Aldarafmæli Karlakórsins Fóstbræðra 2016 Arinbjörn Vilhjálmsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Laugardagskvöldið 18. nóvember árið 1916 komu ungir menn saman í kjallara félagsheimilis KFUM við Amtmannsstíg. Á þessum fundi tóku þeir ákvörðun um að endurreisa karlakór sem þeir höfðu staðið að innan vébanda KFUM með einhverjum hléum frá árinu 1911. Í þetta sinn hafði þeim tekist að fá Jón Halldórsson til þess að taka að sér söngstjórn. Litið hefur verið á þennan fund sem stofnfund Karlakórs KFUM sem frá árinu 1936 hefur borið nafnið Karlakórinn Fóstbræður. Saga kórsins er samofin þjóðarsögunni og kórinn ávallt hefur verið reiðubúinn til þess að leggja sitt af mörkum til að glæða hátíðir lífi og list bæði í gleði og sorg. Nú eru því liðin 99 ár frá þessum fundi og að ári mun Karlakórinn Fóstbræður halda upp á 100 ára afmæli sitt og eru ýmsir viðburðir af því tilefni nú í undirbúningi. Í lok apríl verða 100. vortónleikar Fóstbræðra í Norðurljósasal Hörpu og verður Dísella Lárusdóttir einsöngvari á þeim tónleikum. Kórinn stendur fyrir norrænu karlakóramóti um hvítasunnuhelgina sem verður sérstaklega helgað aldarafmæli kórsins. Það er haldið í samstarfi við Norræna karlakórasambandið. Hafa nú á þriðja tug kóra boðað þátttöku sína og helmingur þeirra norrænir. Kórarnir munu leggja undir sig Hörpu þessa helgi og gefst landsmönnum þar kostur á að hlýða á fjölbreyttan norrænan karlakórasöng eins og hann gerist bestur. Mótið verður stærsta alþjóðlega karlakóramót sem haldið hefur verið hérlendis. Hátíðartónleikar kórsins verða síðan föstudaginn 18. nóvember þegar liðin verður rétt öld frá stofndegi. Þeir verða í Eldborgarsal Hörpu og mun kórinn og söngstjóri hans Árni Harðarson leggja allan sinn metnað í að tónleikarnir verði sem glæsilegastir. Á aldarafmælinu höfum við ráðgert að vígja minningarskjöld á því húsi þar sem kórinn var stofnaður réttri öld áður. Þegar við leituðum til Menntaskólans í Reykjavík til að fá leyfi til þess að setja skjöldinn á húsið, Amtmannsstíg 2B, komumst við að því að samkvæmt deiliskipulagi er ráðgert að þetta merka hús muni víkja fyrir nýbyggingum. Það kom okkur á óvart þar sem að hér er um byggingu með ótvírætt menningarsögulegt gildi að ræða. Húsið sem var reist 1906 var ein merkasta menningarmiðstöð í Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar og fóstraði þau mörgu félög sem voru félagslegur ávöxtur hins fjölþætta brautryðjendastarfs sr. Friðriks Friðrikssonar. Má auk Karlakórsins Fóstbræðra nefna Knattspyrnufélagið Val, Hauka og Skátahreyfinguna. Meira að segja Verslunarráð Íslands var stofnað í þessu húsi.Endurskoða þarf stöðu hússins Þetta var glæsilegt samkomuhús, óvenjulegt að gerð og útliti en má þó ótvírætt flokka sem íslenska timburhúsaklassík. Höfundur hússins var Einar Erlendsson, einn merkasti húsameistari 20. aldar. Nú liggur fyrir álit Minjastofnunar um að byggingin hafi mikið varðveislugildi vegnar menningarsögu og byggingarlistar en stofnunin telur sig ekki geta gert kröfu um varðveislu hússins á núverandi stað vegna fyrri afgreiðslu málsins í húsafriðunarnefnd. Svo virðist sem mistök hafi verið gerð við fyrra mat húsafriðunarnefndar. Ég skora á þá sem fara með húsnæðismál MR að endurskoða stöðu hússins í deiliskipulagi og legg til að elsti hluti KFUM-hússins verði gerður upp í upprunalegri mynd á upprunalegum stað. Til þess þarf að endurskoða hið ágæta deiliskipulag sem samþykkt hefur verið á reitnum. En um leið skora ég á yfirvöld að hraða fjárveitingum til aðkallandi uppbyggingar Menntaskólans í Reykjavík. Að því sögðu býð ég landsmönnum að taka þátt í aldarafmæli Karlakórsins Fóstbræðra árið 2016 en kórinn mun leggja sig allan fram um að viðburðirnir standi undir því nafni sem kórmeðlimir og söngstjórar hafa skapað honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Laugardagskvöldið 18. nóvember árið 1916 komu ungir menn saman í kjallara félagsheimilis KFUM við Amtmannsstíg. Á þessum fundi tóku þeir ákvörðun um að endurreisa karlakór sem þeir höfðu staðið að innan vébanda KFUM með einhverjum hléum frá árinu 1911. Í þetta sinn hafði þeim tekist að fá Jón Halldórsson til þess að taka að sér söngstjórn. Litið hefur verið á þennan fund sem stofnfund Karlakórs KFUM sem frá árinu 1936 hefur borið nafnið Karlakórinn Fóstbræður. Saga kórsins er samofin þjóðarsögunni og kórinn ávallt hefur verið reiðubúinn til þess að leggja sitt af mörkum til að glæða hátíðir lífi og list bæði í gleði og sorg. Nú eru því liðin 99 ár frá þessum fundi og að ári mun Karlakórinn Fóstbræður halda upp á 100 ára afmæli sitt og eru ýmsir viðburðir af því tilefni nú í undirbúningi. Í lok apríl verða 100. vortónleikar Fóstbræðra í Norðurljósasal Hörpu og verður Dísella Lárusdóttir einsöngvari á þeim tónleikum. Kórinn stendur fyrir norrænu karlakóramóti um hvítasunnuhelgina sem verður sérstaklega helgað aldarafmæli kórsins. Það er haldið í samstarfi við Norræna karlakórasambandið. Hafa nú á þriðja tug kóra boðað þátttöku sína og helmingur þeirra norrænir. Kórarnir munu leggja undir sig Hörpu þessa helgi og gefst landsmönnum þar kostur á að hlýða á fjölbreyttan norrænan karlakórasöng eins og hann gerist bestur. Mótið verður stærsta alþjóðlega karlakóramót sem haldið hefur verið hérlendis. Hátíðartónleikar kórsins verða síðan föstudaginn 18. nóvember þegar liðin verður rétt öld frá stofndegi. Þeir verða í Eldborgarsal Hörpu og mun kórinn og söngstjóri hans Árni Harðarson leggja allan sinn metnað í að tónleikarnir verði sem glæsilegastir. Á aldarafmælinu höfum við ráðgert að vígja minningarskjöld á því húsi þar sem kórinn var stofnaður réttri öld áður. Þegar við leituðum til Menntaskólans í Reykjavík til að fá leyfi til þess að setja skjöldinn á húsið, Amtmannsstíg 2B, komumst við að því að samkvæmt deiliskipulagi er ráðgert að þetta merka hús muni víkja fyrir nýbyggingum. Það kom okkur á óvart þar sem að hér er um byggingu með ótvírætt menningarsögulegt gildi að ræða. Húsið sem var reist 1906 var ein merkasta menningarmiðstöð í Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar og fóstraði þau mörgu félög sem voru félagslegur ávöxtur hins fjölþætta brautryðjendastarfs sr. Friðriks Friðrikssonar. Má auk Karlakórsins Fóstbræðra nefna Knattspyrnufélagið Val, Hauka og Skátahreyfinguna. Meira að segja Verslunarráð Íslands var stofnað í þessu húsi.Endurskoða þarf stöðu hússins Þetta var glæsilegt samkomuhús, óvenjulegt að gerð og útliti en má þó ótvírætt flokka sem íslenska timburhúsaklassík. Höfundur hússins var Einar Erlendsson, einn merkasti húsameistari 20. aldar. Nú liggur fyrir álit Minjastofnunar um að byggingin hafi mikið varðveislugildi vegnar menningarsögu og byggingarlistar en stofnunin telur sig ekki geta gert kröfu um varðveislu hússins á núverandi stað vegna fyrri afgreiðslu málsins í húsafriðunarnefnd. Svo virðist sem mistök hafi verið gerð við fyrra mat húsafriðunarnefndar. Ég skora á þá sem fara með húsnæðismál MR að endurskoða stöðu hússins í deiliskipulagi og legg til að elsti hluti KFUM-hússins verði gerður upp í upprunalegri mynd á upprunalegum stað. Til þess þarf að endurskoða hið ágæta deiliskipulag sem samþykkt hefur verið á reitnum. En um leið skora ég á yfirvöld að hraða fjárveitingum til aðkallandi uppbyggingar Menntaskólans í Reykjavík. Að því sögðu býð ég landsmönnum að taka þátt í aldarafmæli Karlakórsins Fóstbræðra árið 2016 en kórinn mun leggja sig allan fram um að viðburðirnir standi undir því nafni sem kórmeðlimir og söngstjórar hafa skapað honum.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar