræðingum frá jarðvísindastofnun landsins mega koma í námunda við það.

Hér að neðan má sjá myndband af öskugosi gærdagsins.

Volcán Turrialba

Posted by Camilo Chapman Icaza on Saturday, 31 October 2015

V.Turrialba. Aunque a simple vista no se observen, la presencia de balísticos (bombas, rocas) lanzadas en cada erupción, sì son observables con las imágenes de la cámara térmica. Estos balísticos salen a altas temperaturas y a grandes velocidades, pueden ser de muy pequeño tamaño, hasta de más de un kilo.

Posted by OVSICORI-UNA on Friday, 30 October 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×