Enski boltinn

Ólátabelgjum verður refsað

Enska knattspyrnusambandið hefur hrint af stað rannsókn til að komast að því hverjir köstuðu smápeningum úr stúkunni í tveimur leikjum ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Á laugardag varð Claus Jensen, leikmaður Fulham, fyrir smápeningi og í gær fékk Robin van Persie hjá Arsenal aðskotahlut í höfuðið.

"Við munum sjá hvaða athugasemdir dómarar leikjanna hafa sett í skýrslu sína og eins munum við ræða við viðkomandi félög og sjá hvað þau eru að gera til að komast að því hverjir voru að verki," segir í tilkynningu sem knattspyrnusambandið sendi frá sér í morgun.

"Lykillinn í svona málum er að komast að því hverjir ólátabelgirnir eru og sjá til þess að þeir fái viðeigandi refsingu," segir enn fremur í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×