Einfari sem faldi mat og seldi málverk Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 17:36 Árásarmaðurinn Robert Lewis Dear vísir/epa Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt þrjá á heilsugæslustöð Planned Parenthood samtakanna á föstudag mun koma fyrir rétt í dag í Colorado. Honum er gefið að sök að hafa hafið skothríð í heilsugæslustöðinni með þeim afleiðingum að lögreglumaður og tveir óbreyttir borgarar, þar á meðal tveggja barna móðir, biðu bana. Níu aðrir særðust.Sjá einnig: Segja árásarmanninn vera á móti fóstureyðingum Robert Lewis Dear er 57 ára gamall og hefur verið lýst af samferðamönnum sínum sem miklum einfara. Það endurspeglist meðal annars í húsakynnum hans sem eru í fjallendi Suður-Karólínu og Colorado. Kunningjar hans segja árásina á föstudag hafa komið sér á óvart.Faldi mat í skóginum og seldi málverk Dear hafi ekki látið í veðri vaka að hann hefði slíkt í hyggju. Hann hafi þannig ekki heldur viðrað öfgafullar skoðanir sem gætu hafa gefið vísbendingu um að fyrrgreind hegðun Dear væri hugsanleg. Nágrannar mannsins segja hann hafa lagt það í vana sinn að fela mat í skóglendinu umhverfis heimili hans og afla sér tekna með sölu á málverkum frænda síns. Málverkin voru oftar en ekki af plantekrum í Suðurríkjunum eða svipmyndir af Masters golfmótaröðinni. Þá hefur CBS eftir einum nágranna Dear að hann hafi einu sinni dreift blöðum með gagnrýni á Barack Obama Bandríkjaforseta. „Hann ræddi þau ekkert frekar. Hann sagði bara „Líttu á þau þegar þú hefur tækifæri til,“ er haft eftir honum.Andstaða við fóstureyðingar kveikjan Þegar Dear var handtekinn af lögreglu á föstudag mun hann hafa sagt „No more baby parts“, eða „ekki fleiri líkamshluta barna“. Maðurinn gekk inn á heilsugæslustöð samtakanna Planned Parenthood, þar sem fóstureyðingar eru meðal annars framkvæmdar, og hóf skothríð. Samtökin hafa það eftir sjónarvottum að drifkraftur Dear hafi verið andstaða hans við fóstureyðingar. Þó segjast þau ekki geta fullyrt hvort tilgangur árásrinnar hafi verið að að láta samtökin hverfa frá stefnu sinni. 19 heilsugæslustöðvar Planned Parenthood voru opnar í dag en stöðin í Colorado er lokuð vegna skemmda um óákveðinn tíma. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt þrjá á heilsugæslustöð Planned Parenthood samtakanna á föstudag mun koma fyrir rétt í dag í Colorado. Honum er gefið að sök að hafa hafið skothríð í heilsugæslustöðinni með þeim afleiðingum að lögreglumaður og tveir óbreyttir borgarar, þar á meðal tveggja barna móðir, biðu bana. Níu aðrir særðust.Sjá einnig: Segja árásarmanninn vera á móti fóstureyðingum Robert Lewis Dear er 57 ára gamall og hefur verið lýst af samferðamönnum sínum sem miklum einfara. Það endurspeglist meðal annars í húsakynnum hans sem eru í fjallendi Suður-Karólínu og Colorado. Kunningjar hans segja árásina á föstudag hafa komið sér á óvart.Faldi mat í skóginum og seldi málverk Dear hafi ekki látið í veðri vaka að hann hefði slíkt í hyggju. Hann hafi þannig ekki heldur viðrað öfgafullar skoðanir sem gætu hafa gefið vísbendingu um að fyrrgreind hegðun Dear væri hugsanleg. Nágrannar mannsins segja hann hafa lagt það í vana sinn að fela mat í skóglendinu umhverfis heimili hans og afla sér tekna með sölu á málverkum frænda síns. Málverkin voru oftar en ekki af plantekrum í Suðurríkjunum eða svipmyndir af Masters golfmótaröðinni. Þá hefur CBS eftir einum nágranna Dear að hann hafi einu sinni dreift blöðum með gagnrýni á Barack Obama Bandríkjaforseta. „Hann ræddi þau ekkert frekar. Hann sagði bara „Líttu á þau þegar þú hefur tækifæri til,“ er haft eftir honum.Andstaða við fóstureyðingar kveikjan Þegar Dear var handtekinn af lögreglu á föstudag mun hann hafa sagt „No more baby parts“, eða „ekki fleiri líkamshluta barna“. Maðurinn gekk inn á heilsugæslustöð samtakanna Planned Parenthood, þar sem fóstureyðingar eru meðal annars framkvæmdar, og hóf skothríð. Samtökin hafa það eftir sjónarvottum að drifkraftur Dear hafi verið andstaða hans við fóstureyðingar. Þó segjast þau ekki geta fullyrt hvort tilgangur árásrinnar hafi verið að að láta samtökin hverfa frá stefnu sinni. 19 heilsugæslustöðvar Planned Parenthood voru opnar í dag en stöðin í Colorado er lokuð vegna skemmda um óákveðinn tíma.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira