Innlent

Eldur kviknaði í bíl á Eyrarbakka

Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Viðbragðsaðilum tókst að ráða niðurlögum eldsins.
Viðbragðsaðilum tókst að ráða niðurlögum eldsins. Brunavarnir Árnessýslu
Eldur kom upp í bifreið sem stóð á bílastæði á Eyrarbakka í dag. Þetta hefur fréttastofa eftir Pétri Péturssyni, slökkviliðsstjóra hjá brunavörnum Árnessýslu.

Viðbragðsaðilum tókst að ráða niðurlögum eldsins fljótlega eftir að útkallið vegna hans barst. 

Að sögn Péturs var eldhættan þess eðlis að hús í nágrenninu voru ekki í hættu en viðbragðsaðilar mátu það svo að einn annar bíll á svæðinu hefði getað orðið eldinum að bráð. Honum var þó komið í burtu í tæka tíð.

 

Uppfært:

Í upprunalegri frétt kom fram að eldur hafi kviknað í tveimur bílum. Hið rétta er slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn læsti sig í annarri bifreið.

Vísir
Vísir
Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×