Erlent

Kona næsti forseti Chile

Michelle Bachelet
MYND/AP

Michelle Bachelet, fyrrum varnarmálaráðherra Chile var í gær kjörin forseti landsins, fyrst kvenna. Bachelet fékk rúmlega 53 prósent atkvæða á meðan mótframbjóðandi hennar, kaupsýslumaðurinn Sebastian Pinera fékk tæplega 47 prósent atkvæða. Þetta er í fjórða skiptið sem forsetakosningar fara fram í Chile frá því landið varð lýðveldi árið 1990 eftir 17 ára herforingjastjórn. Málefni frambjóðenda voru svipuð. Bæði hétu þau því að draga úr glæpum í landinu sem og að fjölga atvinnutækifærum en atvinnuleysi hefur farið vaxandi í Chile undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×