Erlent

HIV sífellt stærra vandamál

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir alnæmisfaraldurinn sífellt verða stærra vandamál í öllum heimsálfum. Hann segir nauðsynlegt ef sjúkdómurinn á ekki að ná yfirhöndinni að þjóðir heimsins taki sig saman og berjist af hörku með auknum rannsóknum, forvarnarstarfi og aukinni aðstoð. Annan segir forvarnarstarf hafa engan vegin verið nóg í gegnum árin og sama megi segja um aðstoð vestræna þjóða, t.d. hvað varðar Afríku þar sem neyðin er hvað mest. Hann segir að vissulega kosti peninga að vinna að þessum málum, og það mikla, en sú upphæð sé þó ekkert miðað við þá sem verkefnið muni þarfnast í framtíðinni, ef ekkert verður að gert nú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×