Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2020 08:45 Áhugafólk um kvikmyndir fer reglulega í Bíó Paradís. Vísir/Vilhelm Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri bíósins, við Vísi. Framundan er stjórnarfundur hjá Heimi kvikmyndanna klukkan níu þar sem staða bíósins verður til umræðu. Starfsfólk bíósins mun vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þess vegna er gert ráð fyrir því að starfsemin haldist óbreytt í febrúar, mars og apríl. Bíó Paradís stendur við Hverfisgötu 52 og er með húsnæðið á leigu. Húsnæðið er í eigu félagsins Karls Mikla ehf. Eftir því sem fréttastofa kemst næst mun hækkun á leigu hafa sett rekstur bíósins í uppnám. Karl Mikli ehf. er í eigu þriggja félaga: AH verkataka ehf., sem er í eigu Arnars Haukssonar og Hauks Halldórssonar. GPS Invest ehf., sem er í eigu PÁJ Invest ehf. sem svo er í eigu Péturs Árna Jónssonar. Ægis Invest ehf. sem svo er í eigu Gísla Haukssonar. Arnar og Gísli eru bræður sem voru lengi tengdir fjárfestingafélaginu GAMMA, rétt eins og Pétur Árni. Bíó Paradís var opnað í september 2010 og fagnar því tíu ára afmæli á þessu ári. Þar var áður bíó sem hét Regnboginn en bíóið gekk í endurnýjun lífdaga. Lagt var upp með að bíóið hefði á dagskrá sinni nýjar áhugaverðar kvikmyndir víðsvegar að, auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsa kvikmyndahátíðir og standa fyrir hverskyns kvikmyndatengdum viðburðum. „Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu, þar sem markmiðið er að efla þekkingu og menntun á þessari mikilvægu listgrein. Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. Hús af þessu tagi eru meðal lykilstofnana höfuðborga víðsvegar um heim, vinsælir áfangastaðir fyrir heimamenn jafnt sem ferðamenn. Þau má til dæmis finna á öllum Norðurlöndunum, í flestum Evrópulöndum og í helstu borgum Bandaríkjanna og Kanada,“ segir á heimasíðu bíósins. Nokkur umræða hefur skapast á Twitter vegna tíðinda. Ari Eldjárn, grínisti og mikill kvikmyndaáhugamaður, er miður sín. Leigan er að hækka. Leigusalar eru Gísli Hauks og félagar. Hér vantar lagaumgjörð sem ver leigjendur. Þetta er markaðurinn. Verði okkur að góðu. https://t.co/YN932WUukY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) January 30, 2020 What?!? Hvernig gat þetta gerst? Hvað er hægt að gera?— Ari Eldjárn (@arieldjarn) January 30, 2020 Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri bíósins, við Vísi. Framundan er stjórnarfundur hjá Heimi kvikmyndanna klukkan níu þar sem staða bíósins verður til umræðu. Starfsfólk bíósins mun vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þess vegna er gert ráð fyrir því að starfsemin haldist óbreytt í febrúar, mars og apríl. Bíó Paradís stendur við Hverfisgötu 52 og er með húsnæðið á leigu. Húsnæðið er í eigu félagsins Karls Mikla ehf. Eftir því sem fréttastofa kemst næst mun hækkun á leigu hafa sett rekstur bíósins í uppnám. Karl Mikli ehf. er í eigu þriggja félaga: AH verkataka ehf., sem er í eigu Arnars Haukssonar og Hauks Halldórssonar. GPS Invest ehf., sem er í eigu PÁJ Invest ehf. sem svo er í eigu Péturs Árna Jónssonar. Ægis Invest ehf. sem svo er í eigu Gísla Haukssonar. Arnar og Gísli eru bræður sem voru lengi tengdir fjárfestingafélaginu GAMMA, rétt eins og Pétur Árni. Bíó Paradís var opnað í september 2010 og fagnar því tíu ára afmæli á þessu ári. Þar var áður bíó sem hét Regnboginn en bíóið gekk í endurnýjun lífdaga. Lagt var upp með að bíóið hefði á dagskrá sinni nýjar áhugaverðar kvikmyndir víðsvegar að, auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsa kvikmyndahátíðir og standa fyrir hverskyns kvikmyndatengdum viðburðum. „Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu, þar sem markmiðið er að efla þekkingu og menntun á þessari mikilvægu listgrein. Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. Hús af þessu tagi eru meðal lykilstofnana höfuðborga víðsvegar um heim, vinsælir áfangastaðir fyrir heimamenn jafnt sem ferðamenn. Þau má til dæmis finna á öllum Norðurlöndunum, í flestum Evrópulöndum og í helstu borgum Bandaríkjanna og Kanada,“ segir á heimasíðu bíósins. Nokkur umræða hefur skapast á Twitter vegna tíðinda. Ari Eldjárn, grínisti og mikill kvikmyndaáhugamaður, er miður sín. Leigan er að hækka. Leigusalar eru Gísli Hauks og félagar. Hér vantar lagaumgjörð sem ver leigjendur. Þetta er markaðurinn. Verði okkur að góðu. https://t.co/YN932WUukY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) January 30, 2020 What?!? Hvernig gat þetta gerst? Hvað er hægt að gera?— Ari Eldjárn (@arieldjarn) January 30, 2020
Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira