Geir útilokar ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá 6. mars 2007 11:34 Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Stjórnarandstaðan bauðst í gær til að greiða götu frumvarps um breytingar á stjórnarskránni, hvað varðar sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar, í þinginu, jafnvel þótt lengja þyrfti starfstíma þingsins um einhverja daga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar i stjórnarskrárnefndinni buðust til að koma Framsóknarflokknum til bjargar í gær. Geir segir ekki ljóst hvað mikil alvara sé að baki. Hann bendir á að í orðum stjórnarandstöðunnar sé Framsókn annars vegar hrósað og svo í hina röndan sé hæðst að flokknum fyrir að vera að beita trixum. Menn viti ekki alveg hvað eigi að taka mikið mark á því en hann voni að stjórnarandstöðunni sé einhver alvara með því sem hún segi. Geir var spurður að því á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort hann útilokaði þá ekki útrétta sáttahönd stjórnarandstöðunnar og hann svaraði því til að hann þyrfti ekki sérstaklega á henni að halda. Það væri hins vegar þannig að það væri jafnan breið samstað um stjórnarskrárbreytingar. Jón Kristjánsson, formaður stjórnarskrárnefndar, sagði í Íslandi í dag í gær að forsætisráðherra hefði verið kunnugt um það fyrir jólin hversu alvarlegum augum framsóknarmenn litu fyrirheit í stjórnarsáttmála um auðlindaákvæðið. Geir sagði þetta mikið mál núna þótt þetta hefði ekki verið stórt mál í stjónarskrárnefnd. Hann hefði sjálfur verið varaformaður í stjórnarskrárnefndinni í næstum heilt ár og vissi nákvæmlega hvað þar hefði verið í gangi. Þetta mál hefði ekki verið eitt af stóru málunum þar. Geir var jafnframt spurður út í þau orð Jóns Kristjánssonar í Íslandi í dag í gær þess efnist að hann hefði ekki talið það sitt hlutverk að mynda nýja ríkisstjórn innan stjórnarskrárnefndarinnar. „Það er mjög athyglisvert orðlag," sagði Geir. „Mér finnst það reyndar ekki viðeigandi en hins vegar er það nú svo að við áttum fund í desember, formenn stjórnarflokkanna og formaður og varaformaður stjórnarskrárnefndar, til þess að fara yfir stöðu mála í nefndinni. Ég ætla ekki að rekja nánar þann fund, sem var ágætur, en það er fyrst núna upp á síðkastið sem ég hef orðið var við að þetta sé orðið að gríðarlegu aðalatriði hjá Framsóknarflokknum. Þá reynum við bara að koma til móts við það í anda þess góða samstarfs sem við höfum átt hér í öll þessi ár," sagði Geir. Tengdar fréttir Engin niðurstaða komin í auðlindamálið Forystumenn stjórnarflokkanna hittust í morgun til að ræða nýtt stjórnarskrárákvæði um auðlindir, sem stjórnarsáttmálinn gerir kröfu um. Engin niðurstaða er komin í málið. Geir H Haarde forsætisráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í neinni hættu. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir þó "á mörkunum" að niðurstaða fáist fyrir kosningar. 5. mars 2007 11:52 Stjórnarandstaðan tilbúin að greiða fyrir auðlindamáli á þingi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Frjálslynda flokksins lýsa sig reiðubúna til að greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum sem ekki eru háðar einkaeignarrétti verði tekið upp í stjórnarskrá. Þetta kom á blaðamannafundi flokkanna í dag í Alþingishúsinu. 5. mars 2007 15:40 Stjórnarslit ef ekki næst sátt um auðlindaákvæði Stjórnarslit blasa við ef sameign þjóðarinnar á auðlindum verður ekki bundin í stjórnarskrá fyrir þinglok. Formaður Framsóknarflokksins og heilbrigðisráðherra lýsa þessu yfir. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta óviðeigandi málflutning. 3. mars 2007 08:45 Siv á að segja af sér Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. 4. mars 2007 18:32 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Stjórnarandstaðan bauðst í gær til að greiða götu frumvarps um breytingar á stjórnarskránni, hvað varðar sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar, í þinginu, jafnvel þótt lengja þyrfti starfstíma þingsins um einhverja daga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar i stjórnarskrárnefndinni buðust til að koma Framsóknarflokknum til bjargar í gær. Geir segir ekki ljóst hvað mikil alvara sé að baki. Hann bendir á að í orðum stjórnarandstöðunnar sé Framsókn annars vegar hrósað og svo í hina röndan sé hæðst að flokknum fyrir að vera að beita trixum. Menn viti ekki alveg hvað eigi að taka mikið mark á því en hann voni að stjórnarandstöðunni sé einhver alvara með því sem hún segi. Geir var spurður að því á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort hann útilokaði þá ekki útrétta sáttahönd stjórnarandstöðunnar og hann svaraði því til að hann þyrfti ekki sérstaklega á henni að halda. Það væri hins vegar þannig að það væri jafnan breið samstað um stjórnarskrárbreytingar. Jón Kristjánsson, formaður stjórnarskrárnefndar, sagði í Íslandi í dag í gær að forsætisráðherra hefði verið kunnugt um það fyrir jólin hversu alvarlegum augum framsóknarmenn litu fyrirheit í stjórnarsáttmála um auðlindaákvæðið. Geir sagði þetta mikið mál núna þótt þetta hefði ekki verið stórt mál í stjónarskrárnefnd. Hann hefði sjálfur verið varaformaður í stjórnarskrárnefndinni í næstum heilt ár og vissi nákvæmlega hvað þar hefði verið í gangi. Þetta mál hefði ekki verið eitt af stóru málunum þar. Geir var jafnframt spurður út í þau orð Jóns Kristjánssonar í Íslandi í dag í gær þess efnist að hann hefði ekki talið það sitt hlutverk að mynda nýja ríkisstjórn innan stjórnarskrárnefndarinnar. „Það er mjög athyglisvert orðlag," sagði Geir. „Mér finnst það reyndar ekki viðeigandi en hins vegar er það nú svo að við áttum fund í desember, formenn stjórnarflokkanna og formaður og varaformaður stjórnarskrárnefndar, til þess að fara yfir stöðu mála í nefndinni. Ég ætla ekki að rekja nánar þann fund, sem var ágætur, en það er fyrst núna upp á síðkastið sem ég hef orðið var við að þetta sé orðið að gríðarlegu aðalatriði hjá Framsóknarflokknum. Þá reynum við bara að koma til móts við það í anda þess góða samstarfs sem við höfum átt hér í öll þessi ár," sagði Geir.
Tengdar fréttir Engin niðurstaða komin í auðlindamálið Forystumenn stjórnarflokkanna hittust í morgun til að ræða nýtt stjórnarskrárákvæði um auðlindir, sem stjórnarsáttmálinn gerir kröfu um. Engin niðurstaða er komin í málið. Geir H Haarde forsætisráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í neinni hættu. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir þó "á mörkunum" að niðurstaða fáist fyrir kosningar. 5. mars 2007 11:52 Stjórnarandstaðan tilbúin að greiða fyrir auðlindamáli á þingi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Frjálslynda flokksins lýsa sig reiðubúna til að greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum sem ekki eru háðar einkaeignarrétti verði tekið upp í stjórnarskrá. Þetta kom á blaðamannafundi flokkanna í dag í Alþingishúsinu. 5. mars 2007 15:40 Stjórnarslit ef ekki næst sátt um auðlindaákvæði Stjórnarslit blasa við ef sameign þjóðarinnar á auðlindum verður ekki bundin í stjórnarskrá fyrir þinglok. Formaður Framsóknarflokksins og heilbrigðisráðherra lýsa þessu yfir. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta óviðeigandi málflutning. 3. mars 2007 08:45 Siv á að segja af sér Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. 4. mars 2007 18:32 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Engin niðurstaða komin í auðlindamálið Forystumenn stjórnarflokkanna hittust í morgun til að ræða nýtt stjórnarskrárákvæði um auðlindir, sem stjórnarsáttmálinn gerir kröfu um. Engin niðurstaða er komin í málið. Geir H Haarde forsætisráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í neinni hættu. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir þó "á mörkunum" að niðurstaða fáist fyrir kosningar. 5. mars 2007 11:52
Stjórnarandstaðan tilbúin að greiða fyrir auðlindamáli á þingi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Frjálslynda flokksins lýsa sig reiðubúna til að greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum sem ekki eru háðar einkaeignarrétti verði tekið upp í stjórnarskrá. Þetta kom á blaðamannafundi flokkanna í dag í Alþingishúsinu. 5. mars 2007 15:40
Stjórnarslit ef ekki næst sátt um auðlindaákvæði Stjórnarslit blasa við ef sameign þjóðarinnar á auðlindum verður ekki bundin í stjórnarskrá fyrir þinglok. Formaður Framsóknarflokksins og heilbrigðisráðherra lýsa þessu yfir. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta óviðeigandi málflutning. 3. mars 2007 08:45
Siv á að segja af sér Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. 4. mars 2007 18:32