Handbolti

Besta tímabil Ragnars

Ragnar Óskarsson er búinn að skora 106 mörk í fyrstu 17 leikjum Ivry í vetur.Fréttablaðið/Pjetur
Ragnar Óskarsson er búinn að skora 106 mörk í fyrstu 17 leikjum Ivry í vetur.Fréttablaðið/Pjetur

Handbolti Ragnar Óskarsson spilar vel þessa dagana í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Um helgina skoraði Ragnar 8 mörk úr 13 skotum í 27-24 sigri Ivry á Montpellier í toppbaráttuslag deildarinnar. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum á toppnum en níu leikir eru eftir.

Ivry er búið að vinna alla fjóra leiki sína eftir heimsmeistarahléið og Ragnar er búinn að skora í þeim 35 mörk (8,8 í leik) og nýta í þeim 69 prósentum skota sinna. Þetta er þriðja og síðasta tímabil Ragnars með Ivry en hann er á leiðinni til USAM Nîmes á næsta tímabili.

Ragnar er sem stendur þriðji markahæsti maður deildarinnar með 6,2 mörk að meðaltali í leik en hann hefur mest áður skorað 5,6 mörk að meðaltali í frönsku deildinni og það var fyrsta ár hans með Dunkerque 2000-01. Ragnar hefur auk þess nýtt 58% skota sinna sem er einnig besta skotnýting hans til þessa. - óój




Fleiri fréttir

Sjá meira


×