Erlent

Fjölgun í hópi fátækra barna

Mynd úr safni
Um 65 þúsund dönsk börn bjuggu við fátækt árið 2009 og hefur þeim fjölgað stórlega frá árinu 2002. Þetta kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins. Samkvæmt Efnahagsráði verkalýðshreyfingarinnar óx hlutfall fátækra barna um 51 prósent.

Viðmið OECD, sem notuð eru í þessari könnun, skilgreina heimili sem fátækt ef tekjur þess eru undir 50 prósentum af meðaltekjum. Aukningin er rakin til þess að styrkir og framlög til tekjulágra hafa lækkað. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×