Apple rannsakar eintak af iPhone 7 sem sprakk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2017 22:38 Bandaríski tæknirisinn rannsakar nú eintak af iPhone 7 síma fyrirtækisins sem sprakk og gaf frá sér töluverðan reyk. Myndband af símanum gengur nú eins og eldur um sinu um netheima en eigandi símans, Brianna Olivas, deildi því á Twitter-síðu sína.Í samtali við Mashable segir Olivas að daginn áður en atvikið hafi átt sér stað hafi hún lent í vandræðum með símann. Gat hún ekki kveikt á honum og fór hún þá með hann í Apple-verslun. Starfsmaður þar fór yfir símann en gat ekki komið auga á nein vandamál. Daginn eftir kviknaði hins vegar í símanum í herbergi Olivas. Hún segir að kærasti sinn hafi tekið hann upp og hent honum inn á baðherberfi eftir að kviknaði í honum þar sem síminn sprakk. Líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan lagði reyk frá símanum og hulstrið utan um hann bráðnaði. Olivas segir að hún hafi afhent Apple símann sem sé nú að rannsaka hann. Beðið er eftir niðurstöðu prófanna. Stutt er síðan helsti samkeppnisaðili Apple á símamarkaði, Samsung, lenti í miklum vandræðum vegna vandræða með Samsung Galaxy Note 7 síma fyrirtækisins, sem átti það til að springa, áður en honum var kippt af markaði.So my IPhone 7 plus blew up this morning was not even using it, literally no explanation for this pic.twitter.com/sQ8CJt4Y69— Bree✨ (@briannaolivas_) February 23, 2017 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn rannsakar nú eintak af iPhone 7 síma fyrirtækisins sem sprakk og gaf frá sér töluverðan reyk. Myndband af símanum gengur nú eins og eldur um sinu um netheima en eigandi símans, Brianna Olivas, deildi því á Twitter-síðu sína.Í samtali við Mashable segir Olivas að daginn áður en atvikið hafi átt sér stað hafi hún lent í vandræðum með símann. Gat hún ekki kveikt á honum og fór hún þá með hann í Apple-verslun. Starfsmaður þar fór yfir símann en gat ekki komið auga á nein vandamál. Daginn eftir kviknaði hins vegar í símanum í herbergi Olivas. Hún segir að kærasti sinn hafi tekið hann upp og hent honum inn á baðherberfi eftir að kviknaði í honum þar sem síminn sprakk. Líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan lagði reyk frá símanum og hulstrið utan um hann bráðnaði. Olivas segir að hún hafi afhent Apple símann sem sé nú að rannsaka hann. Beðið er eftir niðurstöðu prófanna. Stutt er síðan helsti samkeppnisaðili Apple á símamarkaði, Samsung, lenti í miklum vandræðum vegna vandræða með Samsung Galaxy Note 7 síma fyrirtækisins, sem átti það til að springa, áður en honum var kippt af markaði.So my IPhone 7 plus blew up this morning was not even using it, literally no explanation for this pic.twitter.com/sQ8CJt4Y69— Bree✨ (@briannaolivas_) February 23, 2017
Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira