Tvöfalt fleiri ungar mæður á Suðurnesjum Snærós Sindradótir skrifar 9. júní 2016 06:00 Rannsóknir um allan heim sýna að ungar mæður þurfa mikinn stuðning til að halda áfram í námi eftir barnsburð. Engin skýring fékkst á því hvers vegna ungar mæður eru hlutfallslega fleiri á Suðurnesjum en annarstaðar á landinu. NordicPhotos/Getty Mæður undir tvítugu eru hlutfallslega mun fleiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Landsmeðaltal ungra mæðra á landinu er 9 á hverjar 1.000 konur undir tvítugu en á Suðurnesjum fæða 22,4 konur undir tvítugu börn af hverjum þúsund. Á höfuðborgarsvæðinu fæða 7 af hverjum 1.000 konum undir tvítugu börn sem þýðir að hlutfallið á Suðurnesjum er þrefalt á við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þetta má greina í lýðheilsuvísum landlæknisembættisins. Athygli vekur að á Suðurnesjum er lægst hlutfall háskólamenntaðra. 19,7 prósent íbúa á Suðurnesjum hafa háskólamenntun en landsmeðaltalið er 36,2 prósent.Vert er að taka það fram að fæðingartíðni ungra mæðra hefur lækkað á síðastliðnum árum frá því sem var á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við getum ekki fullyrt um samband menntunar og fæðingartíðninnar en þetta eru vísbendingar sem er vert að taka eftir,“ segir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og sérfræðingur í fólksfjöldasögu. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum, segir að bæjaryfirvöld hafi verið meðvituð um þetta lengi. „Þetta eru áhugaverðar tölur. Þetta snýst fyrst og fremst um fræðslu, að fræða um ábyrgð og mögulegar afleiðingar.“ Um tíma hafi grunnskólanemar tekið þátt í verkefni sem snerist um að sjá um dúkkur í sólarhring sem hegða sér eins og ungabörn. „Börnin mín komu heim með þetta og dúkkan grenjaði á nóttunni og olli krökkunum hugarangri. Svo heyrði maður líka af krökkum sem fannst þetta spennandi og tóku sig saman og fóru á kaffihús með krakkana. Þannig að ég veit nú ekki hvort það heppnaðist alveg.“ Kjartan segir lágt stig háskólamenntunar að einhverju leyti afleiðingu af 50 ára veru varnarliðsins á svæðinu sem útvegaði fólki störf án hárrar menntunarkröfu. Reynt sé að fjölga störfum sem krefjist háskólamenntunar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Mæður undir tvítugu eru hlutfallslega mun fleiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Landsmeðaltal ungra mæðra á landinu er 9 á hverjar 1.000 konur undir tvítugu en á Suðurnesjum fæða 22,4 konur undir tvítugu börn af hverjum þúsund. Á höfuðborgarsvæðinu fæða 7 af hverjum 1.000 konum undir tvítugu börn sem þýðir að hlutfallið á Suðurnesjum er þrefalt á við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þetta má greina í lýðheilsuvísum landlæknisembættisins. Athygli vekur að á Suðurnesjum er lægst hlutfall háskólamenntaðra. 19,7 prósent íbúa á Suðurnesjum hafa háskólamenntun en landsmeðaltalið er 36,2 prósent.Vert er að taka það fram að fæðingartíðni ungra mæðra hefur lækkað á síðastliðnum árum frá því sem var á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við getum ekki fullyrt um samband menntunar og fæðingartíðninnar en þetta eru vísbendingar sem er vert að taka eftir,“ segir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og sérfræðingur í fólksfjöldasögu. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum, segir að bæjaryfirvöld hafi verið meðvituð um þetta lengi. „Þetta eru áhugaverðar tölur. Þetta snýst fyrst og fremst um fræðslu, að fræða um ábyrgð og mögulegar afleiðingar.“ Um tíma hafi grunnskólanemar tekið þátt í verkefni sem snerist um að sjá um dúkkur í sólarhring sem hegða sér eins og ungabörn. „Börnin mín komu heim með þetta og dúkkan grenjaði á nóttunni og olli krökkunum hugarangri. Svo heyrði maður líka af krökkum sem fannst þetta spennandi og tóku sig saman og fóru á kaffihús með krakkana. Þannig að ég veit nú ekki hvort það heppnaðist alveg.“ Kjartan segir lágt stig háskólamenntunar að einhverju leyti afleiðingu af 50 ára veru varnarliðsins á svæðinu sem útvegaði fólki störf án hárrar menntunarkröfu. Reynt sé að fjölga störfum sem krefjist háskólamenntunar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira