Erlent

Örlagadagur í Grikklandi í dag

Örlagadagur er runninn upp í Grikklandi en síðar í dag mun gríska þingið greiða atkvæði um aðhaldsaðgerðir George Papandreou forsætisráðherra landsins.

Aðgerðum þessum er ætlað að minnka fjárlagahalla gríska ríkisins um 28 milljarða evra eða um tæplega 4.700 milljarða kr.

Líkur á því að þingið samþykki þessar aðgerðir hafa aukist en fari svo að þær verða felldar munu Grikkir ekki fá 12 milljarða evra greidda af 110 milljarða evra neyðarláni Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá mun greiðslufall blasa við gríska ríkinu í næsta mánuði.

Christine Legarde nýkjörinn forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hvetur gríska þingmenn til að samþykkja aðhaldsaðgerðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×