Skúli stendur keikur Hörður Ægisson skrifar 22. ágúst 2018 05:00 Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri Wow Air. Vísir/Anton Brink Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að ekki þurfi að auka hlutafé félagsins til að bæta eigin fjárstöðuna áður en ráðist verður í fyrirhugað skuldabréfaútboð upp á jafnvirði 6 til 12 milljarða króna. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins, sem var aðeins 4,8 prósent í lok júní, muni batna verulega á seinni helmingi ársins en útlit sé fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) WOW air verði þá um 26 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um þriggja milljarða króna, og aukist um 159 prósent frá sama tíma fyrir ári. Skúli, ásamt ráðgjöfum norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities sem mun hafa umsjón með skuldabréfaútboðinu, hefur undanfarna daga átt fundi með fjárfestum í Norður-Evrópu í tengslum við skuldabréfaútgáfuna. Áætlað er að stærð útboðsins verði á bilinu 500 til 1.000 milljónir sænskra króna en útgáfan er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu frumútboði WOW air innan 18 mánaða. Í viðtali við Markaðinn segir Skúli, sem er jafnframt eini hluthafi félagsins, að undirbúningur að þessari fjármögnun hafi staðið yfir í rúmt ár og því „teljum við okkur geta klárað hana hratt núna þegar formlegt ferli er hafið“.Hver hafa viðbrögð fjárfesta verið á þessum fundum og er komin skýr mynd á hversu mikið fjármagn félagið getur sótt sér og á hvaða kjörum? „Viðbrögðin hafa verið mjög góð og margir fagfjárfestar í raun hissa á að sjá hvað félagið er orðið stórt á skömmum tíma og það þykir fullkomlega eðlilegt að slíkur vöxtur kalli á miklar fjárfestingar og ekki hægt að ætlast til að félög skili hagnaði á meðan slíkt vaxtarskeið stendur yfir. Það er einnig ánægjulegt að sjá að reyndir fjárfestar í flugheiminum skilja að við erum að nálgast markaðinn öðruvísi þar sem við leggjum mun meiri áherslu á tæknilausnir og hliðartekjur heldur en áður hefur þekkst. Menn staldra við þegar þeir sjá að við erum með hæstu hliðartekjur í heimi á hvern farþega og að við séum að nálgast Icelandair í farþegafjölda. Það bjóst enginn við því fyrir örfáum árum. Við vorum að hefja formlegt fjárfestngarkynningarferli og það er eðlilegt að það muni taka nokkrar vikur að klára endanlega stærð og kjör en ég er mjög ánægður með þann mikla áhuga sem við höfum fengið það sem komið er.“Ef ekkert verður af skuldabréfaútboðinu, hvert er þá plan b? Hafa verið óformlegar viðræður við önnur flugfélög um að þau kaupi hlutafé WOW, að hluta eða öllu leyti? „Við og Pareto höfum fulla trú á að við klárum útboðið. Þetta snýst í raun bara um kjör og því voru þau viljandi höfð opin í kynningunni. Núna erum við búin að tala við tugi fjárfesta og höfum fengið mjög góð viðbrögð en jafnframt góðar ábendingar og munum nota það til að klára næstu skref. Það má því segja að plan b og c snúist um stærð og álagningu frekar en hvort við klárum fjármögnunina eða ekki. Það hafa ýmsir aðilar sýnt WOW air áhuga í gegnum tíðina en ég hef ekki viljað selja félagið enda tel ég okkur eiga mikið inni enn þá og við höfum gaman af því sem við erum að gera.“ Ekki haft áhrif á miðasölu Samkvæmt skilmálum útboðsins þarf eigið fé WOW air að nema að lágmarki 25 milljónum dala eftir útgáfu skuldabréfsins en um mitt þetta ár var það rúmlega 20 milljónir dala. Spurður hvort félagið sé af þessum sökum ekki að vinna að því samhliða skuldabréfaútboðinu að sækja sér einnig aukið hlutafé til að styrkja eiginfjárstöðu félagsins segir Skúli að gert sé ráð fyrir að WOW air skili hagnaði á seinni hluta ársins og eigið fé verði því „umtalsvert betra“ en 25 milljónir dala. „Núna er þriðji ársfjórðungur hálfnaður sem er sögulega alltaf besti fjórðungur ársins og við sjáum það nú þegar miðað við afkomuna í júlí og bókunarstöðuna í ágúst og september að þriðji fjórðungur á þessu ári verður næstbesti ársfjórðungur í sögu félagsins og því teljum við afkomuspána fyrir seinni hluta ársins í takt við væntingar okkar.“ Rekstrarumhverfi íslensku flugfélaganna hefur versnað til muna að undanförnu, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en WOW air er ekki með neinar varnir gagnvart sveiflum í olíuverði. Rekstrartap á tímabilinu júlí 2017 til júní 2018 nam 45 milljónum dala en tapið var um 13 milljónir dala allt árið í fyrra. Samkvæmt áætlunum WOW air, sem upplýst er um í fjárfestakynningu Pareto, er hins vegar gert ráð fyrir verulegum viðsnúningi á næstu mánuðum og misserum. Þannig er meðal annars ráðgert að hagnaður fyrir leigugreiðslur, afskriftir, fjármagnsliði og tekjuskatt (EBITDAR) verði 142 milljónir dala á árinu 2019 borið saman við spá upp á 63 milljónir dala á þessu ári.Byggja þessar áætlanir einkum á breyttum ytri aðstæðum, það er að olíuverð fari lækkandi og meðalfar- gjöld muni hækka frá því sem nú er? „Já, um er að ræða verulega bætingu en það er byggt á aðgerðum og fjárfestingum sem þegar hefur verið ráðist í eins og með hliðartekjuaukninguna og Premium-sætin. Þessi aukning er þegar orðin ljós í júlí og í bókunum núna á næstu mánuðum. Við erum því ekki að spá hækkandi grunnfargjaldi og lækkandi olíuverði. Þvert á móti vinnum við alla daga að því markmiði okkar að lækka fargjöld og ætlum að halda því áfram.“ Spurður hvernig á því stóð að fjárfestakynningu Pareto var lekið í síðustu viku, meðal annars til fjölmiðla og markaðsaðila, og hvort fréttir í kjölfarið af fjárhagsstöðu félagsns hafi ekki haft áhrif á miðasölu bendir Skúli á að Pareto hafi sent kynninguna á um 70 fjárfesta úti um alla Norður-Evrópu og því erfitt að stjórna því hvernig hún dreifðist í framhaldinu. „Í sjálfu sér kom það ekki á óvart í ljósi þess að félagið hefur verið mikið í umræðunni og þar sem við erum einkafyrirtæki þá höfum við aldrei áður deilt svona nákvæmum upplýsingum né um framtíðarhorfur. En þetta er einnig liður í því að við ætlum að skrá félagið á næstu 18-24 mánuðum og munum við deila ársfjórðungslegum upplýsingum héðan í frá. Miðasala félagsins hefur verið fín og við sjáum ekki að þessi umfjöllun hafi haft nein áhrif á sölu miða síðustu daga.“ Átta ár í skuldlausar vélar Á fyrri árshelmingi var eignafærð viðskiptavild upp á 18,4 milljónir dala í efnahagsreikningi WOW air og styrktist eiginfjárstaðan samhliða sem því nemur. Skúli segir að þetta skýrist aðallega vegna kaupa á Cargo Express „sem er félag sem hefur gengið mjög vel og skilaði 235 milljónum í hagnað á síðasta ári og við teljum geta nýst enn betur í framtíðinni, sérstaklega með tilkomu fleiri stærri breiðþota sem hafa mun meira cargo-pláss.“WOW fær einmitt afhentar fjórar nýjar breiðþotur á næstunni. Hefur félagið not fyrir þær allar að óbreyttu? „Við fáum tvær Airbus A330neo seinna á þessu ári sem munu nýtast í Indlandsflugið sem er mjög spennandi og hefur farið vel af stað. Við vorum að ráða frábæra konu sem framkvæmdastjóra okkar á Indlandi og það er gaman að segja frá því að bókunarstaðan á fyrri hluta næsta árs er best á Delí af öllum okkar áfangastöðum. Síðan fáum við aðrar tvær Airbus A330neo á næsta ári og miðað við þær móttökur sem við höfum fengið verða þær einnig notaðar í frekari Asíu-uppbyggingu enda er gríðarlegur vöxtur í alþjóðlegu flugi frá Asíu og er Ísland í landfræðilegri kjörstöðu til að tengja saman Asíu og Norður-Ameríku en einnig Evrópu.“ WOW air hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum. Áætlaður farþegafjöldi þessa árs er 3,2 milljónir, tekjur verði um 659 milljónir dala og þá starfa samtals um 1.400 manns hjá félaginu. Miðað við stærð flugfélagsins er ljóst að eiginfjárhlutfall þess, sem var tæplega 5 prósent í júní, er afar lágt á sama tíma og framtíðarskuldbindingar eru umtalsverðar. Hvernig ætlið þið að bregðast við því? „Eins og fyrr segir er útlit fyrir að afkoman á seinni hluta ársins verði mjög góð og að við munum skila góðri afkomu allt árið 2019. Hins vegar er það rétt að til langs tíma væri æskilegt að efla eiginfjárstöðu félagsins og því erum við núna að hefja undirbúning að skráningu WOW air á hlutabréfamarkað á næstu 18-24 mánuðum. Skuldabréfaútboðið er liður í þeirri vegferð og mun bæta lausafjárstöðu félagsins og tryggja áframhaldandi vöxt okkar fram að útboði sem er mjög mikilvægt. Þess má einnig geta að það virðist ríkja misskilningur um flugflota WOW air og að vélarnar séu allar á leigu. Hið rétta er að við erum með fjórar af 20 flugvélum á langtíma kaupleigusamningum og munum við eiga þær flugvélar skuldlausar eftir um átta ár. Eigið fé okkar í viðkomandi flugvélum eykst því jafnt og þétt á næstu árum. Í dag eru þessar fjórar flugvélar langstærstu langtímaskuldbindingarnar á efnahagsreikningi okkar, eða um 139 milljónir dala, en á móti erum við með vélarnar undir fastafjármunum í efnahagsreikningi félagsins sem nema 209 milljónum dala í hálfsársuppgjöri félagsins.“ Gott að hægist á vextinum Ríkisstjórnin setti á fót samráðshóp í vor til að meta stöðu kerfislega mikilvægra fyrirtækja, meðal annars flugfélaganna, og hvaða áhrif það hefði ef þau myndu riða til falls en gert er ráð fyrir að hópurinn skili af sér skýrslu í næsta mánuði. Skúli segir „eðlilegt að stjórnvöld fylgist vel með gangi mála sé ferðaþjónustan orðin langstærsta greinin í íslensku atvinnulífi“. Spurður um framtíðarhorfur í ferðaþjónustu, núna þegar margir telja að blikur séu á lofti, svarar Skúli því til að hann telji framtíðarhorfur vera góðar og að greinin „í heild sinni hafi gott að því að nú sé að hægja á vextinum. Það gefur okkur tíma til að draga andann og bæta innviðina sem er mjög aðkallandi en einnig að gera ferðaþjónustuna fjölbreyttari en hún er í dag. Ísland er gríðarlega stórt land og við getum dreift álaginu mun betur um landið svo og búið til sérhæfðari og markvissari ferðir sem geta verið mun arðbærari til lengdar.“ „Mjög mismunandi fyrirtæki“ Skúli segir mjög mikilvægt, þegar rætt er um Icelandair og WOW air, að „átta sig á því“ að flugfélögin séu í eðli sínu „mjög mismunandi fyrirtæki“ með mismunandi viðskiptamódel. „Það sést mjög vel þegar borinn er saman undirliggjandi kostnaður fyrirtækjanna á hvern floginn kílómetra en við erum með hátt í helmingi lægri kostnað en Icelandair sem gerir okkur kleift að selja mun ódýrari fargjöld. Jafnframt er meðalaldur okkar flugvéla aðeins þrjú ár á meðan meðalaldur flugvéla Icelandair er um 20 ár þannig að það er eðlilegt að þeir hafi þegar afskrifað sinn flota að fullu á meðan við eigum enn um átta ár eftir af okkar leigusamningum. WOW air er að vaxa ört og fjárfesta mikið í uppbyggingu innviða félagsins en á sama tíma hefur farþegafjöldi Icelandair verið að dragast saman líkt og kom fram í júlí-farþegatölunum en farþegum WOW air fjölgaði um 29 prósent á meðan þeim fækkaði um 5 prósent hjá Icelandair milli ára. Þá er Icelandair með innanlandsstarfsemi, hótelrekstur og aðra ferðatengda þjónustu á sínum ársreikningi sem WOW air hefur ekki. Ég held að bæði fyrirtækin eigi rétt á sér og ég óska vinum mínum í Vatnsmýrinni alls hins besta í framtíðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að ekki þurfi að auka hlutafé félagsins til að bæta eigin fjárstöðuna áður en ráðist verður í fyrirhugað skuldabréfaútboð upp á jafnvirði 6 til 12 milljarða króna. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins, sem var aðeins 4,8 prósent í lok júní, muni batna verulega á seinni helmingi ársins en útlit sé fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) WOW air verði þá um 26 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um þriggja milljarða króna, og aukist um 159 prósent frá sama tíma fyrir ári. Skúli, ásamt ráðgjöfum norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities sem mun hafa umsjón með skuldabréfaútboðinu, hefur undanfarna daga átt fundi með fjárfestum í Norður-Evrópu í tengslum við skuldabréfaútgáfuna. Áætlað er að stærð útboðsins verði á bilinu 500 til 1.000 milljónir sænskra króna en útgáfan er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu frumútboði WOW air innan 18 mánaða. Í viðtali við Markaðinn segir Skúli, sem er jafnframt eini hluthafi félagsins, að undirbúningur að þessari fjármögnun hafi staðið yfir í rúmt ár og því „teljum við okkur geta klárað hana hratt núna þegar formlegt ferli er hafið“.Hver hafa viðbrögð fjárfesta verið á þessum fundum og er komin skýr mynd á hversu mikið fjármagn félagið getur sótt sér og á hvaða kjörum? „Viðbrögðin hafa verið mjög góð og margir fagfjárfestar í raun hissa á að sjá hvað félagið er orðið stórt á skömmum tíma og það þykir fullkomlega eðlilegt að slíkur vöxtur kalli á miklar fjárfestingar og ekki hægt að ætlast til að félög skili hagnaði á meðan slíkt vaxtarskeið stendur yfir. Það er einnig ánægjulegt að sjá að reyndir fjárfestar í flugheiminum skilja að við erum að nálgast markaðinn öðruvísi þar sem við leggjum mun meiri áherslu á tæknilausnir og hliðartekjur heldur en áður hefur þekkst. Menn staldra við þegar þeir sjá að við erum með hæstu hliðartekjur í heimi á hvern farþega og að við séum að nálgast Icelandair í farþegafjölda. Það bjóst enginn við því fyrir örfáum árum. Við vorum að hefja formlegt fjárfestngarkynningarferli og það er eðlilegt að það muni taka nokkrar vikur að klára endanlega stærð og kjör en ég er mjög ánægður með þann mikla áhuga sem við höfum fengið það sem komið er.“Ef ekkert verður af skuldabréfaútboðinu, hvert er þá plan b? Hafa verið óformlegar viðræður við önnur flugfélög um að þau kaupi hlutafé WOW, að hluta eða öllu leyti? „Við og Pareto höfum fulla trú á að við klárum útboðið. Þetta snýst í raun bara um kjör og því voru þau viljandi höfð opin í kynningunni. Núna erum við búin að tala við tugi fjárfesta og höfum fengið mjög góð viðbrögð en jafnframt góðar ábendingar og munum nota það til að klára næstu skref. Það má því segja að plan b og c snúist um stærð og álagningu frekar en hvort við klárum fjármögnunina eða ekki. Það hafa ýmsir aðilar sýnt WOW air áhuga í gegnum tíðina en ég hef ekki viljað selja félagið enda tel ég okkur eiga mikið inni enn þá og við höfum gaman af því sem við erum að gera.“ Ekki haft áhrif á miðasölu Samkvæmt skilmálum útboðsins þarf eigið fé WOW air að nema að lágmarki 25 milljónum dala eftir útgáfu skuldabréfsins en um mitt þetta ár var það rúmlega 20 milljónir dala. Spurður hvort félagið sé af þessum sökum ekki að vinna að því samhliða skuldabréfaútboðinu að sækja sér einnig aukið hlutafé til að styrkja eiginfjárstöðu félagsins segir Skúli að gert sé ráð fyrir að WOW air skili hagnaði á seinni hluta ársins og eigið fé verði því „umtalsvert betra“ en 25 milljónir dala. „Núna er þriðji ársfjórðungur hálfnaður sem er sögulega alltaf besti fjórðungur ársins og við sjáum það nú þegar miðað við afkomuna í júlí og bókunarstöðuna í ágúst og september að þriðji fjórðungur á þessu ári verður næstbesti ársfjórðungur í sögu félagsins og því teljum við afkomuspána fyrir seinni hluta ársins í takt við væntingar okkar.“ Rekstrarumhverfi íslensku flugfélaganna hefur versnað til muna að undanförnu, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en WOW air er ekki með neinar varnir gagnvart sveiflum í olíuverði. Rekstrartap á tímabilinu júlí 2017 til júní 2018 nam 45 milljónum dala en tapið var um 13 milljónir dala allt árið í fyrra. Samkvæmt áætlunum WOW air, sem upplýst er um í fjárfestakynningu Pareto, er hins vegar gert ráð fyrir verulegum viðsnúningi á næstu mánuðum og misserum. Þannig er meðal annars ráðgert að hagnaður fyrir leigugreiðslur, afskriftir, fjármagnsliði og tekjuskatt (EBITDAR) verði 142 milljónir dala á árinu 2019 borið saman við spá upp á 63 milljónir dala á þessu ári.Byggja þessar áætlanir einkum á breyttum ytri aðstæðum, það er að olíuverð fari lækkandi og meðalfar- gjöld muni hækka frá því sem nú er? „Já, um er að ræða verulega bætingu en það er byggt á aðgerðum og fjárfestingum sem þegar hefur verið ráðist í eins og með hliðartekjuaukninguna og Premium-sætin. Þessi aukning er þegar orðin ljós í júlí og í bókunum núna á næstu mánuðum. Við erum því ekki að spá hækkandi grunnfargjaldi og lækkandi olíuverði. Þvert á móti vinnum við alla daga að því markmiði okkar að lækka fargjöld og ætlum að halda því áfram.“ Spurður hvernig á því stóð að fjárfestakynningu Pareto var lekið í síðustu viku, meðal annars til fjölmiðla og markaðsaðila, og hvort fréttir í kjölfarið af fjárhagsstöðu félagsns hafi ekki haft áhrif á miðasölu bendir Skúli á að Pareto hafi sent kynninguna á um 70 fjárfesta úti um alla Norður-Evrópu og því erfitt að stjórna því hvernig hún dreifðist í framhaldinu. „Í sjálfu sér kom það ekki á óvart í ljósi þess að félagið hefur verið mikið í umræðunni og þar sem við erum einkafyrirtæki þá höfum við aldrei áður deilt svona nákvæmum upplýsingum né um framtíðarhorfur. En þetta er einnig liður í því að við ætlum að skrá félagið á næstu 18-24 mánuðum og munum við deila ársfjórðungslegum upplýsingum héðan í frá. Miðasala félagsins hefur verið fín og við sjáum ekki að þessi umfjöllun hafi haft nein áhrif á sölu miða síðustu daga.“ Átta ár í skuldlausar vélar Á fyrri árshelmingi var eignafærð viðskiptavild upp á 18,4 milljónir dala í efnahagsreikningi WOW air og styrktist eiginfjárstaðan samhliða sem því nemur. Skúli segir að þetta skýrist aðallega vegna kaupa á Cargo Express „sem er félag sem hefur gengið mjög vel og skilaði 235 milljónum í hagnað á síðasta ári og við teljum geta nýst enn betur í framtíðinni, sérstaklega með tilkomu fleiri stærri breiðþota sem hafa mun meira cargo-pláss.“WOW fær einmitt afhentar fjórar nýjar breiðþotur á næstunni. Hefur félagið not fyrir þær allar að óbreyttu? „Við fáum tvær Airbus A330neo seinna á þessu ári sem munu nýtast í Indlandsflugið sem er mjög spennandi og hefur farið vel af stað. Við vorum að ráða frábæra konu sem framkvæmdastjóra okkar á Indlandi og það er gaman að segja frá því að bókunarstaðan á fyrri hluta næsta árs er best á Delí af öllum okkar áfangastöðum. Síðan fáum við aðrar tvær Airbus A330neo á næsta ári og miðað við þær móttökur sem við höfum fengið verða þær einnig notaðar í frekari Asíu-uppbyggingu enda er gríðarlegur vöxtur í alþjóðlegu flugi frá Asíu og er Ísland í landfræðilegri kjörstöðu til að tengja saman Asíu og Norður-Ameríku en einnig Evrópu.“ WOW air hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum. Áætlaður farþegafjöldi þessa árs er 3,2 milljónir, tekjur verði um 659 milljónir dala og þá starfa samtals um 1.400 manns hjá félaginu. Miðað við stærð flugfélagsins er ljóst að eiginfjárhlutfall þess, sem var tæplega 5 prósent í júní, er afar lágt á sama tíma og framtíðarskuldbindingar eru umtalsverðar. Hvernig ætlið þið að bregðast við því? „Eins og fyrr segir er útlit fyrir að afkoman á seinni hluta ársins verði mjög góð og að við munum skila góðri afkomu allt árið 2019. Hins vegar er það rétt að til langs tíma væri æskilegt að efla eiginfjárstöðu félagsins og því erum við núna að hefja undirbúning að skráningu WOW air á hlutabréfamarkað á næstu 18-24 mánuðum. Skuldabréfaútboðið er liður í þeirri vegferð og mun bæta lausafjárstöðu félagsins og tryggja áframhaldandi vöxt okkar fram að útboði sem er mjög mikilvægt. Þess má einnig geta að það virðist ríkja misskilningur um flugflota WOW air og að vélarnar séu allar á leigu. Hið rétta er að við erum með fjórar af 20 flugvélum á langtíma kaupleigusamningum og munum við eiga þær flugvélar skuldlausar eftir um átta ár. Eigið fé okkar í viðkomandi flugvélum eykst því jafnt og þétt á næstu árum. Í dag eru þessar fjórar flugvélar langstærstu langtímaskuldbindingarnar á efnahagsreikningi okkar, eða um 139 milljónir dala, en á móti erum við með vélarnar undir fastafjármunum í efnahagsreikningi félagsins sem nema 209 milljónum dala í hálfsársuppgjöri félagsins.“ Gott að hægist á vextinum Ríkisstjórnin setti á fót samráðshóp í vor til að meta stöðu kerfislega mikilvægra fyrirtækja, meðal annars flugfélaganna, og hvaða áhrif það hefði ef þau myndu riða til falls en gert er ráð fyrir að hópurinn skili af sér skýrslu í næsta mánuði. Skúli segir „eðlilegt að stjórnvöld fylgist vel með gangi mála sé ferðaþjónustan orðin langstærsta greinin í íslensku atvinnulífi“. Spurður um framtíðarhorfur í ferðaþjónustu, núna þegar margir telja að blikur séu á lofti, svarar Skúli því til að hann telji framtíðarhorfur vera góðar og að greinin „í heild sinni hafi gott að því að nú sé að hægja á vextinum. Það gefur okkur tíma til að draga andann og bæta innviðina sem er mjög aðkallandi en einnig að gera ferðaþjónustuna fjölbreyttari en hún er í dag. Ísland er gríðarlega stórt land og við getum dreift álaginu mun betur um landið svo og búið til sérhæfðari og markvissari ferðir sem geta verið mun arðbærari til lengdar.“ „Mjög mismunandi fyrirtæki“ Skúli segir mjög mikilvægt, þegar rætt er um Icelandair og WOW air, að „átta sig á því“ að flugfélögin séu í eðli sínu „mjög mismunandi fyrirtæki“ með mismunandi viðskiptamódel. „Það sést mjög vel þegar borinn er saman undirliggjandi kostnaður fyrirtækjanna á hvern floginn kílómetra en við erum með hátt í helmingi lægri kostnað en Icelandair sem gerir okkur kleift að selja mun ódýrari fargjöld. Jafnframt er meðalaldur okkar flugvéla aðeins þrjú ár á meðan meðalaldur flugvéla Icelandair er um 20 ár þannig að það er eðlilegt að þeir hafi þegar afskrifað sinn flota að fullu á meðan við eigum enn um átta ár eftir af okkar leigusamningum. WOW air er að vaxa ört og fjárfesta mikið í uppbyggingu innviða félagsins en á sama tíma hefur farþegafjöldi Icelandair verið að dragast saman líkt og kom fram í júlí-farþegatölunum en farþegum WOW air fjölgaði um 29 prósent á meðan þeim fækkaði um 5 prósent hjá Icelandair milli ára. Þá er Icelandair með innanlandsstarfsemi, hótelrekstur og aðra ferðatengda þjónustu á sínum ársreikningi sem WOW air hefur ekki. Ég held að bæði fyrirtækin eigi rétt á sér og ég óska vinum mínum í Vatnsmýrinni alls hins besta í framtíðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00
WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00