Enski boltinn

Zidane fékk tilboð frá öðrum félögum en vildi ekki stýra öðru liði en Real

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zidane á blaðamannafundinum í gær.
Zidane á blaðamannafundinum í gær. vísir/getty
„Ég er mjög ánægður að vera kominn heim,“ voru fyrstu orð Zinedine Zidane, nýráðins stjóra Real Madrid, er hann var kynntur sem stjóri liðsins á blaðamannafundi í kvöld.

Zidane stýrði Real frá janúar 2015 til sumarsins 2018 og vann þar á meðal spænsku deildina einu sinni og Meistaradeildina þrisvar. Santiago Solari var rekinn í dag og aftur var kallað í Zidane.

„Ég vil koma þessu félagi aftur þar sem það á heima og vinnan byrjar á morgun. Þegar ég yfirgaf félagið þá var það vegna þess að ég þurfti að fara. Ég held að leikmennirnir hafi þurft þess vegna þess að við höfðum unnið allt.“

„Breytingar voru mikilvægar á þeim tímapunkti en nú hef ég ákveðið að snúa aftur því forsetinn hringdi í mig. Mér þykir vænt um forsetann og hér er ég mættur aftur.“

Zidane hefur verið án félags í níu mánuði, eða síðan hann hætti hjá Real, en hann vildi ekki taka við öðru liði.

„Ég fékk tilboð frá öðrum félögum en en ég vildi ekki stýra öðru félagi. Ég vildi vera hjá þessu félögi og markmiðið er að enda tímabilð eins vel og hægt er. Svo undirbúum við nýtt tímabil,“ en mun Cristiano Ronaldo snúa aftur?

„Við erum ekki að hugsa um það núna. Við erum að horfa á næstu leiki. Ronaldo er goðsögn hjá félagi; sá besti eða einn sá besti en núna erum við að hugsa um næstu ellefu leiki,“ sagði Zidane sem er yfirsig hrifinn af félaginu:

„Ég er tilbúinn að vera hjá þessu frábæra félagi. Félagi sem ég elska.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×