Erlent

Yfir þrjátíu námumanna saknað á Nýja Sjálandi

Óli Tynes skrifar
Námumaður að störfum.
Námumaður að störfum.

Þrjátíu og þriggja manna er saknað eftir sprengingu í kolanámu á Nýja Sjálandi. Björgunarsveitir eru að þyrpast á vettvang, en ekki er vitað á þessari stundu hvað olli sprengingunni. Tveir námumenn sem voru staddir í öðrum hluta námunnar en þeim sem sprengingin varð í eru komnir upp á yfirborðið.

Björgunarsveitir ráðfæra sig við þá um hvernig best sé að standa að málum. Tekið er eftir því að fjöldi þeirra sem saknað er er sá sami og í Chile á dögunum. Þeim var öllum bjargað um síðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×