Lampi í anda Eyjafjallajökuls 29. júní 2011 14:00 Lampinn, sem er innblásinn af öskuskýinu úr Eyjafjallajökli, hefur vakið mikla athygli. „Þegar Eyjafjallajökull og öskuskýið tóku yfir fréttatímann og dagblöðin í heiminum í fyrra heillaðist ég af myndunum sem birtust og þaðan kom hugmyndin að lampanum," segir Mia E. Göransson, sænskur leirhönnuður sem hefur hannað lampa sem ber nafnið Eyjafjallajökull. Lampinn hefur vakið mikla athygli í hönnunarheiminum fyrir frumleika, en eldgosið er fyrirmynd lampans. Göransson er þekkt í heimalandi sínu, en hún einbeitir sér að því að nota náttúruna sem innblástur í allri sinni hönnun. „Öskuskýið sem kom frá Eyjafjallajökli var rosalega fallegt en á sama tíma mjög ógnvekjandi. Ég byrjaði á því að klippa út og geyma myndir af eldgosinu sem ég fann í tímaritum og dagblöðum. Vinnustofan mín var undirlögð af myndum af öskuskýinu á tímabili i hönnunarferlinu," segir Göransson, en það var í byrjun þessa árs sem tilbúin útgáfa af lampanum byrjaði að flakka milli hönnunarsýninga. Mikil eftirspurn er eftir lampanum, sem kemur í verslanir úti um allan heim í haust. Óvíst er þó hvort lampinn á eftir að fást hér á landi. „Ég hef því miður aldrei komið til Íslands en mig dreymir að koma og fá að upplifa landslagið og náttúruna. Það er aldrei að vita nema draumurinn rætist í haust." Eyjafjallajökull er svo sannarlega orðinn þekkt nafn á alþjóðavísu og er Göransson ekki sú fyrsta sem notar hann sem fyrirmynd í hönnun. Úraframleiðandinn Romain Jerome er með armbandsúr í sinni línu þar sem askan frá eldgosinu er notuð í skífu úrsins. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hannaði ilminn EFJ Eyjafjallajökull fyrr á þessu ári og íslenska fatamerkið E Label var með boli með mynd af eldgosinu í Eyjafjallajökli í síðustu vetrarlínu sinni, hannaðri af Hörpu Einarsdóttur.- áp Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Þegar Eyjafjallajökull og öskuskýið tóku yfir fréttatímann og dagblöðin í heiminum í fyrra heillaðist ég af myndunum sem birtust og þaðan kom hugmyndin að lampanum," segir Mia E. Göransson, sænskur leirhönnuður sem hefur hannað lampa sem ber nafnið Eyjafjallajökull. Lampinn hefur vakið mikla athygli í hönnunarheiminum fyrir frumleika, en eldgosið er fyrirmynd lampans. Göransson er þekkt í heimalandi sínu, en hún einbeitir sér að því að nota náttúruna sem innblástur í allri sinni hönnun. „Öskuskýið sem kom frá Eyjafjallajökli var rosalega fallegt en á sama tíma mjög ógnvekjandi. Ég byrjaði á því að klippa út og geyma myndir af eldgosinu sem ég fann í tímaritum og dagblöðum. Vinnustofan mín var undirlögð af myndum af öskuskýinu á tímabili i hönnunarferlinu," segir Göransson, en það var í byrjun þessa árs sem tilbúin útgáfa af lampanum byrjaði að flakka milli hönnunarsýninga. Mikil eftirspurn er eftir lampanum, sem kemur í verslanir úti um allan heim í haust. Óvíst er þó hvort lampinn á eftir að fást hér á landi. „Ég hef því miður aldrei komið til Íslands en mig dreymir að koma og fá að upplifa landslagið og náttúruna. Það er aldrei að vita nema draumurinn rætist í haust." Eyjafjallajökull er svo sannarlega orðinn þekkt nafn á alþjóðavísu og er Göransson ekki sú fyrsta sem notar hann sem fyrirmynd í hönnun. Úraframleiðandinn Romain Jerome er með armbandsúr í sinni línu þar sem askan frá eldgosinu er notuð í skífu úrsins. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hannaði ilminn EFJ Eyjafjallajökull fyrr á þessu ári og íslenska fatamerkið E Label var með boli með mynd af eldgosinu í Eyjafjallajökli í síðustu vetrarlínu sinni, hannaðri af Hörpu Einarsdóttur.- áp
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira