Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Eiður Þór Árnason skrifar 16. desember 2019 21:39 Þrjár Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair á athafnasvæði Boeing í Seattle þar sem þær bíða þess að kyrrsetningu vélanna verði aflétt. GETTY/ DAVID RYDER Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst stöðva framleiðslu á 737 MAX-þotum sínum tímabundið í janúar á næsta ári. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá þessu. Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku að þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. Boeing 737 MAX-þoturnar voru kyrrsettar um heim allan eftir tvö mannskæð flugslys í mars og október á síðasta ári. Í heildina létust 346 í slysunum tveimur og eru yfir sjö hundruð MAX-þotur taldar vera kyrrsettar hjá flugfélögum víða um heim, þar á meðal hjá Icelandair. 737 MAX 8-vélar félagsins hafa verið kyrrsettar frá því í mars á þessu ári. Stjórn Boeing er sögð hafa fundað síðustu tvo daga í Chicago vegna málsins og var tilkynnt um ákvörðunina á ellefta tímanum að íslenskum tíma. Fulltrúar Boeing hafa áður sagt að ef fyrirtækið fengi ekki leyfi til þess að hefja afhendingu á nýjum vélum fyrir lok 2019 gæti það verið tilneytt til þess að hægja á framleiðslu eða stöðva hana. Icelandair hefur áður gefið út að stefnt sé að því að taka MAX-þoturnar aftur í gagnið í mars á næsta ári.Fréttin var uppfærð klukkan 22:19 með fregnum af ákvörðun stjórnar Boeing en fundur hennar stóð enn yfir þegar fréttin var fyrst birt. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing fékk pantanir í smíði á fimmtíu 737 MAX-þotum Boeing-verksmiðjurnar hafa á flugsýningunni í Dubai síðustu daga fengið pantanir í smíði á samtals fimmtíu 737 MAX-þotum, þrátt fyrir að vélarnar hafi verið kyrrsettar undanfarna átta mánuði. 21. nóvember 2019 22:00 United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13 Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00 Lengsta MAX-þotan frumsýnd í kyrrþey hjá Boeing án fjölmiðla Fyrsta eintakinu af Boeing 737 MAX 10-þotunni var ýtt úr verksmiðju félagsins í Renton í Washington-ríki á föstudag. Þetta er lengsta þotan í 737-línunni og átti að verða krúnudjásnið í MAX-flotanum. 25. nóvember 2019 10:57 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Sjá meira
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst stöðva framleiðslu á 737 MAX-þotum sínum tímabundið í janúar á næsta ári. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá þessu. Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku að þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. Boeing 737 MAX-þoturnar voru kyrrsettar um heim allan eftir tvö mannskæð flugslys í mars og október á síðasta ári. Í heildina létust 346 í slysunum tveimur og eru yfir sjö hundruð MAX-þotur taldar vera kyrrsettar hjá flugfélögum víða um heim, þar á meðal hjá Icelandair. 737 MAX 8-vélar félagsins hafa verið kyrrsettar frá því í mars á þessu ári. Stjórn Boeing er sögð hafa fundað síðustu tvo daga í Chicago vegna málsins og var tilkynnt um ákvörðunina á ellefta tímanum að íslenskum tíma. Fulltrúar Boeing hafa áður sagt að ef fyrirtækið fengi ekki leyfi til þess að hefja afhendingu á nýjum vélum fyrir lok 2019 gæti það verið tilneytt til þess að hægja á framleiðslu eða stöðva hana. Icelandair hefur áður gefið út að stefnt sé að því að taka MAX-þoturnar aftur í gagnið í mars á næsta ári.Fréttin var uppfærð klukkan 22:19 með fregnum af ákvörðun stjórnar Boeing en fundur hennar stóð enn yfir þegar fréttin var fyrst birt.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing fékk pantanir í smíði á fimmtíu 737 MAX-þotum Boeing-verksmiðjurnar hafa á flugsýningunni í Dubai síðustu daga fengið pantanir í smíði á samtals fimmtíu 737 MAX-þotum, þrátt fyrir að vélarnar hafi verið kyrrsettar undanfarna átta mánuði. 21. nóvember 2019 22:00 United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13 Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00 Lengsta MAX-þotan frumsýnd í kyrrþey hjá Boeing án fjölmiðla Fyrsta eintakinu af Boeing 737 MAX 10-þotunni var ýtt úr verksmiðju félagsins í Renton í Washington-ríki á föstudag. Þetta er lengsta þotan í 737-línunni og átti að verða krúnudjásnið í MAX-flotanum. 25. nóvember 2019 10:57 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Sjá meira
Boeing fékk pantanir í smíði á fimmtíu 737 MAX-þotum Boeing-verksmiðjurnar hafa á flugsýningunni í Dubai síðustu daga fengið pantanir í smíði á samtals fimmtíu 737 MAX-þotum, þrátt fyrir að vélarnar hafi verið kyrrsettar undanfarna átta mánuði. 21. nóvember 2019 22:00
United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13
Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00
Lengsta MAX-þotan frumsýnd í kyrrþey hjá Boeing án fjölmiðla Fyrsta eintakinu af Boeing 737 MAX 10-þotunni var ýtt úr verksmiðju félagsins í Renton í Washington-ríki á föstudag. Þetta er lengsta þotan í 737-línunni og átti að verða krúnudjásnið í MAX-flotanum. 25. nóvember 2019 10:57
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf