Fótbolti

Real kláraði HM félagsliða þriðja árið í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Real fagnar marki í úrslitaleiknum.
Real fagnar marki í úrslitaleiknum. vísir/getty
Real Madrid er heimsmeistari félagsliða þriðja árið í röð eftir að liðið vann öruggan 4-1 sigur á Al-Ain í úrslitaleiknum.

Al-Ain komst nokkuð óvænt í úrslitin á heimavelli en leikið er í Abu Dhabi. Al-Ain kláraði Suður-Ameríkumeistarana í River Plate í undanúrslitunum.

Í raun var aldrei spurning hvoru meginn sigurinn myndi enda en Luka Modric, besti knattspyrnumaður heims, kom Real yfir á fjórtándu mínútu leiksins.

Á 60. mínútu var það Marcos Llorente sem kom Real í 2-0 og nítján mínútum síðar var það Sergio Ramos sem rak síðasta naglann í líkkistu Al-Ain.

Þeir náðu þó að minnka muninn fjórum mínútum fyrir leikslok er Tsukasa Shiotani minnkaði muninn í 3-1. Real svaraði því með marki í upphafi síðari hálfleiks en Yahia Nader skoraði þá í eigið mark.

Þetta er þriðja árið í röð sem Real vinnur þessa keppni og í fjórða skiptið á síðustu fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×