„Bara fíflagangur í okkur félögunum“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 1. nóvember 2015 12:45 Áhugaljósmyndari gekk í gær fram á tvo fullorðna menn sem voru að henda sófasetti fram af Krísuvíkurbjargi. Svavar Þór Svavarsson og Magnús Ólafur Sigurðsson frá Grindavík, segja báðir að um fíflagang hafi verið að ræða. „Þeir komu keyrandi á gráum Land Cruiser og ég hélt fyrst að þeir væru að fara að taka myndir því þeir voru að taka þessi húsgögn úr bílnum. Mér datt það einna helst í hug. Svo heyri ég bara eitthvað dynk-hljóð og leit við aftur og þá sá ég að þeir voru að fleygja þessu þarna fram af,“ segir áhugaljósmyndarinn sem stóð tvo umhverfissóða að verki við Krísuvíkurbjarg á Reykjanesi í gærkvöldi.Sjá einnig: Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi„Þetta var nú svona „bara hafa gaman að þessu,“ held ég. Okkur langaði að sjá þetta niðri, þetta var aðallega það bara. Bara fíflaskapur,“ segir Magnús Ólafur Ólafsson, annar mannanna sem varð fyrir linsu ljósmyndarans. „Sumum finnst þetta fyndið en öðrum ekki. Ég er kannski í þessum hópi sem fannst þetta fyndið, ég veit það ekki,“ bætir hann við og segist sjá eftir tiltækinu. „Já, svona miðað við umræðuna.“ Í sama streng tekur félagi hans Svavar Þór Svavarsson, sem átti sófasettið sem þeir ákváðu að henda fram af bjarginu. „Við ákváðum bara að taka rúntinn þangað því okkur hefur alltaf langað til að henda svona niður. Þetta var bara gamall sófi sem var orðinn lúinn og þetta var bara fíflagangur í okkur félögunum.Ef þetta brennur svona mikið á vörum fólks þá biðjumst við bara innilega afsökunar á þessu ,“ segir Svavar skömmustulegur. Í samtali við Vísi sagði lögreglumaður á Suðurnesjum að við brotum sem þessum værum „lágmarkssektir“ upp á nokkur þúsund krónur. Ef menn væru staðnir af því að henda rusli væri þeim einnig gert að taka það upp eftir sig - sem í þessu tilviki gæti reynst fyrrnefndum umhverfissóðum þrautin þyngri. Viðtal við ljósmyndarann sem nappaði þá félaga Magnús og Svavar má lesa með því að smella hér og þá má hlusta á spjallið við þá félaga í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Áhugaljósmyndari gekk í gær fram á tvo fullorðna menn sem voru að henda sófasetti fram af Krísuvíkurbjargi. Svavar Þór Svavarsson og Magnús Ólafur Sigurðsson frá Grindavík, segja báðir að um fíflagang hafi verið að ræða. „Þeir komu keyrandi á gráum Land Cruiser og ég hélt fyrst að þeir væru að fara að taka myndir því þeir voru að taka þessi húsgögn úr bílnum. Mér datt það einna helst í hug. Svo heyri ég bara eitthvað dynk-hljóð og leit við aftur og þá sá ég að þeir voru að fleygja þessu þarna fram af,“ segir áhugaljósmyndarinn sem stóð tvo umhverfissóða að verki við Krísuvíkurbjarg á Reykjanesi í gærkvöldi.Sjá einnig: Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi„Þetta var nú svona „bara hafa gaman að þessu,“ held ég. Okkur langaði að sjá þetta niðri, þetta var aðallega það bara. Bara fíflaskapur,“ segir Magnús Ólafur Ólafsson, annar mannanna sem varð fyrir linsu ljósmyndarans. „Sumum finnst þetta fyndið en öðrum ekki. Ég er kannski í þessum hópi sem fannst þetta fyndið, ég veit það ekki,“ bætir hann við og segist sjá eftir tiltækinu. „Já, svona miðað við umræðuna.“ Í sama streng tekur félagi hans Svavar Þór Svavarsson, sem átti sófasettið sem þeir ákváðu að henda fram af bjarginu. „Við ákváðum bara að taka rúntinn þangað því okkur hefur alltaf langað til að henda svona niður. Þetta var bara gamall sófi sem var orðinn lúinn og þetta var bara fíflagangur í okkur félögunum.Ef þetta brennur svona mikið á vörum fólks þá biðjumst við bara innilega afsökunar á þessu ,“ segir Svavar skömmustulegur. Í samtali við Vísi sagði lögreglumaður á Suðurnesjum að við brotum sem þessum værum „lágmarkssektir“ upp á nokkur þúsund krónur. Ef menn væru staðnir af því að henda rusli væri þeim einnig gert að taka það upp eftir sig - sem í þessu tilviki gæti reynst fyrrnefndum umhverfissóðum þrautin þyngri. Viðtal við ljósmyndarann sem nappaði þá félaga Magnús og Svavar má lesa með því að smella hér og þá má hlusta á spjallið við þá félaga í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14