Rósa Ingólfsdóttir er látin Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2020 15:12 Rósa var sannkallaður gleðigjafi en skoðanir hennar í jafnréttismálum voru umdeildar. (Myndin er fengin af forsíðu ævisögunni Rósumál.) Rósa Ingólfsdóttir listamaður er látin. Hún andaðist í morgun á hjúkrunarheimilinu Hamar í Mosfellsbæ. Dóttir hennar, Klara Egilson, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni með eftirfarandi orðum: „Elskuleg móðir mín, Guðmunda Rósa Ingólfsdóttir, auglýsingateiknari, stórleikkona, ljóðskáld, tónlistarkona, baráttumanneskja, frumkvöðull, fegurðardís, myndlistarkona, vinkona, lífsfélagi, samferðamanneskja, húmoristi, pistlahöfundur, þáttagerðarmanneskja, sjónvarpsþula, sálufélagi og trúnaðarvinur andaðist snemma í morgun, þann 14. janúar 2020, á Hjúkrunarheimilinu Hamrar, í Mosfellsbæ. Hún hlaut friðsælt andlát og var umvafin ást, hlýju og kærleika til síðasta andartaks. Sofðu rótt, elsku mamma mín. Ég unni þér.“ Forsíðuviðtal tímaritsins Mannlífs, þar sem Rósa sat fyrir í rósabaði og er frá árinu 1989, vakti gríðarlega athygli. Rósa var það sem heita má að kallast þjóðareign, slík var frægð hennar og vinsældir. Hún fæddist 5. ágúst 1947. Hún er útskrifuð úr Leiklistarskóla Íslands og Myndlista- og Handíðaskólanum. Rósa er fyrsti teiknari Ríkisútvarpsins en þar starfaði hún um árabil, fyrst sem teiknari en seinna meir sem sjónvarpsþula samhliða teiknistörfum sínum við stofnunina. Hún vakti mikla athygli á skjánum fyrir einkar alúðlega og eðlilega framkomu. Árið 1992 kom út ævisaga Rósu Ingólfsdóttur, sem skrásett var af Jónínu Leósdóttur blaðamanni og rithöfundi og heitir Rósumál sem kynnt var til sögunnar sem hispurslaus frásögn þar sem Rósa dregur ekkert undan og segir álit sitt á samferðarmönnum. Rósa vakti oft mikla athygli í ýmsum viðtölum þar sem hún setti fram skoðanir sínar tæpitungulaust meðal annars um jafnréttismál. Þar má heita að Rósa hafi siglt gegn straumi tímans og valdið verulegu fjaðrafoki en hún hélt því fram að karlmenn ættu að stjórna samfélaginu. Það væri best fyrir alla, konur og kalla. Þetta viðhorf viðraði hún oft til dæmis í viðtali sem Reynir Traustason skrifaði og birtist í Stundinni fyrir fjórum árum. Hér neðar má sjá viðtal Hemma Gunn frá árinu 1990 við Rósu en þau voru góðir vinir. Það má heita lýsandi fyrir lífsgleðina sem einkenndi Rósu.Fyrri hluti viðtalsins. Síðari hluti viðtalsins. Rósa var hæfileikarík og í upphafi ferils síns togaði tónlistargyðjan ekki síst. Hún samdi ýmis lög, meðal annars þetta lag sem fylgir neðar. Andlát Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Rósa Ingólfsdóttir listamaður er látin. Hún andaðist í morgun á hjúkrunarheimilinu Hamar í Mosfellsbæ. Dóttir hennar, Klara Egilson, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni með eftirfarandi orðum: „Elskuleg móðir mín, Guðmunda Rósa Ingólfsdóttir, auglýsingateiknari, stórleikkona, ljóðskáld, tónlistarkona, baráttumanneskja, frumkvöðull, fegurðardís, myndlistarkona, vinkona, lífsfélagi, samferðamanneskja, húmoristi, pistlahöfundur, þáttagerðarmanneskja, sjónvarpsþula, sálufélagi og trúnaðarvinur andaðist snemma í morgun, þann 14. janúar 2020, á Hjúkrunarheimilinu Hamrar, í Mosfellsbæ. Hún hlaut friðsælt andlát og var umvafin ást, hlýju og kærleika til síðasta andartaks. Sofðu rótt, elsku mamma mín. Ég unni þér.“ Forsíðuviðtal tímaritsins Mannlífs, þar sem Rósa sat fyrir í rósabaði og er frá árinu 1989, vakti gríðarlega athygli. Rósa var það sem heita má að kallast þjóðareign, slík var frægð hennar og vinsældir. Hún fæddist 5. ágúst 1947. Hún er útskrifuð úr Leiklistarskóla Íslands og Myndlista- og Handíðaskólanum. Rósa er fyrsti teiknari Ríkisútvarpsins en þar starfaði hún um árabil, fyrst sem teiknari en seinna meir sem sjónvarpsþula samhliða teiknistörfum sínum við stofnunina. Hún vakti mikla athygli á skjánum fyrir einkar alúðlega og eðlilega framkomu. Árið 1992 kom út ævisaga Rósu Ingólfsdóttur, sem skrásett var af Jónínu Leósdóttur blaðamanni og rithöfundi og heitir Rósumál sem kynnt var til sögunnar sem hispurslaus frásögn þar sem Rósa dregur ekkert undan og segir álit sitt á samferðarmönnum. Rósa vakti oft mikla athygli í ýmsum viðtölum þar sem hún setti fram skoðanir sínar tæpitungulaust meðal annars um jafnréttismál. Þar má heita að Rósa hafi siglt gegn straumi tímans og valdið verulegu fjaðrafoki en hún hélt því fram að karlmenn ættu að stjórna samfélaginu. Það væri best fyrir alla, konur og kalla. Þetta viðhorf viðraði hún oft til dæmis í viðtali sem Reynir Traustason skrifaði og birtist í Stundinni fyrir fjórum árum. Hér neðar má sjá viðtal Hemma Gunn frá árinu 1990 við Rósu en þau voru góðir vinir. Það má heita lýsandi fyrir lífsgleðina sem einkenndi Rósu.Fyrri hluti viðtalsins. Síðari hluti viðtalsins. Rósa var hæfileikarík og í upphafi ferils síns togaði tónlistargyðjan ekki síst. Hún samdi ýmis lög, meðal annars þetta lag sem fylgir neðar.
Andlát Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira