Flugumferðarstjórar vinna allt að fimmtíu yfirvinnutíma á mánuði Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. júní 2016 18:30 Ekkert flug verður um Reykjavíkurflugvöll í kvöld og í nótt vegna veikinda flugumferðarstjóra. Aðeins degi eftir að stjórnvöld bönnuðu allar aðgerðir flugumferðastjóra í kjaradeilu þeirra og Isavia. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir enga yfirvinnuskyldu í samningum flugumferðastjóranna en dæmi eru um að þeir vinni fimmtíu yfirvinnutíma á mánuði ofan á fulla vinnu. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan þá hafa töluverðar raskanir orðið bæði á innanlands- og millilandaflugi. Í gær ákváðu stjórnvöld að grípa inn í deiluna og settu lög sem banna allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Flugumferðastjórar hittust í gær til að ræða málin.„Hljóðið í fundarmönnum var mjög þungt vægast sagt. Fólk er aldrei ánægt með að fá á sig lög og að samningsrétturinn sé hrifsaður af fólki það er ekki gott mál,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Hann segir flugumferðarstjóra vera að skoða næstu skref en boðað hefur verið til fundar hjá Ríkissáttasemjara á morgun hjá samninganefndunum. Hann segir þá ítrekað hafa bent á að of mikil krafa sé um að fólk vinni yfirvinnu. Isavia segir að flugumferðarstjórar vinni að meðaltali tuttugu yfirvinnutíma á mánuði. Ársskýrsla Flugstjórnarmiðstöðar árið 2015 sýnir að á ákveðnum starfsstöðum er yfirvinnan meiri. Sigurjón segir dæmi um að menn vinni alls meira en 200 tíma á mánuði. „Samkvæmt tölulegum gögnum er þetta svona um fimmta hver vinnustund í yfirvinnu. Við erum að vinna einhverja 165 tíma held ég á mánuði sirka. Þannig að þetta slær hátt í fimmtíu tíma mánuði aukalega,“ segir Sigurjón. Þá segir hann dæmi um að á ákveðnum starfsstöðvum hafi vaktatöflur verið gefnar út án þess að búið sé að manna að fullu og töflurnar því götóttar. Ekkert flug verður um Reykarvíkurflugvöll frá klukkan níu í kvöld til sjö í fyrramálið. Þetta er vegna veikinda starfsmanns en ekki tókst að fá afleysingu fyrir hann. Sigurjón segir félagið, eftir lagasetninguna, ekkert hafa að segja um það hvort félagsmenn mæti á aukavaktir. „Það er ekkert kveðið á um neina yfirvinnuskyldu hjá okkar í kjarasamningi. Ég get ekki vitað nákvæmlega hvað fólk gerir eða ég get heldur ekkert sagt þeim hvað þau eigi að gera en það verður bara að koma í ljós,“ segir Sigurjón. Sjálfur segir hann óvíst hvað hann gerir ef hann verður beðinn að taka aukavaktir. „Mér finnst voða gott að vera í fríi með fjölskyldunni minni á sumrin. Ég hef ekki haft mikinn tíma í það undanfarin ár en það eins og ég segi maður bara metur það við hvert og eitt símtal sem kemur,“ segir Sigurjón. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Ekkert flug verður um Reykjavíkurflugvöll í kvöld og í nótt vegna veikinda flugumferðarstjóra. Aðeins degi eftir að stjórnvöld bönnuðu allar aðgerðir flugumferðastjóra í kjaradeilu þeirra og Isavia. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir enga yfirvinnuskyldu í samningum flugumferðastjóranna en dæmi eru um að þeir vinni fimmtíu yfirvinnutíma á mánuði ofan á fulla vinnu. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan þá hafa töluverðar raskanir orðið bæði á innanlands- og millilandaflugi. Í gær ákváðu stjórnvöld að grípa inn í deiluna og settu lög sem banna allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Flugumferðastjórar hittust í gær til að ræða málin.„Hljóðið í fundarmönnum var mjög þungt vægast sagt. Fólk er aldrei ánægt með að fá á sig lög og að samningsrétturinn sé hrifsaður af fólki það er ekki gott mál,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Hann segir flugumferðarstjóra vera að skoða næstu skref en boðað hefur verið til fundar hjá Ríkissáttasemjara á morgun hjá samninganefndunum. Hann segir þá ítrekað hafa bent á að of mikil krafa sé um að fólk vinni yfirvinnu. Isavia segir að flugumferðarstjórar vinni að meðaltali tuttugu yfirvinnutíma á mánuði. Ársskýrsla Flugstjórnarmiðstöðar árið 2015 sýnir að á ákveðnum starfsstöðum er yfirvinnan meiri. Sigurjón segir dæmi um að menn vinni alls meira en 200 tíma á mánuði. „Samkvæmt tölulegum gögnum er þetta svona um fimmta hver vinnustund í yfirvinnu. Við erum að vinna einhverja 165 tíma held ég á mánuði sirka. Þannig að þetta slær hátt í fimmtíu tíma mánuði aukalega,“ segir Sigurjón. Þá segir hann dæmi um að á ákveðnum starfsstöðvum hafi vaktatöflur verið gefnar út án þess að búið sé að manna að fullu og töflurnar því götóttar. Ekkert flug verður um Reykarvíkurflugvöll frá klukkan níu í kvöld til sjö í fyrramálið. Þetta er vegna veikinda starfsmanns en ekki tókst að fá afleysingu fyrir hann. Sigurjón segir félagið, eftir lagasetninguna, ekkert hafa að segja um það hvort félagsmenn mæti á aukavaktir. „Það er ekkert kveðið á um neina yfirvinnuskyldu hjá okkar í kjarasamningi. Ég get ekki vitað nákvæmlega hvað fólk gerir eða ég get heldur ekkert sagt þeim hvað þau eigi að gera en það verður bara að koma í ljós,“ segir Sigurjón. Sjálfur segir hann óvíst hvað hann gerir ef hann verður beðinn að taka aukavaktir. „Mér finnst voða gott að vera í fríi með fjölskyldunni minni á sumrin. Ég hef ekki haft mikinn tíma í það undanfarin ár en það eins og ég segi maður bara metur það við hvert og eitt símtal sem kemur,“ segir Sigurjón.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira