Erlent

Brotlenti þyrlu sem átti ekki að taka á loft

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan í Little Rock í Arkansas í Bandaríkjunum hefur birt myndband af því þegar þyrla embættisins brotlenti í síðustu viku.
Lögreglan í Little Rock í Arkansas í Bandaríkjunum hefur birt myndband af því þegar þyrla embættisins brotlenti í síðustu viku.
Lögreglan í Little Rock í Arkansas í Bandaríkjunum hefur birt myndband af því þegar þyrla embættisins brotlenti í síðustu viku. Héraðsmiðillinn KATV segir flugmann þyrlunnar hafa slasast alvarlega en hann er nú í stöðugu ástandi. Hann heitir William Denio og var áður lögregluþjónn en er nú á eftirlaunum.



Denio mun, samkvæmt löreglunni, hafa verið að prófa nýjan búnað í þyrlunni þegar kerran sem þyrlan sat á færðist til. Við það lenti Denio í vandræðum og þyrlan kræktist í kerruna og valt á hliðina. Hreyflar vélarinnar brotnuðu og skutust út um víðan völl. Ekki stóð til að fljúga þyrlunni á loft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×