Erlent

Eldfjallið heldur áfram að trufla flug

Gosið í Puyehue hófst þann 4. júní.
Gosið í Puyehue hófst þann 4. júní. Mynd/AP
Enn og aftur lenda Ástralir og Nýsjálendingar í óþægindum vegna ösku úr eldfjallinu Puyehue í Chile. Öllum ferðum flugfélaganna Quantas og Jetstar til og frá stærstu borgum Nýja Sjálands hefur verið aflýst í dag eða þeim beint um önnur svæði til að forðast öskuna.

Seinkanir hafa einnig orðið á flugum milli Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu, og Sydney í Ástralíu. Eldgosið, sem hófst þann 4. júní síðastliðinn, hefur valdið miklum flugtruflunum bæði í Eyjaálfu og Suður- Ameríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×