Sport

Útlitið dökknar enn hjá Birmingham

Upplitið á Steve Bruce og aðstoðarmönnum hans hjá Birmingham lýsir vel ástandinu í berbúðum liðsins þessa dagana
Upplitið á Steve Bruce og aðstoðarmönnum hans hjá Birmingham lýsir vel ástandinu í berbúðum liðsins þessa dagana NordicPhotos/GettyImages

Aston Villa lagði granna sína í Birmingham 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag og því er útlitið hjá lærisveinum Steve Bruce orðið heldur dökkt í fallbaráttunni. Milan Baros skoraði tvö mörk fyrir Aston Villa og Gary Cahill bætti við glæsilegu marki, en það var Chris Sutton sem minnkaði muninn fyrir Birmingham sem er enn þremur stigum frá því að bjarga sér frá falli í fyrstu deild.

"Við eigum enn möguleika á að bjarga okkur frá falli, en við hefðum sannarlega þurft að leggja Aston Villa til að ná Portsmouth að stigum. Það er Portsmouth sem er í bílstjórasætinu í fallbaráttunni í dag, en við verðum einfaldlega að vinna fleiri leiki en þeir á lokasprettinum," sagði Steve Bruce, stjóri Birmingham. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×