BREXIT eða hvað? Skjóðan skrifar 29. júní 2016 16:00 Bretar ákváðu í síðustu viku með naumum meirihluta að ganga úr ESB. Þegar úrslitin lágu fyrir varð mörgum ekki um sel. Gildir það jafnt um aðildarsinna og útgöngusinna. Sigurvegarar kosninganna hafa síðan dregið í land og í ljós hefur komið að mörg þau loforð, sem þeir veifuðu framan í kjósendur um betri kjör og fegurra mannlíf utan ESB voru ekki einungis innihaldslaus heldur beinlínis fölsk. David Cameron hefur sagt af sér sem forsætisráðherra en útgöngusinnum liggur ekkert á. Nú er ekki lengur kapphlaup til að losna undan illum hrammi ESB heldur snýst verkefni úrsagnarinnar helst um að hún verði nær eingöngu að forminu til þegar kemur að helstu atriðum Evrópusamvinnunnar. Útgöngumenn vilja halda í fjórfrelsið nema þeir vilja geta lokað landamærum fyrir fólksflutningum að geðþótta. Útgöngumenn vilja heldur ekki missa ýmsa þá fjárstyrki og aðstoð sem ESB hefur veitt t.d. í bresku dreifbýli. Í London eru helstu bankar heims með Evrópuhöfuðstöðvar sínar. Þeir eru þegar farnir að undirbúa flutning á þúsundum, eða jafn vel tugþúsundum, starfa frá London til meginlands Evrópu gangi Bretar út. Hér er ekki um að ræða farandverkamenn heldur bankamenn á útblásnum bónusum þannig að fjárhagslegt tjón London og Bretlands verður mikið. Breska pundið hefur verið í næstum frjálsu falli frá því Brexit var samþykkt og sér ekki fyrir endann á því. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Útganga Breta leiðir fyrirsjáanlega til þess að gríðarlegir fjármunir hverfa frá London, sem missir stöðu sína sem fjármálamiðstöð Evrópu. Af fréttum frá Bretlandi að dæma er hins vegar langlíklegast að í raun verði ekkert af Brexit. Þess í stað muni bæði bresk stjórnvöld og forsvarsmenn ESB draga djúpt andann og komast að samkomulagi um áframhaldandi veru Bretlands í sambandinu, sem þá yrði væntanlega borin undir breska kjósendur. Úrslit atkvæðagreiðslunnar í síðustu viku hafa án efa gert forystumönnum helstu ESB ríkja ljóst að að óbreyttu er veruleg hætta á að sambandið brotni í frumeindir sínar. Því heyrast ekki lengur raddir þess efnis að Bretar eigi bara að hypja sig hið fyrsta. Hætt er við að fleiri ríki kæmu í kjölfarið og það myndi ESB ekki standa af sér. Þess vegna mun lausn finnast og Bretar fara ekki út. Spákaupmenn munu aftur hefja kaup á pundum og hagnast vel á því þar sem pundið hækkar á ný. Á endanum samþykkja Bretar nýjan aðildarsamning og allir verða ánægðir nema þeir sem eru andsnúnir aðild að ESB af hugsjónaástæðum, svona tæplega helmingur Breta. Brexit Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Bretar ákváðu í síðustu viku með naumum meirihluta að ganga úr ESB. Þegar úrslitin lágu fyrir varð mörgum ekki um sel. Gildir það jafnt um aðildarsinna og útgöngusinna. Sigurvegarar kosninganna hafa síðan dregið í land og í ljós hefur komið að mörg þau loforð, sem þeir veifuðu framan í kjósendur um betri kjör og fegurra mannlíf utan ESB voru ekki einungis innihaldslaus heldur beinlínis fölsk. David Cameron hefur sagt af sér sem forsætisráðherra en útgöngusinnum liggur ekkert á. Nú er ekki lengur kapphlaup til að losna undan illum hrammi ESB heldur snýst verkefni úrsagnarinnar helst um að hún verði nær eingöngu að forminu til þegar kemur að helstu atriðum Evrópusamvinnunnar. Útgöngumenn vilja halda í fjórfrelsið nema þeir vilja geta lokað landamærum fyrir fólksflutningum að geðþótta. Útgöngumenn vilja heldur ekki missa ýmsa þá fjárstyrki og aðstoð sem ESB hefur veitt t.d. í bresku dreifbýli. Í London eru helstu bankar heims með Evrópuhöfuðstöðvar sínar. Þeir eru þegar farnir að undirbúa flutning á þúsundum, eða jafn vel tugþúsundum, starfa frá London til meginlands Evrópu gangi Bretar út. Hér er ekki um að ræða farandverkamenn heldur bankamenn á útblásnum bónusum þannig að fjárhagslegt tjón London og Bretlands verður mikið. Breska pundið hefur verið í næstum frjálsu falli frá því Brexit var samþykkt og sér ekki fyrir endann á því. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Útganga Breta leiðir fyrirsjáanlega til þess að gríðarlegir fjármunir hverfa frá London, sem missir stöðu sína sem fjármálamiðstöð Evrópu. Af fréttum frá Bretlandi að dæma er hins vegar langlíklegast að í raun verði ekkert af Brexit. Þess í stað muni bæði bresk stjórnvöld og forsvarsmenn ESB draga djúpt andann og komast að samkomulagi um áframhaldandi veru Bretlands í sambandinu, sem þá yrði væntanlega borin undir breska kjósendur. Úrslit atkvæðagreiðslunnar í síðustu viku hafa án efa gert forystumönnum helstu ESB ríkja ljóst að að óbreyttu er veruleg hætta á að sambandið brotni í frumeindir sínar. Því heyrast ekki lengur raddir þess efnis að Bretar eigi bara að hypja sig hið fyrsta. Hætt er við að fleiri ríki kæmu í kjölfarið og það myndi ESB ekki standa af sér. Þess vegna mun lausn finnast og Bretar fara ekki út. Spákaupmenn munu aftur hefja kaup á pundum og hagnast vel á því þar sem pundið hækkar á ný. Á endanum samþykkja Bretar nýjan aðildarsamning og allir verða ánægðir nema þeir sem eru andsnúnir aðild að ESB af hugsjónaástæðum, svona tæplega helmingur Breta.
Brexit Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira