Lærðu að gera kattaraugu eins og Kate 9. desember 2010 17:00 Kate með kisuaugun. Kate Moss er fyrirmynd margra í klæðnaði og förðun. Hún skartar oftar en ekki svokölluðum kisuaugum. Svanhvít Valgeirsdóttir, yfirkennari hjá Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar, sýnir hvernig mála má slík augu með auðveldum hætti. „Svona kisuaugu, eða „smoky longeye" eins og þetta er líka kallað er mikið í tísku núna og er reyndar mjög klassísk augnförðun," segir Svanhvít og bætir við að allir geti lært að mála sig með þessum hætti. „Enda er þetta auðveldasta augnmálningin til að læra," segir hún. Svanhvít segir kattaraugun klæða alla og að „smoky longeye" séu sérstaklega flott þegar við hátíðleg tilefni. „Þau henta líka vel konum með þyngri augnlok sem oft er erfitt að skyggja fallega," segir hún og tekur fyrirsætuna Claudiu Schiffer sem dæmi. Svanhvít notaði vörur frá No Name sem hún heldur mikið upp á, sérstaklega augngel og augnabrúnatúss, enda segir hún miklu máli skipta að augabrúnirnar séu vel mótaðar. „Þá er einnig mikilvægt að muna að þegar augnmálningin er svona áberandi ætti að mála varirnar með ljósari varalit," segir hún að lokum. solveig@frettabladid.is Upphaf. Gott er að nota þrjá bursta við þessa förðun. Mjúkan bursta til að blanda, aðeins flatari og harðari til að bera á, og svo einn fyrir eyeliner-línuna.Ég byrjaði á því að setja ljósdrappaðan augnskugga undir augabrúnirnar, niður að augnbeini.Síðan setti ég dökkan augnskugga á allt augnlokið og aðeins undir augun. Þá dreifði ég honum svolítið út til að ná þessari kattarlögun.Ég setti síðan krem-eyeliner í kringum augað og dró hann líka út og blandaði honum síðan upp í dökka augnskuggann.Svo notaði ég svartan augnskugga til að gera þynnstu línuna kringum augun.Einnig er hægt að nota svartan púðurblýant eða blautan eyeliner ef konur vilja hafa línuna mjög sterka. Svanhvít segir kattaraugu henta vel við sérstök tilefni.fréttablaðið/antonSvanhvít segir kattaraugu henta vel við sérstök tilefni.Að lokum eru tvær til þrjár umferðir af svörtum maskara bornar á augnhárin til að gera þau löng og þétt. Einnig er hægt að nota gerviaugnhár við sérstök tilefni. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Kate Moss er fyrirmynd margra í klæðnaði og förðun. Hún skartar oftar en ekki svokölluðum kisuaugum. Svanhvít Valgeirsdóttir, yfirkennari hjá Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar, sýnir hvernig mála má slík augu með auðveldum hætti. „Svona kisuaugu, eða „smoky longeye" eins og þetta er líka kallað er mikið í tísku núna og er reyndar mjög klassísk augnförðun," segir Svanhvít og bætir við að allir geti lært að mála sig með þessum hætti. „Enda er þetta auðveldasta augnmálningin til að læra," segir hún. Svanhvít segir kattaraugun klæða alla og að „smoky longeye" séu sérstaklega flott þegar við hátíðleg tilefni. „Þau henta líka vel konum með þyngri augnlok sem oft er erfitt að skyggja fallega," segir hún og tekur fyrirsætuna Claudiu Schiffer sem dæmi. Svanhvít notaði vörur frá No Name sem hún heldur mikið upp á, sérstaklega augngel og augnabrúnatúss, enda segir hún miklu máli skipta að augabrúnirnar séu vel mótaðar. „Þá er einnig mikilvægt að muna að þegar augnmálningin er svona áberandi ætti að mála varirnar með ljósari varalit," segir hún að lokum. solveig@frettabladid.is Upphaf. Gott er að nota þrjá bursta við þessa förðun. Mjúkan bursta til að blanda, aðeins flatari og harðari til að bera á, og svo einn fyrir eyeliner-línuna.Ég byrjaði á því að setja ljósdrappaðan augnskugga undir augabrúnirnar, niður að augnbeini.Síðan setti ég dökkan augnskugga á allt augnlokið og aðeins undir augun. Þá dreifði ég honum svolítið út til að ná þessari kattarlögun.Ég setti síðan krem-eyeliner í kringum augað og dró hann líka út og blandaði honum síðan upp í dökka augnskuggann.Svo notaði ég svartan augnskugga til að gera þynnstu línuna kringum augun.Einnig er hægt að nota svartan púðurblýant eða blautan eyeliner ef konur vilja hafa línuna mjög sterka. Svanhvít segir kattaraugu henta vel við sérstök tilefni.fréttablaðið/antonSvanhvít segir kattaraugu henta vel við sérstök tilefni.Að lokum eru tvær til þrjár umferðir af svörtum maskara bornar á augnhárin til að gera þau löng og þétt. Einnig er hægt að nota gerviaugnhár við sérstök tilefni.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira