Rússland vígir kjarnorkudrifinn ísbrjót Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. maí 2019 21:11 Sibir, systurskip Úralsins. getty/Igor Russak Rússland vígði í dag ísbrjót sem knúinn er af kjarnorku. Sjósetning er hluti af metnaðarfullri áætlun Rússa um að endurnýja og stækka sjóflotann svo að hægt sé að ferðast um Norður-heimskautið og nýta til almenns flutnings. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Skipið, sem ber nafnið Úralinn, var sjósett í Sankti Pétursborg og er eitt þriggja kjarnorku knúinna skipa sem Rússland er með í smíðum og verða þau stærstu og öflugustu ísbrjótar í heiminum þegar þau verða öll tilbúin. Rússland er að byggja upp innviði sína og gera við hafnir, til að undirbúa þær fyrir þau tækifæri sem hlýnun jarðar mun hafa í för með sér. Gert er ráð fyrir að umferð um norður sjóleiðina (NSR) verði möguleg innan skamms tíma. Úralinn mun vera færður yfir til kjarnorkustofnunarinnar Rosatom, sem er í eigu rússneska ríkisins, árið 2022 eftir að tveir aðrir ísbrjótar, sem voru smíðaðir fyrir sama verkefnið og bera heitin Arktika and Sibir, verða teknir í notkun. „Úralinn ásamt systrum hennar er lykillinn að því verkefni að opna norður sjóðleiðina fyrir umferð allt árið,“ sagði Alexey Likhachev, framkvæmdarstjóri Rosatom. Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í apríl að landið væri að smíða ísbrjóta í miklum mæli í von um að auka umferð flutningaskipa verulega með fram norðurströnd landsins. Þessi aukning styrkir stöðu Rússa á norðurslóðum verulega, en þar keppast Kanada, Bandaríkin, Noregur og Kína um lykilstöðu. Putin segir að árið 2035 muni floti Rússlands á norðurslóðum meðal annars hafa starfandi 13 stóra ísbrjóta en níu þeirra muni vera kjarnorkudrifnir. Samkvæmt Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna geyma jarðgas- og olíuauðlindir norðurslóða hátt í 412 milljarða olíutunna, sem er um 22 prósent jarðgas- og olíulinda heimsins sem enn eru ófundnar. Áhöfn Úralsins mun nema 75 manns og mun skipið geta klofið allt að þriggja metra þykkan ís. Norðurslóðir Rússland Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Rússland vígði í dag ísbrjót sem knúinn er af kjarnorku. Sjósetning er hluti af metnaðarfullri áætlun Rússa um að endurnýja og stækka sjóflotann svo að hægt sé að ferðast um Norður-heimskautið og nýta til almenns flutnings. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Skipið, sem ber nafnið Úralinn, var sjósett í Sankti Pétursborg og er eitt þriggja kjarnorku knúinna skipa sem Rússland er með í smíðum og verða þau stærstu og öflugustu ísbrjótar í heiminum þegar þau verða öll tilbúin. Rússland er að byggja upp innviði sína og gera við hafnir, til að undirbúa þær fyrir þau tækifæri sem hlýnun jarðar mun hafa í för með sér. Gert er ráð fyrir að umferð um norður sjóleiðina (NSR) verði möguleg innan skamms tíma. Úralinn mun vera færður yfir til kjarnorkustofnunarinnar Rosatom, sem er í eigu rússneska ríkisins, árið 2022 eftir að tveir aðrir ísbrjótar, sem voru smíðaðir fyrir sama verkefnið og bera heitin Arktika and Sibir, verða teknir í notkun. „Úralinn ásamt systrum hennar er lykillinn að því verkefni að opna norður sjóðleiðina fyrir umferð allt árið,“ sagði Alexey Likhachev, framkvæmdarstjóri Rosatom. Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í apríl að landið væri að smíða ísbrjóta í miklum mæli í von um að auka umferð flutningaskipa verulega með fram norðurströnd landsins. Þessi aukning styrkir stöðu Rússa á norðurslóðum verulega, en þar keppast Kanada, Bandaríkin, Noregur og Kína um lykilstöðu. Putin segir að árið 2035 muni floti Rússlands á norðurslóðum meðal annars hafa starfandi 13 stóra ísbrjóta en níu þeirra muni vera kjarnorkudrifnir. Samkvæmt Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna geyma jarðgas- og olíuauðlindir norðurslóða hátt í 412 milljarða olíutunna, sem er um 22 prósent jarðgas- og olíulinda heimsins sem enn eru ófundnar. Áhöfn Úralsins mun nema 75 manns og mun skipið geta klofið allt að þriggja metra þykkan ís.
Norðurslóðir Rússland Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira