Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 110-67 | Stjarnan pakkaði KR saman og fór upp að hlið toppliðanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2019 22:00 Hlynur Bærings fór fyrir sínum mönnum í kvöld. Vísir/Eyþór Fyrir leik mátti reikna með hörkuleik en KR-ingar þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að lyfta sér upp en liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum fyrir leik kvöldsins. Staðan var önnur fyrir Stjörnuna sem vildi næla í sigur til að komast upp að hlið Keflavíkur og Tindastóls á toppi Dominos deildarinnar. Jamar Bala Akoh, leikmaður Stjörnunnar, var ekki með liðinu í kvöld vegna meiðsla og þá var Nikolas Tomsick nuddaður vel og innilega fyrir leik. Leikurinn fór fjörlega af stað í Garðabænum og virtist sem bæði lið væru vel stemmd fyrir leik kvöldsins. Heimamenn voru þó skrefi á undan og um miðjan 1. leikhluta í stöðunni 18-10 ákvað Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, að taka leikhlé og reyna lagfæra leik sinna manna sem áttu allt í einu engin svör við leik Stjörnunnar. Sú áætlun Inga Þórs gekk engan veginn upp og Stjarnan jók forskotið áður en leikhlutinn var úti. Staðan þá 32-17 og KR-ingar heillum horfnir í Garðabænum. Áfram héldu heimamenn að bæta við í 2. leikhluta og miðbik hans var staðan orðin 42-22 Stjörnunni í vil. Þá loks rönkuðu Íslandsmeistarar KR við sér og settu næstu átta stig leiksins. Á sama tíma fór hiti að færast í leikinn og bæði lið orðin vel gíruð út af undarlegum dómum í báðar áttir. Ingi Þór var svo gíraður að hann fékk tæknivillu. KR-ingar héldu áfram að saxa á forskot Stjörnunnar og var munurinn kominn niður í 10 stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 48-38. Í þann mund sem liðin gengu til búningsherbergja ákváðu bæði Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson að ræða við einn af þremur dómurum leiksins. Get ekki sagt að ég hafi öfundað þann mann á þeim tímapunkti. KR virtust hafa tekið sig saman í andlitinu í hálfleik og tókst að minnka muninn niður í sex stig í upphafi síðari hálfleiks. Staðan þá 48-42 og skjálfti kominn í Stjörnumenn, eða þannig. Þeir tóku við sér og skoruðu körfur í öllum regnbogans litum í kjölfarið. Rétt um miðjan 3. leikhluta var munurinn allt í einu kominn í 18 stig, 64-46 og enn á ný vissu KR-ingar ekki sitt rjúkandi ráð. Mest náði Stjarnan 25 stiga forystu áður en leikhlutinn var úti, staðan þá 77-52. Munurinn var hins vegar 22 stig þegar 3. leikhluti var allur, staðan þá 80-58. Upprúllunin hélt áfram í 4. leikhluta. Um miðbik leikhlutans fékk Brynjar Þór Björnsson sína aðra óíþróttamannslegu villu í leiknum og var þar með sendur í sturtu. Eflaust vildu fleiri leikmenn KR fara í sturtu á þeim tímapunkti en þeir virtust einfaldlega áhugalausir löngum stundum í kvöld. Á meðan boltinn fór einfaldlega ekki ofan í þá skoraði Stjarnan í hverri einustu sókn. KR skoraði aðeins níu stig í 4. leikhluta. Fór það svo að Stjarnan vann STÓRSIGUR á sexföldum Íslandsmeisturum KR í kvöld. Lokatölur 110-67 og ljóst að um er að ræða stærsta tap KR í fleiri fleiri ár.Af hverju vann Stjarnan? Þeir mættu einfaldlega betur gíraðir til leiks. Í hvert skipti sem KR-ingar reyndu að komast inn í leikinn þá svöruðu heimamenn af krafti. Þeir voru einfaldlega betri á öllum sviðum körfuboltans í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Það væri nánast hægt að nefna allt byrjunarlið Stjörnunnar hér. Kyle Johnson setti 25 stig, Tomsick var með 22 og Ægir Þór 24. Þá var Hlynru Bærings með 11 stig og 19 fráköst. Hjá KR var Craion með 27 stig.Hvað gekk illa? Varnar- og sóknarleikur KR.Hvað gerist næst? Sexfaldir Íslandsmeistarar KR fá erkifjendur sína í Val í heimsókn þann 12. desember. Degi síðar fara Stjörnumenn á Ásvelli þar sem þeir mæta Haukum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Björn Kristjánsson: Hrikalega veikt andlega Björn Kristjánsson var í raun orðlaus eftir 43 stiga tap KR gegn Stjörnunni í Dominos deild karla í kvöld. Hann viðurkenndi að hann ætti í raun engin svör við því sem gerðist í kvöld en KR tapaði 110-67 í Garðabænum. Íslandsmeistararnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Björn lék 17 mínútur í kvöld, á þeim skilaði hann átta stigum og fimm stoðsendingum. 29. nóvember 2019 22:30 Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30
Fyrir leik mátti reikna með hörkuleik en KR-ingar þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að lyfta sér upp en liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum fyrir leik kvöldsins. Staðan var önnur fyrir Stjörnuna sem vildi næla í sigur til að komast upp að hlið Keflavíkur og Tindastóls á toppi Dominos deildarinnar. Jamar Bala Akoh, leikmaður Stjörnunnar, var ekki með liðinu í kvöld vegna meiðsla og þá var Nikolas Tomsick nuddaður vel og innilega fyrir leik. Leikurinn fór fjörlega af stað í Garðabænum og virtist sem bæði lið væru vel stemmd fyrir leik kvöldsins. Heimamenn voru þó skrefi á undan og um miðjan 1. leikhluta í stöðunni 18-10 ákvað Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, að taka leikhlé og reyna lagfæra leik sinna manna sem áttu allt í einu engin svör við leik Stjörnunnar. Sú áætlun Inga Þórs gekk engan veginn upp og Stjarnan jók forskotið áður en leikhlutinn var úti. Staðan þá 32-17 og KR-ingar heillum horfnir í Garðabænum. Áfram héldu heimamenn að bæta við í 2. leikhluta og miðbik hans var staðan orðin 42-22 Stjörnunni í vil. Þá loks rönkuðu Íslandsmeistarar KR við sér og settu næstu átta stig leiksins. Á sama tíma fór hiti að færast í leikinn og bæði lið orðin vel gíruð út af undarlegum dómum í báðar áttir. Ingi Þór var svo gíraður að hann fékk tæknivillu. KR-ingar héldu áfram að saxa á forskot Stjörnunnar og var munurinn kominn niður í 10 stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 48-38. Í þann mund sem liðin gengu til búningsherbergja ákváðu bæði Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson að ræða við einn af þremur dómurum leiksins. Get ekki sagt að ég hafi öfundað þann mann á þeim tímapunkti. KR virtust hafa tekið sig saman í andlitinu í hálfleik og tókst að minnka muninn niður í sex stig í upphafi síðari hálfleiks. Staðan þá 48-42 og skjálfti kominn í Stjörnumenn, eða þannig. Þeir tóku við sér og skoruðu körfur í öllum regnbogans litum í kjölfarið. Rétt um miðjan 3. leikhluta var munurinn allt í einu kominn í 18 stig, 64-46 og enn á ný vissu KR-ingar ekki sitt rjúkandi ráð. Mest náði Stjarnan 25 stiga forystu áður en leikhlutinn var úti, staðan þá 77-52. Munurinn var hins vegar 22 stig þegar 3. leikhluti var allur, staðan þá 80-58. Upprúllunin hélt áfram í 4. leikhluta. Um miðbik leikhlutans fékk Brynjar Þór Björnsson sína aðra óíþróttamannslegu villu í leiknum og var þar með sendur í sturtu. Eflaust vildu fleiri leikmenn KR fara í sturtu á þeim tímapunkti en þeir virtust einfaldlega áhugalausir löngum stundum í kvöld. Á meðan boltinn fór einfaldlega ekki ofan í þá skoraði Stjarnan í hverri einustu sókn. KR skoraði aðeins níu stig í 4. leikhluta. Fór það svo að Stjarnan vann STÓRSIGUR á sexföldum Íslandsmeisturum KR í kvöld. Lokatölur 110-67 og ljóst að um er að ræða stærsta tap KR í fleiri fleiri ár.Af hverju vann Stjarnan? Þeir mættu einfaldlega betur gíraðir til leiks. Í hvert skipti sem KR-ingar reyndu að komast inn í leikinn þá svöruðu heimamenn af krafti. Þeir voru einfaldlega betri á öllum sviðum körfuboltans í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Það væri nánast hægt að nefna allt byrjunarlið Stjörnunnar hér. Kyle Johnson setti 25 stig, Tomsick var með 22 og Ægir Þór 24. Þá var Hlynru Bærings með 11 stig og 19 fráköst. Hjá KR var Craion með 27 stig.Hvað gekk illa? Varnar- og sóknarleikur KR.Hvað gerist næst? Sexfaldir Íslandsmeistarar KR fá erkifjendur sína í Val í heimsókn þann 12. desember. Degi síðar fara Stjörnumenn á Ásvelli þar sem þeir mæta Haukum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Björn Kristjánsson: Hrikalega veikt andlega Björn Kristjánsson var í raun orðlaus eftir 43 stiga tap KR gegn Stjörnunni í Dominos deild karla í kvöld. Hann viðurkenndi að hann ætti í raun engin svör við því sem gerðist í kvöld en KR tapaði 110-67 í Garðabænum. Íslandsmeistararnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Björn lék 17 mínútur í kvöld, á þeim skilaði hann átta stigum og fimm stoðsendingum. 29. nóvember 2019 22:30 Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30
Björn Kristjánsson: Hrikalega veikt andlega Björn Kristjánsson var í raun orðlaus eftir 43 stiga tap KR gegn Stjörnunni í Dominos deild karla í kvöld. Hann viðurkenndi að hann ætti í raun engin svör við því sem gerðist í kvöld en KR tapaði 110-67 í Garðabænum. Íslandsmeistararnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Björn lék 17 mínútur í kvöld, á þeim skilaði hann átta stigum og fimm stoðsendingum. 29. nóvember 2019 22:30
Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti