Erlent

Hafna ásökunum blaðakonu á hendur Boris Johnson

Andri Eysteinsson skrifar
Boris Johnson fyrir utan bústað forsætisráðherra að Downingstræti 10.
Boris Johnson fyrir utan bústað forsætisráðherra að Downingstræti 10. Getty/AnadoluAgency
Breska forsætisráðuneytið hefur hafnað ásökunum bresku blaðakonunnar Charlotte Edwardes, á hendur forsætisráðherranum Boris Johnson, sem birtust í blaðinu Sunday Times. BBC greinir frá.

 

Edwardes sakaði í grein sinni í blaðinu, Johnson um að hafa gripið gripið í lærið á sér á meðan þau borðuðu hádegismat í skrifstofuhúsnæði blaðsins Spectator árið 1999. Johnson var þá ritstjóri blaðsins.

„Meira víni er skenkt, meira vín er drukkið. Undir borðinu finn ég fyrir hendi Johnson á lærinu á mér. Hann grípur í mig. Höndin á honum er hátt á fótleggnum á mér,“ skrifar Edwardes í grein sinni og bætir við að önnur kona sem borðaði með þeim hafi greint Edwardes frá því að hún hafi einnig lent í samskonar aðstæðum með Boris.

„Ef forsætisráðherrann man ekki eftir atvikinu, þá hef ég klárlega betra minni en hann,“ segir Edwardes.

Talsmaður forsætisráðuneytisins í Downingstræti 10 segir ásökunina vera ósanna. Þá hefur heilbrigðisráðherra Bretlands, Matt Hancock, einnig dregið úr ásökuninni.

Seinna sagðist hann þó þekkja Charlotte Edwardes vel og sagði hana vera traustsins verða. Amber Rudd, fyrrum ráðherra Íhaldsflokksins hefur einnig sagst geta treysta orðum Edwardes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×