Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 12:00 Það er ekki nóg að fara í ræktina þrisvar í viku. Mikilvægt er að forðast kyrrsetu og standa upp á hreyfa sig á hálftíma fresti. vísir/stefán Kyrrseta er sterkur áhættuþáttur ýmissa lífstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, kransæðsjúkdóma og sykursýki. Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir ráðleggur fólki að forðast kyrrsetu og standa að minnsta kosti upp á hálftíma fresti og hreyfa sig. Ekki sé nóg að fara bara í ræktina en hreyfa sig ekkert á öðrum tíma dagsins. Við sögðum frá því í fréttum að þó svo að mörg fyrirtæki séu komin með upphækkanleg borð þá er fólk ekki að nota þau. Dæmigerður Íslendingur situr því mikið á einum degi. Hann getur setið um hálfa klukkustund á dag í bíl í og úr vinnu. Í sex til átta klukkustundir við vinnu og kannsi í tvær klukkustundir við tölvu eða sjónvarp eftir að heim er komið. Þannig er stærstum hluta vökutímans varið í kyrrsetu. Helga Margrét ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig í að minnsta kosti eina mínútu á hálftíma fresti.Vitundarvakning nauðsynleg um áhrif kyrrsetu Helga Margrét segir að það vanti vitundarvakningu hér á landi um mikilvægi þess að forðast kyrrsetu og mælir með að fólk standi að minnsta kosti upp í mínútu á hálftíma fresti. „Það þarf að varast að sitja á rassinum tímunum saman og helst ekki meira en hálftíma í senn. Það eru mjög sterk tengsl milli þess hvað miklum tíma er varið í kyrrsetu og heilsu og langlífis,“ segir Helga Margrét. Hún segir ekki nóg að fara bara í ræktina. „Það þarf að hugsa þetta í tvennu lagi þ.e. annars vegar líkamsrækt eins og að spenna á sig hlaupaskóna eða gönguskóna. En hitt er að forðast kyrrsetu og standa og virkja stóru vöðvanna,“ segir Helga Margrét.Nánast engin hætta á sykursýki ef skrefin eru 10.000 á dag Aðspurð um hversu mikillar hreyfingar sé þá þörf segir hún að gott sé að fylgjast vel með hversu mikil hreyfingin sé yfir daginn. „Ég er farin að benda mínum skjólstæðingum á að fylgjast með skrefamæli það er mjög góð aðferð til að fylgjast með hvað við hreyfum okkur mikið í daglegu lífi. Það skiptir svo miklu máli að halda sér á hreyfingu. Þá hefur komið fram að þeir sem hreyfa sig meira en tíuþúsund skref á dag eru í nánast engri hættu á t.d. að fá sykursýki,“ segir Helga Margrét. Klippa: Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Kyrrseta er sterkur áhættuþáttur ýmissa lífstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, kransæðsjúkdóma og sykursýki. Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir ráðleggur fólki að forðast kyrrsetu og standa að minnsta kosti upp á hálftíma fresti og hreyfa sig. Ekki sé nóg að fara bara í ræktina en hreyfa sig ekkert á öðrum tíma dagsins. Við sögðum frá því í fréttum að þó svo að mörg fyrirtæki séu komin með upphækkanleg borð þá er fólk ekki að nota þau. Dæmigerður Íslendingur situr því mikið á einum degi. Hann getur setið um hálfa klukkustund á dag í bíl í og úr vinnu. Í sex til átta klukkustundir við vinnu og kannsi í tvær klukkustundir við tölvu eða sjónvarp eftir að heim er komið. Þannig er stærstum hluta vökutímans varið í kyrrsetu. Helga Margrét ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig í að minnsta kosti eina mínútu á hálftíma fresti.Vitundarvakning nauðsynleg um áhrif kyrrsetu Helga Margrét segir að það vanti vitundarvakningu hér á landi um mikilvægi þess að forðast kyrrsetu og mælir með að fólk standi að minnsta kosti upp í mínútu á hálftíma fresti. „Það þarf að varast að sitja á rassinum tímunum saman og helst ekki meira en hálftíma í senn. Það eru mjög sterk tengsl milli þess hvað miklum tíma er varið í kyrrsetu og heilsu og langlífis,“ segir Helga Margrét. Hún segir ekki nóg að fara bara í ræktina. „Það þarf að hugsa þetta í tvennu lagi þ.e. annars vegar líkamsrækt eins og að spenna á sig hlaupaskóna eða gönguskóna. En hitt er að forðast kyrrsetu og standa og virkja stóru vöðvanna,“ segir Helga Margrét.Nánast engin hætta á sykursýki ef skrefin eru 10.000 á dag Aðspurð um hversu mikillar hreyfingar sé þá þörf segir hún að gott sé að fylgjast vel með hversu mikil hreyfingin sé yfir daginn. „Ég er farin að benda mínum skjólstæðingum á að fylgjast með skrefamæli það er mjög góð aðferð til að fylgjast með hvað við hreyfum okkur mikið í daglegu lífi. Það skiptir svo miklu máli að halda sér á hreyfingu. Þá hefur komið fram að þeir sem hreyfa sig meira en tíuþúsund skref á dag eru í nánast engri hættu á t.d. að fá sykursýki,“ segir Helga Margrét. Klippa: Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti
Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira