Samkomulag ekki í augsýn í Bandaríkjunum Hjörtur Hjartarson skrifar 9. október 2013 19:00 Lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum er þjóðinni dýrkeypt Bandarískir stjórnmálamenn virðast litlu nær í að leysa þann hnút sem lamað hefur opinbera stjórnsýslu undanfarna átta daga. Áhrifa gætir víða, meðal annars í bandaríska sendiráðinu á Íslandi. Áttunda daginn í röð liggja fjárlög Bandaríkjanna ósamþykkt og á meðan er mestöll stjórnsýsla í lamasessi. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna og John Boehner, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeildarinnar sögðu reyndar báðir í gær að þeir vildu setjast niður og komast að samkomulagi en stjórnmálaskýrendur vestra telja að mun meira þurfi til. Til að mynda setti Obama skýr skilyrði fyrir samningafundi á blaðamannafundi í gær. Áhrifa af ástandinu í Bandaríkjunum gætir víða, meðal annars í bandaríska sendiráðinu við Laufásveg. Þar eru enn afgreiddar umsóknir um dvalarleyfi og vegabréf fyrir Bandaríkjamenn eru gefin út. Þá eru Bandaríkjamenn í nauð á Íslandi veitt aðstoð eins og áður. Allt annað innan sendiráðsins skal skorið við nögl samkvæmt tilskipun frá Washington. Talið er að lokun ríkisstofnana kosti bandaríska hagkerfið um 200 milljónir dollara á degi hverjum. Það þykja hinsvegar smámunir miðað við hvaða afleiðingar það hefur ef skuldaþakið verður ekki hækkað sem þýðir að Bandaríkin munu ekki geta greitt af lánum sínum. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bandarískir stjórnmálamenn virðast litlu nær í að leysa þann hnút sem lamað hefur opinbera stjórnsýslu undanfarna átta daga. Áhrifa gætir víða, meðal annars í bandaríska sendiráðinu á Íslandi. Áttunda daginn í röð liggja fjárlög Bandaríkjanna ósamþykkt og á meðan er mestöll stjórnsýsla í lamasessi. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna og John Boehner, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeildarinnar sögðu reyndar báðir í gær að þeir vildu setjast niður og komast að samkomulagi en stjórnmálaskýrendur vestra telja að mun meira þurfi til. Til að mynda setti Obama skýr skilyrði fyrir samningafundi á blaðamannafundi í gær. Áhrifa af ástandinu í Bandaríkjunum gætir víða, meðal annars í bandaríska sendiráðinu við Laufásveg. Þar eru enn afgreiddar umsóknir um dvalarleyfi og vegabréf fyrir Bandaríkjamenn eru gefin út. Þá eru Bandaríkjamenn í nauð á Íslandi veitt aðstoð eins og áður. Allt annað innan sendiráðsins skal skorið við nögl samkvæmt tilskipun frá Washington. Talið er að lokun ríkisstofnana kosti bandaríska hagkerfið um 200 milljónir dollara á degi hverjum. Það þykja hinsvegar smámunir miðað við hvaða afleiðingar það hefur ef skuldaþakið verður ekki hækkað sem þýðir að Bandaríkin munu ekki geta greitt af lánum sínum.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira