Bæði Manchester United og Liverpool hafa verið nefnd sem mögulegur áfangastaður Ramos en ekkert hefur verið gefið út varðandi fyrirliðann.
Marca greinir frá því á vef sínum að fari það svo að Ramos yfirgefi spænska risann þá vilji Zinedine Zidane fá varnarmann Liverpool, Virgin Van Dijk í stað Ramos.
Real Madrid will look to sign Virgil Van Dijk from Liverpool if Sergio Ramos leaves the club this summer. (Source: MARCA) pic.twitter.com/kpvM5jY14T
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 25, 2019
Van Dijk hefur verið stórkostlegur á tímabilinu hjá Liverpool sem mætir Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi.
Hann var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni þar sem Liverpool endaði númer tvö, einu stigi á eftir toppliði Manchester City.