Aðför mennta- og menningar- málaráðuneytis að heilsu og velferð íslenskra ungmenna Erlingur Jóhannsson skrifar 30. nóvember 2015 11:00 Í kjölfar styttingar framhaldsskólans í þrjú ár hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið lagt til róttækar breytingar á umfangi námsgreina í nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir að umfang flestra námsgreina muni minnka um 15 til 20 prósent í kjölfar styttingar námstímans. Frá þessu er þó sú undantekning að umfang námsgreinarinnar „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ minnkar um 65%. Framhaldsskólaeiningar í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ voru átta í gamla kerfinu og síðar þrettán einingar þegar annað einingakerfi var tekið í notkun árið 2008. Í þessum tillögum er lagt til að einingar í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ verði að lágmarki fjórar og hámarki sex. Í fjögurra ára framhaldsskólakerfinu fengu nemendur að jafnaði tvær kennslustundir á viku í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“. Í nýjum tillögum ráðuneytisins er lagt til að framhaldsskólarnir geti skipulagt þessar sex einingar í námsgreininni þannig að nemendur fái eina kennslustund á viku í sex annir. Kennslustundum fækkar enn frekar í námsgreininni ef skólastjórnendur velja að hafa fjórar námseiningar í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“. Framhaldsskólarnir geta sem sagt með þessu fyrirkomulagi haft alla kennslu í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ á þremur eða fjórum önnum. Í þessu samhengi er forvitnilegt að skoða hvernig þessum hlutum er háttað í nágrannalöndum okkar. Í Noregi hefur framhaldsskólanám í marga áratugi verið þriggja ára nám og í aðalnámskrá framhaldsskóla þar kemur skýrt fram að lögbundið sé að nemendur fái tvær kennslustundir í námsgreininni á viku öll þrjú árin í framhaldsskóla. Mennta- og heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa einnig lýst því yfir að þau vilji fjölga kennslustundum í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ á komandi árum. Þessi afstaða er mjög skiljanleg þar sem tveir tímar í heilsurækt á viku fyrir þennan aldurshóp verður að teljast algjört lágmark út frá lýðheilsusjónarmiðum, en í ráðleggingum Embættis landlæknis er lagt til að framhaldsskólanemar hreyfi sig að minnsta kosti í 60 mínútur daglega.Óráðlegt og óskiljanlegt Það verður að teljast mjög óráðlegt og í raun óskiljanlegt að mennta- og menningarálaráðuneytið leggi til að fækka kenndum stundum í þessari námsgrein umfram aðrar greinar í kjölfar styttingar náms á framhaldsskólastigi. Sérstaklega í ljósi þess að umræddar breytingar eru í hrópandi andstöðu við þá þróun sem boðuð hefur verið í menntamálum undanfarin ár þar sem heilbrigði og velferð eru mikilvægar stoðir. Í þessu samhengi er skólakerfið mikilvægur vettvangur til að fylgja eftir þessum markmiðum og stuðla að jákvæðari þróun. Þessar tillögur eru einnig mjög á skjön við niðurstöður rannsókna á heilsu, hreyfihegðun og velferð íslenskra framhaldsskólanema. Í nýlegri íslenskri rannsókn sem framkvæmd var 2011 af vísindamönnum og framhaldsnemum á Menntavísindasviði HÍ var þróun og breytingar á hreyfivirkni íslenskra ungmenna skoðuð á átta ára tímabili. Í rannsókninni var hreyfing níu ára barna og fimmtán ára unglinga fyrst skoðuð 2003 og sömu einstaklingar voru svo mældir aftur þegar yngri hópurinn var 17 ára og sá eldri 23 ára. Á þessu átta ára tímabili minnkaði hreyfing beggja aldurshópa um 60%. Þessar rannsóknarniðurstöður eru mjög sambærilegar við aðrar alþjóðarannsóknir sem sýna að hreyfivirkni ungmenna minnkar um u.þ.b. 7% á hverju aldursári. Samfara þessu eykst kyrrseta ungmenna mikið. Í þessu sambandi má nefna að samkvæmt nýlegri yfirlitsgrein kemur fram að eingöngu fimmta hvert ungmenni í Evrópu á framhaldsskólaaldri uppfyllir ráðleggingar um daglega hreyfingu. Niðurstöður rannsókna gefa tilefni til þess að auka, frekar en að draga úr, tækifæri framhaldsskólanema til hreyfingar og heilsuræktar. Að lokum skora ég á menntamálaráðherra og samstarfsfólk hans að endurskoða þessar tillögur og setja fram nýjar sem byggja á þeim veruleika sem ungt fólk lifir við í nútíma þjóðfélagi. Sennilega er enn mikilvægara nú en áður að standa vörð um heilsu og velferð íslenskra ungmenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Í kjölfar styttingar framhaldsskólans í þrjú ár hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið lagt til róttækar breytingar á umfangi námsgreina í nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir að umfang flestra námsgreina muni minnka um 15 til 20 prósent í kjölfar styttingar námstímans. Frá þessu er þó sú undantekning að umfang námsgreinarinnar „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ minnkar um 65%. Framhaldsskólaeiningar í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ voru átta í gamla kerfinu og síðar þrettán einingar þegar annað einingakerfi var tekið í notkun árið 2008. Í þessum tillögum er lagt til að einingar í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ verði að lágmarki fjórar og hámarki sex. Í fjögurra ára framhaldsskólakerfinu fengu nemendur að jafnaði tvær kennslustundir á viku í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“. Í nýjum tillögum ráðuneytisins er lagt til að framhaldsskólarnir geti skipulagt þessar sex einingar í námsgreininni þannig að nemendur fái eina kennslustund á viku í sex annir. Kennslustundum fækkar enn frekar í námsgreininni ef skólastjórnendur velja að hafa fjórar námseiningar í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“. Framhaldsskólarnir geta sem sagt með þessu fyrirkomulagi haft alla kennslu í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ á þremur eða fjórum önnum. Í þessu samhengi er forvitnilegt að skoða hvernig þessum hlutum er háttað í nágrannalöndum okkar. Í Noregi hefur framhaldsskólanám í marga áratugi verið þriggja ára nám og í aðalnámskrá framhaldsskóla þar kemur skýrt fram að lögbundið sé að nemendur fái tvær kennslustundir í námsgreininni á viku öll þrjú árin í framhaldsskóla. Mennta- og heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa einnig lýst því yfir að þau vilji fjölga kennslustundum í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ á komandi árum. Þessi afstaða er mjög skiljanleg þar sem tveir tímar í heilsurækt á viku fyrir þennan aldurshóp verður að teljast algjört lágmark út frá lýðheilsusjónarmiðum, en í ráðleggingum Embættis landlæknis er lagt til að framhaldsskólanemar hreyfi sig að minnsta kosti í 60 mínútur daglega.Óráðlegt og óskiljanlegt Það verður að teljast mjög óráðlegt og í raun óskiljanlegt að mennta- og menningarálaráðuneytið leggi til að fækka kenndum stundum í þessari námsgrein umfram aðrar greinar í kjölfar styttingar náms á framhaldsskólastigi. Sérstaklega í ljósi þess að umræddar breytingar eru í hrópandi andstöðu við þá þróun sem boðuð hefur verið í menntamálum undanfarin ár þar sem heilbrigði og velferð eru mikilvægar stoðir. Í þessu samhengi er skólakerfið mikilvægur vettvangur til að fylgja eftir þessum markmiðum og stuðla að jákvæðari þróun. Þessar tillögur eru einnig mjög á skjön við niðurstöður rannsókna á heilsu, hreyfihegðun og velferð íslenskra framhaldsskólanema. Í nýlegri íslenskri rannsókn sem framkvæmd var 2011 af vísindamönnum og framhaldsnemum á Menntavísindasviði HÍ var þróun og breytingar á hreyfivirkni íslenskra ungmenna skoðuð á átta ára tímabili. Í rannsókninni var hreyfing níu ára barna og fimmtán ára unglinga fyrst skoðuð 2003 og sömu einstaklingar voru svo mældir aftur þegar yngri hópurinn var 17 ára og sá eldri 23 ára. Á þessu átta ára tímabili minnkaði hreyfing beggja aldurshópa um 60%. Þessar rannsóknarniðurstöður eru mjög sambærilegar við aðrar alþjóðarannsóknir sem sýna að hreyfivirkni ungmenna minnkar um u.þ.b. 7% á hverju aldursári. Samfara þessu eykst kyrrseta ungmenna mikið. Í þessu sambandi má nefna að samkvæmt nýlegri yfirlitsgrein kemur fram að eingöngu fimmta hvert ungmenni í Evrópu á framhaldsskólaaldri uppfyllir ráðleggingar um daglega hreyfingu. Niðurstöður rannsókna gefa tilefni til þess að auka, frekar en að draga úr, tækifæri framhaldsskólanema til hreyfingar og heilsuræktar. Að lokum skora ég á menntamálaráðherra og samstarfsfólk hans að endurskoða þessar tillögur og setja fram nýjar sem byggja á þeim veruleika sem ungt fólk lifir við í nútíma þjóðfélagi. Sennilega er enn mikilvægara nú en áður að standa vörð um heilsu og velferð íslenskra ungmenna.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar