Samninganefnd borgarinnar furðar sig á tilburðum Eflingar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. febrúar 2020 21:42 Harpa Ólafsdóttir er formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar. Vísir Samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur lýst yfir vonbrigðum með að ekki hafi náðst árangur á samningafundi milli nefndarinnar og fulltrúa Eflingar í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá borginni. Þá lýsir nefndin furðu sinni á því sem hún kallar tilraun til að draga í efa þau tilboð sem nefndin hefur þegar sett fram um „verulegar kjarabætur fyrir starfsfólk Eflingar hjá Reykjavíkurborg.“ Leiðarljós borgarinnar sé að laun tekjulægstu starfsmanna borgarinnar hækki mest, með sérstakri áherslu á laun kvennastétta, eins og það er orðað í tilkynningunni. „Samninganefnd Reykjavíkurborgar ítrekar það tilboð um hækkun launa á leikskólum sem gert var opinbert í lok síðustu viku. Samkvæmt því verða meðaldagvinnulaun almennra starfsmanna í leikskólum 460.000 kr. á mánuði með álagsgreiðslum og hjá deildarstjórum innan Eflingar í leikskóla verða mánaðarlaunin 572.000 kr. með álagsgreiðslum í lok samningstíma takist samningar á grundvelli tillagna Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningunni.Sjá einnig: Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalliÞar er jafnan sagt mikilvægt að draga fram að launahækkanir í tillögum sem borgin hefur sett fram séu að meðaltali yfir 30 prósent til félagsmanna Eflingar. Eins segir þar að eindreginn vilji borgarinnar til að stytta vinnuviku starfsfólks liggi fyrir, sem og tillaga um fjölgun orlofsdaga í 30 á ári hjá öllu starfsfólki borgarinnar. „Sem dæmi um þær hækkanir sem öðrum stórum starfsstéttum hjá Eflingu standa til boða samkvæmt tillögum borgarinnar myndu meðaldagvinnulaun almenns starfsmanns í heimaþjónustu hækka úr 337.000 í 441.000 kr. Með álagsgreiðslum yrðu launin 496.000 kr. í lok samningstíma.“ Eflingarfólk furðu lostið eftir fund dagsins Í fréttum fyrr í dag kom fram að Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðu lostin þegar það yfirgaf fundinn. „Við skiljum ekki hver er í brúnni. Við skiljum varla við hvern við erum að semja. Við skiljum ekki vinnubrögðin. Við skiljum ekki skilaboðin. Við skiljum ekki hvers vegna verið er að afvegaleiða almenning, fjölmiðla, umræðuna, okkur félagsmenn í Eflingu með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ sagði Viðar. Hann bætti því svo við að það sem kynnt hafi verið á fundinum í dag hafi ekki verið í nokkru samræmi við það sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í Kastjlósi í síðustu viku, þar sem hann sat fyrir svörum um stöðuna sem nú er komin upp í kjaradeilunni. Ekki er búið að boða til nýs fundar og ótímabundið verkfall Eflingar mun halda áfram. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur lýst yfir vonbrigðum með að ekki hafi náðst árangur á samningafundi milli nefndarinnar og fulltrúa Eflingar í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá borginni. Þá lýsir nefndin furðu sinni á því sem hún kallar tilraun til að draga í efa þau tilboð sem nefndin hefur þegar sett fram um „verulegar kjarabætur fyrir starfsfólk Eflingar hjá Reykjavíkurborg.“ Leiðarljós borgarinnar sé að laun tekjulægstu starfsmanna borgarinnar hækki mest, með sérstakri áherslu á laun kvennastétta, eins og það er orðað í tilkynningunni. „Samninganefnd Reykjavíkurborgar ítrekar það tilboð um hækkun launa á leikskólum sem gert var opinbert í lok síðustu viku. Samkvæmt því verða meðaldagvinnulaun almennra starfsmanna í leikskólum 460.000 kr. á mánuði með álagsgreiðslum og hjá deildarstjórum innan Eflingar í leikskóla verða mánaðarlaunin 572.000 kr. með álagsgreiðslum í lok samningstíma takist samningar á grundvelli tillagna Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningunni.Sjá einnig: Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalliÞar er jafnan sagt mikilvægt að draga fram að launahækkanir í tillögum sem borgin hefur sett fram séu að meðaltali yfir 30 prósent til félagsmanna Eflingar. Eins segir þar að eindreginn vilji borgarinnar til að stytta vinnuviku starfsfólks liggi fyrir, sem og tillaga um fjölgun orlofsdaga í 30 á ári hjá öllu starfsfólki borgarinnar. „Sem dæmi um þær hækkanir sem öðrum stórum starfsstéttum hjá Eflingu standa til boða samkvæmt tillögum borgarinnar myndu meðaldagvinnulaun almenns starfsmanns í heimaþjónustu hækka úr 337.000 í 441.000 kr. Með álagsgreiðslum yrðu launin 496.000 kr. í lok samningstíma.“ Eflingarfólk furðu lostið eftir fund dagsins Í fréttum fyrr í dag kom fram að Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðu lostin þegar það yfirgaf fundinn. „Við skiljum ekki hver er í brúnni. Við skiljum varla við hvern við erum að semja. Við skiljum ekki vinnubrögðin. Við skiljum ekki skilaboðin. Við skiljum ekki hvers vegna verið er að afvegaleiða almenning, fjölmiðla, umræðuna, okkur félagsmenn í Eflingu með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ sagði Viðar. Hann bætti því svo við að það sem kynnt hafi verið á fundinum í dag hafi ekki verið í nokkru samræmi við það sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í Kastjlósi í síðustu viku, þar sem hann sat fyrir svörum um stöðuna sem nú er komin upp í kjaradeilunni. Ekki er búið að boða til nýs fundar og ótímabundið verkfall Eflingar mun halda áfram.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent