Lífið samstarf

Dans og flott form í sumar

"Vetrarstarfið í skólanum gekk frábærlega vel og er alltaf jafn gaman að fylgjast með dönsurunum okkar eflast og þroskast," segir Bára.
"Vetrarstarfið í skólanum gekk frábærlega vel og er alltaf jafn gaman að fylgjast með dönsurunum okkar eflast og þroskast," segir Bára.
Bára Magnúsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Dansræktar JSB, er þessa dagana í óðaönn að leggja lokahönd á vetrarstarfið. Um leið leggur hún drög að stórskemmtilegu og spennandi sumri. Litið var inn til Báru og hún tekin tali.

Vorverkin í dansinum í fullum gangi

„Í dag, föstudag, er síðasti kennsludagur í danslistarskólanum og svo afhendum við einkunnir strax eftir helgi. Það er því í nógu að snúast,“ segir Bára brosandi og lítur í kringum sig á önnum kafið samstarfsfólk sitt. „Vetrarstarfið í skólanum gekk frábærlega vel og er alltaf jafn gaman að fylgjast með dönsurunum okkar eflast og þroskast. Að venju vorum við með nemendasýningu á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu núna í vor þar sem þemað var rauði dregillinn. Við vorum einmitt að fá dvd-diska í hús frá báðum sýningardögunum sem geyma alla ómetanlegu sviðssigrana sem þar voru unnir.“

Auk þess var Dansbikarinn venju samkvæmt haldinn í byrjun maí en það er keppni sem Danslistarskóli JSB stendur fyrir árlega þar sem bæði einstaklingar og hópar keppa í aldursflokkunum 10-12 ára, 13-15 ára og svo 16 ára og eldri.

Bára segir boðið upp á fjölbreytt námskeið fyrir alla aldurshópa í sumar. Þá er innritun fyrir næsta skólaár í fullum gangi.
Innritun stendur yfir

Nú stendur innritun fyrir næsta skólaár yfir og bendir Bára á að mikilvægt sé að muna að skrá sig því að skólinn er fljótur að fyllast.

Spennandi dansnámskeið í sumar 

Í sumar verður svo boðið upp á fjölbreytt námskeið fyrir alla aldurshópa. Bára hvetur áhugasama til að kynna sér hvað sé í boði á jsb.is. Hún nefnir meðal annars 2ja vikna kynningarnámskeið í jazzballett í júní fyrir 6-12 ára stelpur og stráka. „Svo verður Bugsy Malone námskeið fyrir 10-12 ára í sama mánuði þar sem kenndir verða jazzdansar eftir tónlist úr kvikmyndinni. Fyrir 13-15 ára verða svo spennandi Flashmob – contemporary jazznámskeið sem enda með flashmob danssýningu. Námskeið í klassískum ballett verður fyrir framhaldsnemendur 14 ára og eldri þar sem kenndur er sólódans úr frægu verki. Dansstúdíóið verður svo með Danspúl, eða stutt 2 vikna námskeið fyrir stelpur og stráka 16 ára og eldri þar sem þeim gefst frábær kostur á að halda sér í formi.

Vorsýningin á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu var glæsileg að vanda.
En líkamsræktin, er eitthvað spennandi á döfinni þar í sumar?

“Heldur betur,” segir Bára og bendir á mjög hagstæð tilboð sem verða í gangi í maí. “Það er um að gera að kynna sér átaksnámskeiðin okkar. Til dæmis Stutt og strangt sem hentar sérlega vel yfir sumartímann og svo bara alla frábæru tímana sem verða í boði í sumar. Dans og flott form í sumar – hvað viltu hafa það betra?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.