Maðurinn sem myndaði áttunda áratuginn Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. febrúar 2016 12:00 Breski ljósmyndarinn Mick Rock er hér ásamt félaga sínum David Bowie en bók þeirra félaga, The Rise of David Bowie, kom út í haust. Bókin kom út í takmörkuðu upplagi og seldist strax upp. mynd/getty Breski ljósmyndarinn Mick Rock er yfirleitt kallaður „maðurinn sem myndaði áttunda ártuginn“ vegna þess að hann myndaði flestar af stærstu stjörnum tónlistarsögunnar. Hann er enn að mynda, en á meðal þeirra sem Mick hefur myndað í gegnum tíðina eru Queen, David Bowie, Syd Barrett, Lou Reed, Iggy Pop, Blondie, Snoop Dogg, The Killers og svo mætti lengi telja. Af öllum þeim listamönnum sem Mick vann með var samband hans við David Bowie eitt það farsælasta. Mick og David Bowie voru vinir og tók hann fjölmargar myndir af David sem eru orðnar þekktar. Hann tók til dæmis myndir fyrir umslögin utan um nokkrar af plötum Bowies, ásamt því að hafa tekið upp og leikstýrt nokkrum þekktum tónlistarmyndböndum hans, við lögin Space Oddity og Life on Mars. „Í gamla daga, í kringum árið 1970, var ég að skrifa greinar fyrir tímarit sem fylgdu myndunum mínum, þetta var svona pakkadíll til að spara fyrirtækjunum peninga, því ég gat skrifað svolítið eftir að hafa verið í Cambridge-háskóla. Einn daginn fékk ég kynningareintak af plötunni Hunky Dory og fór á tónleika með David Bowie í kjölfarið í Birmingham Town Hall, það voru 400 manns á tónleikunum. Eftir tónleikana fór ég baksviðs og heilsaði David, ég man að hann sagði þá: „Ég kann vel við nafnið þitt.“ Ég tók myndir baksviðs og af honum á sviðinu, það var mjög töfrandi að sjá hann á sviðinu,“ segir hann, spurður út í sín fyrstu kynni af Bowie. Mick, sem er fæddur árið 1948, var skírður Michael David Rock. Bowie var hrifinn af nafni Micks en Bowie var sjálfur skírður David Robert Jones en breytti sínu. „Já, hann breytti nafninu sínu því honum var ruglað saman við Davy Jones úr The Monkees.“David Bowie glæsilegur að vanda. Hann er hér á tónleikum í Earl's Court í London árið 1973.Mynd/Mick RockMick líkir sinni fyrstu upplifun af Bowie við þá tilfinningu sem hann upplifði þegar hann sá Freddy Mercury fyrst á sviði. „Það var töfrandi og sérstakt að sjá hann á sviði. Ára þeirra náði langt út fyrir þá tónleikastaði og áhorfendahópa sem þeir voru að spila fyrir á þeim tíma.“ Þegar Mick og David hittust fyrst náðu þeir vel saman og þá sérstaklega vegna þess að þeir höfðu svipaðan tónlistarsmekk. „Það sem hjálpaði til, var að ég tók einnig viðtal við hann og þess vegna ræddum við mikið saman. David var mikill aðdáandi Syds Barrett og ég þekkti hann, hafði tekið viðtal við hann og myndað hann. Ég var aðdáandi Velvet Underground og The Stooges, sem voru lítt þekktar hljómsveitir þá því þær höfðu ekki selt mikið af plötum. David hafði hitt Lou Reed og Iggy Pop í New York, það tengdi okkur enn frekar og ég kynntist mörgum í gegnum David,“ segir Mick um fyrstu samskiptin. Urðu þeir miklir vinir og fór David að bjóða Mick á tónleika og Mick fór að mynda hann oftar. Mick starfaði sem ljósmyndari Bowies á árunum 1972 og 1973 og átti sinn þátt í því að gera Ziggy Stardust að þeirri goðsögn sem þetta annað sjálf Davids Bowie í raun er. Mick hefur ávallt farið sínar leiðir í listsköpun sinni. „Mér var saman hvað útgáfufyrirtækin og blöðin sögðu eða vildu. Ég gerði það sem ég vildi og ég vildi að listamaðurinn fílaði myndirnar.“Myndin var notuð á umslag plötunnar Raw Power, eftir Iggy and The StoogesMynd/Mick RockÍ haust kom út bókin The Rise of David Bowie, 1972–1973 í takmörkuðu upplagi og var þar að finna myndir Micks frá ferli Bowies. Spurður út í samband sitt við David Bowie, sem lést í sðasta mánuði, í seinni tíð segir Mick að þeir hafi ekki hist oft.. „Ég hitti hann ekki oft síðustu árin, samskipti okkar fóru mest fram í gegnum tölvupósta. Við settum bókina saman og hún var eiginlega uppseld áður en hún kom út. Okkar síðustu samskipti voru í um það leyti.” Ljósmyndarinn hefur gefið út fjölda bóka og þá hefur hann einnig farið um allan heim og haldið sýningar en hefur ekki enn komið til Íslands, þó svo að hann hafi áhuga á því. Segist hann treysta á að félagi hans útvarpsmaðurinn Smutty Smiff, aðstoði hann við að koma til landsins einn daginn.Lou Reed, Mick Jagger og David Bowie eru hér hressir á góðri stund í London.Mynd/Mick RockNokkur þekkt nöfn sem Mick Rock hefur myndað:David Bowie Lou Reed Iggy Pop Queen The Sex Pistols The Ramones Blondie Rocky Horror Picture Show Snoop Dogg The Killers Ellie Goulding Alicia Keys Michael Buble Daft Punk Mötley CrüeDavid Bowie og Mick Ronson, sem var gítarleikari hjá Bowie í fjölmörg ár, snæða hér saman í lest árið 1973.Mynd/Mick RockNokkur þekkt plötuumslög eftir Mick Rock:Syd Barrett - The Madcap LaughsLou Reed - Transformer og Coney Island BabyIggy and the Stooges - Raw PowerQueen - Queen II en sú mynd var svo endurspegluð í tónlistarmyndbandinu við lagið Bohemian Rhapsody. Þá tók hann einnig myndina á plötunni Sheer Heart Attack .The Ramones - End of the CenturyJoan Jett - I Love Rock ’n’ Roll Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Breski ljósmyndarinn Mick Rock er yfirleitt kallaður „maðurinn sem myndaði áttunda ártuginn“ vegna þess að hann myndaði flestar af stærstu stjörnum tónlistarsögunnar. Hann er enn að mynda, en á meðal þeirra sem Mick hefur myndað í gegnum tíðina eru Queen, David Bowie, Syd Barrett, Lou Reed, Iggy Pop, Blondie, Snoop Dogg, The Killers og svo mætti lengi telja. Af öllum þeim listamönnum sem Mick vann með var samband hans við David Bowie eitt það farsælasta. Mick og David Bowie voru vinir og tók hann fjölmargar myndir af David sem eru orðnar þekktar. Hann tók til dæmis myndir fyrir umslögin utan um nokkrar af plötum Bowies, ásamt því að hafa tekið upp og leikstýrt nokkrum þekktum tónlistarmyndböndum hans, við lögin Space Oddity og Life on Mars. „Í gamla daga, í kringum árið 1970, var ég að skrifa greinar fyrir tímarit sem fylgdu myndunum mínum, þetta var svona pakkadíll til að spara fyrirtækjunum peninga, því ég gat skrifað svolítið eftir að hafa verið í Cambridge-háskóla. Einn daginn fékk ég kynningareintak af plötunni Hunky Dory og fór á tónleika með David Bowie í kjölfarið í Birmingham Town Hall, það voru 400 manns á tónleikunum. Eftir tónleikana fór ég baksviðs og heilsaði David, ég man að hann sagði þá: „Ég kann vel við nafnið þitt.“ Ég tók myndir baksviðs og af honum á sviðinu, það var mjög töfrandi að sjá hann á sviðinu,“ segir hann, spurður út í sín fyrstu kynni af Bowie. Mick, sem er fæddur árið 1948, var skírður Michael David Rock. Bowie var hrifinn af nafni Micks en Bowie var sjálfur skírður David Robert Jones en breytti sínu. „Já, hann breytti nafninu sínu því honum var ruglað saman við Davy Jones úr The Monkees.“David Bowie glæsilegur að vanda. Hann er hér á tónleikum í Earl's Court í London árið 1973.Mynd/Mick RockMick líkir sinni fyrstu upplifun af Bowie við þá tilfinningu sem hann upplifði þegar hann sá Freddy Mercury fyrst á sviði. „Það var töfrandi og sérstakt að sjá hann á sviði. Ára þeirra náði langt út fyrir þá tónleikastaði og áhorfendahópa sem þeir voru að spila fyrir á þeim tíma.“ Þegar Mick og David hittust fyrst náðu þeir vel saman og þá sérstaklega vegna þess að þeir höfðu svipaðan tónlistarsmekk. „Það sem hjálpaði til, var að ég tók einnig viðtal við hann og þess vegna ræddum við mikið saman. David var mikill aðdáandi Syds Barrett og ég þekkti hann, hafði tekið viðtal við hann og myndað hann. Ég var aðdáandi Velvet Underground og The Stooges, sem voru lítt þekktar hljómsveitir þá því þær höfðu ekki selt mikið af plötum. David hafði hitt Lou Reed og Iggy Pop í New York, það tengdi okkur enn frekar og ég kynntist mörgum í gegnum David,“ segir Mick um fyrstu samskiptin. Urðu þeir miklir vinir og fór David að bjóða Mick á tónleika og Mick fór að mynda hann oftar. Mick starfaði sem ljósmyndari Bowies á árunum 1972 og 1973 og átti sinn þátt í því að gera Ziggy Stardust að þeirri goðsögn sem þetta annað sjálf Davids Bowie í raun er. Mick hefur ávallt farið sínar leiðir í listsköpun sinni. „Mér var saman hvað útgáfufyrirtækin og blöðin sögðu eða vildu. Ég gerði það sem ég vildi og ég vildi að listamaðurinn fílaði myndirnar.“Myndin var notuð á umslag plötunnar Raw Power, eftir Iggy and The StoogesMynd/Mick RockÍ haust kom út bókin The Rise of David Bowie, 1972–1973 í takmörkuðu upplagi og var þar að finna myndir Micks frá ferli Bowies. Spurður út í samband sitt við David Bowie, sem lést í sðasta mánuði, í seinni tíð segir Mick að þeir hafi ekki hist oft.. „Ég hitti hann ekki oft síðustu árin, samskipti okkar fóru mest fram í gegnum tölvupósta. Við settum bókina saman og hún var eiginlega uppseld áður en hún kom út. Okkar síðustu samskipti voru í um það leyti.” Ljósmyndarinn hefur gefið út fjölda bóka og þá hefur hann einnig farið um allan heim og haldið sýningar en hefur ekki enn komið til Íslands, þó svo að hann hafi áhuga á því. Segist hann treysta á að félagi hans útvarpsmaðurinn Smutty Smiff, aðstoði hann við að koma til landsins einn daginn.Lou Reed, Mick Jagger og David Bowie eru hér hressir á góðri stund í London.Mynd/Mick RockNokkur þekkt nöfn sem Mick Rock hefur myndað:David Bowie Lou Reed Iggy Pop Queen The Sex Pistols The Ramones Blondie Rocky Horror Picture Show Snoop Dogg The Killers Ellie Goulding Alicia Keys Michael Buble Daft Punk Mötley CrüeDavid Bowie og Mick Ronson, sem var gítarleikari hjá Bowie í fjölmörg ár, snæða hér saman í lest árið 1973.Mynd/Mick RockNokkur þekkt plötuumslög eftir Mick Rock:Syd Barrett - The Madcap LaughsLou Reed - Transformer og Coney Island BabyIggy and the Stooges - Raw PowerQueen - Queen II en sú mynd var svo endurspegluð í tónlistarmyndbandinu við lagið Bohemian Rhapsody. Þá tók hann einnig myndina á plötunni Sheer Heart Attack .The Ramones - End of the CenturyJoan Jett - I Love Rock ’n’ Roll
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira