Arnór ánægður með nýjan samning við FCK 26. júní 2007 18:21 Arnór fann sig vel í Danmörku í vetur Mynd/Birkir Baldvinsson Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason hefur framlengt samning sinn við danska liðið FCK um þrjú ár. Arnór sagðist í samtali við Vísi vera mjög ánægður með samninginn því sér liði mjög vel í Kaupmannahöfn. Aldrei hefði komið til greina að fara annað. Arnór átti mjög gott ár með liðinu á síðustu leiktíð þar sem hann var valinn í úrvalslið dönsku úrvalsdeildarinnar og var með markahæstu mönnum. Arnór var aðeins búinn með eitt ár af upphaflegum tveggja ára samningi sínum við liðið. "'Ég er eins ánægður og ég get orðið. Við vorum farnir að tala um það strax í desember að framlengja samninginn og það kom eiginlega aldrei annað til greina hjá mér en að framlengja. Maður hefði hugsanlega geta farið í einhverja stærri deild og meiri peninga, en það er alveg toppurinn að vera hérna í Kaupmannahöfn. Umhverfið hérna er til dæmis miklu þægilegra og persónulegra en ég kynntist til dæmis í Magdeburg og mér og fjölskyldunni líkar mun betur að vera hérna," sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. "FCK er stór klúbbur í Danmörku og er í mikilli uppbyggingu. Það eru að koma hingað menn frá Þýskalandi og Danirnir eru að koma hingað heim að spila. Við erum t.d. að fá leikmann sem spilaði stórt hlutverk hjá Kiel í fyrra og menn eins og Boldsen og Jeppesen eru að kjósa að koma til Danmerkur og það segir sína sögu um vöxtinn í danska boltanum. Handboltinn er rosalega vinsælt sjónvarpsefni hérna og deildin er að fá pening út úr því þannig að það eru alltaf meiri og meiri peningar í þessu. Karlarnir eru líka farnir að taka fram úr konunum í þeim efnum hérna eftir að konurnar höfðu verið með hærri laun síðustu ár," sagði Arnór. Hann segist ekki hafa hugsað mikið um fyrirspurnir sem bárust frá öðrum liðum því hann hefði verið ánægður hjá FCK. "Maður heyrði alltaf hitt og þetta en ég leyfði því aldrei að komast á það stig að ég færi að hugsa neitt um það. Mér liður vel hér. Ég fann það strax eftir einn tvo mánuði að hér vildi ég vera og ég held að ég hafi bæði komið félaginu á óvart og það mér," sagði Arnór alsæll með nýja samninginn. Handbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason hefur framlengt samning sinn við danska liðið FCK um þrjú ár. Arnór sagðist í samtali við Vísi vera mjög ánægður með samninginn því sér liði mjög vel í Kaupmannahöfn. Aldrei hefði komið til greina að fara annað. Arnór átti mjög gott ár með liðinu á síðustu leiktíð þar sem hann var valinn í úrvalslið dönsku úrvalsdeildarinnar og var með markahæstu mönnum. Arnór var aðeins búinn með eitt ár af upphaflegum tveggja ára samningi sínum við liðið. "'Ég er eins ánægður og ég get orðið. Við vorum farnir að tala um það strax í desember að framlengja samninginn og það kom eiginlega aldrei annað til greina hjá mér en að framlengja. Maður hefði hugsanlega geta farið í einhverja stærri deild og meiri peninga, en það er alveg toppurinn að vera hérna í Kaupmannahöfn. Umhverfið hérna er til dæmis miklu þægilegra og persónulegra en ég kynntist til dæmis í Magdeburg og mér og fjölskyldunni líkar mun betur að vera hérna," sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. "FCK er stór klúbbur í Danmörku og er í mikilli uppbyggingu. Það eru að koma hingað menn frá Þýskalandi og Danirnir eru að koma hingað heim að spila. Við erum t.d. að fá leikmann sem spilaði stórt hlutverk hjá Kiel í fyrra og menn eins og Boldsen og Jeppesen eru að kjósa að koma til Danmerkur og það segir sína sögu um vöxtinn í danska boltanum. Handboltinn er rosalega vinsælt sjónvarpsefni hérna og deildin er að fá pening út úr því þannig að það eru alltaf meiri og meiri peningar í þessu. Karlarnir eru líka farnir að taka fram úr konunum í þeim efnum hérna eftir að konurnar höfðu verið með hærri laun síðustu ár," sagði Arnór. Hann segist ekki hafa hugsað mikið um fyrirspurnir sem bárust frá öðrum liðum því hann hefði verið ánægður hjá FCK. "Maður heyrði alltaf hitt og þetta en ég leyfði því aldrei að komast á það stig að ég færi að hugsa neitt um það. Mér liður vel hér. Ég fann það strax eftir einn tvo mánuði að hér vildi ég vera og ég held að ég hafi bæði komið félaginu á óvart og það mér," sagði Arnór alsæll með nýja samninginn.
Handbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira