Veiðir við höfnina til að spara og slaka á Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. desember 2018 15:00 Muhammed að veiða sér í matinn og notar tímann til að slaka á og læra. „Ég er nú bara að elda mér þorsk,“ segir Muhammed Emin Kizilkaya, 24 ára gamall nemandi á meistarastigi í félagsfræði við Háskóla Íslands, þegar blaðamaður hefur samband. Það væri ekki í frásögur færandi fyrir utan þá staðreynd að þorskinn veiddi Muhammed sjálfur við höfn í Reykjavík. „Ég veiddi mikið í sumar og gekk frá í frysti. Ég á góðar birgðir af fiski í vetur. Ég fer bara með veiðistöngina mína, besti staðurinn er nærri Eimskip. Ég sé marga aðra veiða þar, mér finnst þetta líka ein besta slökun sem kostur er á,“ segir Muhammed frá. Hann steikir þorskinn á pönnu með sítrónu, salti, pipar og lauk. „Þetta er góður matur og fyrir manneskju í námi er þetta ágætis sparnaðarráð.“ Muhammed flutti til Íslands fyrir nokkrum árum frá Slagelse í Danmörku, bæ ekki fjarri Kaupmannahöfn. „Ég er fæddur í Danmörku. En móðir mín flutti þangað þriggja ára gömul. Við erum Kúrdar frá Tyrklandi. Mamma hefur plumað sig vel í Danmörku og er nú skólastjóri í Slagelse. Pabbi kom seinna til Danmerkur, eða eftir tvítugt. Það var miklu erfiðara fyrir hann að aðlagast. Hann var menntaður dýralæknir en námið og reynslan ekki metin í Danmörku. Hann þurfti því að taka gráðuna aftur í Danmörku á ókunnu tungumáli. Hverju einasta orði sem hann las þurfti hann að fletta upp í orðabók. Honum tókst þetta, það kostaði blóð, svita og tár. Pabbi átti seinna eftir að gefa mér ráð þegar ég flutti til Íslands. Að gefast ekki upp. Ég kunni ekki stakt orð í íslensku þegar ég fluttist hingað en lauk BS-gráðu á íslensku í félagsfræði,“ segir Muhammed léttur í sinni. Hann lærði mest í íslensku af aldraðri nágrannakonu sinni. „Ég átti dásamlegan nágranna sem kenndi mér mikið í íslensku. Hún er núna á Hrafnistu en ég geri ráð fyrir að heimsækja hana um jólin. Ég er múslimi og held ekki upp á jólin í desember eins og þið. Mér finnst jólahaldið hér notalegt og ég tek þátt í því með því að veita fólki liðsinni eða félagsskap sem er eitt síns liðs um jól.“ Hann hefur stundum orðið fyrir fordómum en kýs að líta hjá því. „Það er nú líklega vegna nafnsins. Fólk er tortryggið þegar það veit ekki mikið um menningu annarra. Ég lifi eftir þeim gildum að það sem skipti mestu máli í þessu lífi sé að gera ólíku fólki af ólíkum uppruna kleift að lifa saman í sátt og samlyndi. Þvert á trúarbrögð og menningu,“ segir Muhammed sem er í félagsskap sem kallast Horizon þar sem friðarhugsjónin er höfð í hávegum. „Mér finnst mikilvægt að vinna gegn pólskiptri umræðu. Þróunin hefur verið þannig, gjá milli fólks með mismunandi skoðanir er sífellt að dýpka. Sú þróun er ekki góð,“ segir hann. En hvers vegna kom hann hingað? Hvað dró hann til Íslands? „Ég elska veðrið hér. Ég vil helst hafa alveg snarvitlaust veður, hríðarbyl. Andstæðurnar heilla mig og náttúruöflin. Jarðskjálftar og eldgos. Orkan hér er svo mikil,“ segir Muhammed sem starfar með námi hjá ferðaþjónustufyrirtæki sem er með ferðaleiðsögn. Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Sjá meira
„Ég er nú bara að elda mér þorsk,“ segir Muhammed Emin Kizilkaya, 24 ára gamall nemandi á meistarastigi í félagsfræði við Háskóla Íslands, þegar blaðamaður hefur samband. Það væri ekki í frásögur færandi fyrir utan þá staðreynd að þorskinn veiddi Muhammed sjálfur við höfn í Reykjavík. „Ég veiddi mikið í sumar og gekk frá í frysti. Ég á góðar birgðir af fiski í vetur. Ég fer bara með veiðistöngina mína, besti staðurinn er nærri Eimskip. Ég sé marga aðra veiða þar, mér finnst þetta líka ein besta slökun sem kostur er á,“ segir Muhammed frá. Hann steikir þorskinn á pönnu með sítrónu, salti, pipar og lauk. „Þetta er góður matur og fyrir manneskju í námi er þetta ágætis sparnaðarráð.“ Muhammed flutti til Íslands fyrir nokkrum árum frá Slagelse í Danmörku, bæ ekki fjarri Kaupmannahöfn. „Ég er fæddur í Danmörku. En móðir mín flutti þangað þriggja ára gömul. Við erum Kúrdar frá Tyrklandi. Mamma hefur plumað sig vel í Danmörku og er nú skólastjóri í Slagelse. Pabbi kom seinna til Danmerkur, eða eftir tvítugt. Það var miklu erfiðara fyrir hann að aðlagast. Hann var menntaður dýralæknir en námið og reynslan ekki metin í Danmörku. Hann þurfti því að taka gráðuna aftur í Danmörku á ókunnu tungumáli. Hverju einasta orði sem hann las þurfti hann að fletta upp í orðabók. Honum tókst þetta, það kostaði blóð, svita og tár. Pabbi átti seinna eftir að gefa mér ráð þegar ég flutti til Íslands. Að gefast ekki upp. Ég kunni ekki stakt orð í íslensku þegar ég fluttist hingað en lauk BS-gráðu á íslensku í félagsfræði,“ segir Muhammed léttur í sinni. Hann lærði mest í íslensku af aldraðri nágrannakonu sinni. „Ég átti dásamlegan nágranna sem kenndi mér mikið í íslensku. Hún er núna á Hrafnistu en ég geri ráð fyrir að heimsækja hana um jólin. Ég er múslimi og held ekki upp á jólin í desember eins og þið. Mér finnst jólahaldið hér notalegt og ég tek þátt í því með því að veita fólki liðsinni eða félagsskap sem er eitt síns liðs um jól.“ Hann hefur stundum orðið fyrir fordómum en kýs að líta hjá því. „Það er nú líklega vegna nafnsins. Fólk er tortryggið þegar það veit ekki mikið um menningu annarra. Ég lifi eftir þeim gildum að það sem skipti mestu máli í þessu lífi sé að gera ólíku fólki af ólíkum uppruna kleift að lifa saman í sátt og samlyndi. Þvert á trúarbrögð og menningu,“ segir Muhammed sem er í félagsskap sem kallast Horizon þar sem friðarhugsjónin er höfð í hávegum. „Mér finnst mikilvægt að vinna gegn pólskiptri umræðu. Þróunin hefur verið þannig, gjá milli fólks með mismunandi skoðanir er sífellt að dýpka. Sú þróun er ekki góð,“ segir hann. En hvers vegna kom hann hingað? Hvað dró hann til Íslands? „Ég elska veðrið hér. Ég vil helst hafa alveg snarvitlaust veður, hríðarbyl. Andstæðurnar heilla mig og náttúruöflin. Jarðskjálftar og eldgos. Orkan hér er svo mikil,“ segir Muhammed sem starfar með námi hjá ferðaþjónustufyrirtæki sem er með ferðaleiðsögn.
Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Sjá meira